Réttur


Réttur - 01.07.1938, Síða 42

Réttur - 01.07.1938, Síða 42
deildar hins franska löggjafarþings, myndi eflaust styrkja franska ríkið meira en nokkuð annað, því að þá myndi stjórnin fá sterkan meirihluta bak við sig og þar með möguleika til að framkvæma hina nauð- synlegu viðreisn landsins og endurskipulagningu á ýmsum sviðum. Ef franska alþýðan ber gæfu til að leysa stjórnar- skrármálið á viðunanlegan hátt, er enginn vafi á því að verkalýðurinn verður brátt voldugasta stétt Frakk- lands, svo framarlega sem hann ber gæfu til að standa saman. Og þar með fær hann möguleika til að bæta kjör sín og auka menntun sína, sem stendur lágt, vegna þess að ríkið hefur gert tiltölulega lítið fyrir menntun alþýðunnar. Það er þó erfitt að segja það fyrir, hvort frönsku þjóðinni auðnast að leysa þetta mikla vandamál á frið- samlegan hátt. Öll framkoma yfirstéttarinnar virðist benda til hins gagnstæða, þar eð þessi fámenna stétt, sem hefir misst sinn félagslega grundvöll, hyggst að halda yfirráðum sínum með ofbeldi og hikar ekki við að fórna hagsmunum föðurlandsins til að halda völd- um sínum og sérréttindum. Svo lengi sem hin fámenna auðkýfingaklíka, sem nú ræður lögum og lofum í Frakklandi, heldur völdunum óskertum, er bæði menningar- og félagsþróun þjóðar- innar þröngur stakkur skorinn, því að þau öfl, sem ein geta lyft henni á hærra menningarstig og aukið styrk- leik hennar, eru að miklu leyti í fjötrum, sem franska alþýðan fyr eða síðar mun brjóta af sér. Ólafur Jóh. Sigurðssom Snauðir kóngar. i. Einsetumaðurinn, hvítur fyrir hærum, stendur í bæjardyrunum sínum og kíkir upp í loftið. Hann kipr- 150

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.