Réttur


Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 46

Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 46
En oddvitinn var fljótur að átta sig\ Eftir útliti þínu að dæma gætirðu verið mörgum árum yngri, sagði hann. En það er ekki um að villast Jónatan minn: Samkvæmt kirkjubókunum ertu áttatíu ára í dag. Það er óhætt að trúa mér. Við þessi tíðindi hvarf brosið af andliti gamla mannsins, og hann setti hljóðan. Hann var löngu hætt- ur að hugsa um mánuði og ár, nema í sambandi við tíðarfar. Veðrið í dag og veðurútlitið fyrir morgun- daginn hafði um langt skeið verið hans eina tíma- bundna áhugamál. En allt í einu stendur sjálfur hreppsnefndaroddvitinn í hlaðvarpanum og segir í óspurðum fréttum, að maður sé áttræður, að afmælið manns sé í dag. Hann fylgdi þeim eins og í leiðslu inn í baðstof- una. Þessi óboðna fregn truflaði öll skynfæri hans í bili, og það voru reyndar áhöld um, hvort hann ætti að trúa þessum fullyrðingum oddvitans. Að minnsta kosti kröfðust þær nákvæmrar yfirvegunar. — Hann seildist upp á hillu eftir almanaki Þjóðvinafélagsins, veiddi undan höfðalaginu sínu æfagömul gleraugu með kolryðgaðri umgerð, og stautaðist í gegnum júní- mánaðarsíðuna án þess að verða nokkru nær. En á meðan á þessu stóð hafði oddvitinn leyst frá pokan- um. Oddvitinn dregur dýrgrip upp úr pokanum. Það er heljar mikil eikarmáluð stundaklukka, og á hana er festur gylltur skjöldur með nafni gamla mannsins og afmælisdegi. En fyrir neðan stendur letrað með afar skrautlegum stöfum: Frá sveitungum. Já, sagði oddvitinn og fann sig knúðan til að halda dálítinn ræðustúf. I sextíu ár hefir þú rekið búskap hérna í Heiðarkoti, Jónatan minn. Og þeir eru vafa- laust fáir í hreppnum, sem ekki hafa notið styrktar af almanna fé undir sömu kringumstæðum og oft í þinni búskapartíð. Þú hefir verið sómi þessarar sveitar og sannkölluð fyrirmynd í hvívetna: borgar alla þína skatta möglunarlaust, stendur full skil á eftirgjaldi 154
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.