Réttur


Réttur - 01.07.1938, Side 7

Réttur - 01.07.1938, Side 7
braut, að sameina allt hið vinnandi fólk landsins í eina fylkingu, til sóknar og varnar í baráttunni við fasism- ann, í baráttunni fyrir sjálfstæði og lýðréttindum ís- lenzku þjóðarinnar. Kristinn E. Andréssoni i Islenzkur aðulfi. Mig furðar ekki, þó gömlum aðdáendum Þórbergs, er lesa íslenzkan aðal, geti fundizt, að þeirra ágæti rithöfundur hafi stokkið frá öllum sínum hugðarefn- um, lagt pólitík, alheimsmál, félagslegar ádeilur og allt, sem hann átti heitast og mergjaðast á hilluna, hafi yfirgefið allt í uppgjöf og vonleysi til að elta uppi listina, hina hreinu táldrægu list, sem vön er að brenna upp tilbiðjendur sína í ösku og reyk. Og það eru engin takmörk fyrir því, hvað menn geta spáð illa fyrir höfundinum, ef þessu héldi áfram. Því nú er Þór- bergur kominn með skáldsögu, og það frámunalegan ástaróman. Þar hefst þessi saga, er gyðja skáldskaparins vitj- ar hans fyrst uppi á Skólavörðuholti. Það voru þeir tímar, er andinn kom yfir skáldin og ástin var funandi líf (ekki köld aska, eins og nú). Þá var Þórbergur einn ástarlogi, en það var óhamingjusöm ást. Þess- vegna gat hún orðið að skáldskap. Þessvegna gerði hún hann viti sínu fjær. Og eitt kvöld stekkur elskan hans burtu, brá varla á hann kveðju. Þá fyrst rís þjáningin í þeirri ógnarstærð, að aldrei hefir verið lif uð önnur slík, hlaup eirðarlaus um holt og hæðir, milli stafna í herberginu, drepandi kvalir, sundurtætandi sál og hold. Það er ekki nema ein leið til í heimi (dauð- inn er allt of léleg lausn) : hlaupa á eftir stelpunni, í bessu harmsögulega tilfelli norður í Hrútafjörð. Þar 115

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.