Réttur


Réttur - 01.07.1938, Page 51

Réttur - 01.07.1938, Page 51
Heiðarkoti, ónei. Og hann vildi endui'taka það, sem hann sagði áðan, að þú hefir alla þína æfi verið nokk- urskonar konungur, Jónatan minn. En þá vildi svo óheppilega til, að gamli maðurinn var sjálfur sokkinn niður í hugsunarlausan dvala, og það var ekki fyrr en þögnin hafði ríkt ótrufluð drykk- langa stund, að hann áttaði sig og spurði í fáti: Kóngurinn? Varstu að tala um kónginn? Nei, ég var að tala um þig, mótmælti oddvitinn. Ég sagði að þú hefðir alla þína æfi verið nokkurskonar konungur.hér í sveit. Gamli maðurinn lyftist til í sætinu. Áhugi hans í samtalinu hafði allt í einu glaðvaknað, og það var auðséð að honum var mikið niðri fyrir. Heyrðu, stam- aði hann. Sigurjón í Partinum sagði mér í vor, að kóngurinn væri vellríkur og vissi ekki aura sinna tal. En samt fengi hann einhver býsn af peningum frá okkur. Er það satt? Oddvitinn fussaði og sveiaði lengi vel. Hann átti engin orð nógu sterk til að lýsa fyrirlitningu sinni yfir þessum ómerku orðum. Ríkur, sagði hann loks, og hristi höfuðið. Þetta er Sigurjóni líkt. Hlaupa um alla sveitina með lýgi og ábyrgðarlaust þvaður bara til þess að æsa menn og blekkja. — Hvað ætli hann viti um kónginn, ómenntaður strákgepill ? Hvað ætli hann geti fullyrt urn tiginborna menn? Nei, ég get sagt þér það, iJónatan minn, að kóngurinn er ekki ríkur, heldur þvert á móti bláfátækur. Hann hefir, eins og maður segir, svona rétt til hnífs og skeiðar. Hnífs og skeiðar! sagði gamli maðurinn fullkom- lega ringlaður. Já, en auðvitað á kóngamælikvarða, útskýrði odd- vitinn. Og ætli hann hafi þá enga ístru heldur? Nei, hingað til hefir hann verið grindhoraður, eig- inlega alltof horaður. 159

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.