Réttur


Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 24

Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 24
andi í öllum regnbogans litum í sterkri hádegissólinni — Odessa. Steingrub sagði ekki fleira. Hann stóð hreifingar- laus í iðandi hópi farþeganna, sem virtust ætla að keppa um hverjir yrðu fyrstir í land — maður um fertugt, beinn í herðum, berhöfðaður með svört gler- augu, sem gáfu honum strangari svip. Hann var graf- kyrr að öðru leyti en því, að ljóst hár hans hreifðist lítið eitt í blænum, sem orsakaðist af ferð skipsins. Mér fannst ég allt í einu skilja til fulls það orð, sem hann hafði notað um ástand sitt: Endurfæðing. Ég sá ekki augu hans. Þau hljóta að hafa dvalið í sínum eigin heimi á þessu augnabliki. Ég vissi ekki, og spurði þess ekki heldur, hvort hann ætlaði sér að rekja slóð liðinna daga, hvort hann ætlaði að leita að slitn- um þráðum hinna dýrmætu minninga sinna. En með innri augum mínum sá ég hann ganga um bein stræti og breið torg hinnar endurreistu borgar, klífa upp breið steinþrepin, sem lágu upp frá höfninni, þekkja aftur gömlu húsin með barnslegum, hugsandi svip, og dást að nýju hverfunum. Ég sá hann ganga fyrir hoirnið á götu þeirri, sem einu sinni hét Suvorov- stræti, en hafði fyrir löngu skift um nafn, og nema staðar við gamalt borgaralegt hús frá nítjándu öld, með bogadreginni framhlið, svölum og útskorinni grískri hafmey yfir útidyrunum. Ég sá húsráðandann stara á eftir honum með tortryggni í augnaráðinu, um leið og ókunni maðurinn gekk hljóðlega og öruggt inn um hliðið og hvarf á bak við grindurnar, í leit að garð- inum, þar sem blómreitirnir höfðu verið. („New Writing", 3. bindi. — Á. Hj. þýddi). 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.