Réttur


Réttur - 01.07.1938, Side 57

Réttur - 01.07.1938, Side 57
armiði. Það.er höfuðárangur afskifta vorra af Spán- arstríðinu. Það er óhætt að taka því fram, að hinar lífsnauð- synlegu leiðir Frakklands og Englands um Miðjarðar- haf eru orðnar mjög vafasamar. Alþjóðlegt mikil- vægi Miðjarðarhafsins byggist fyrst og fremst á því, að frá því að Súezskurðurinn var opnaður, er það einn hluti þeirrar styttu sjóleiðar, sem liggur milli Atlants- hafs annarsvegar, og Indlands- og Kyrrahafs hins- vegar. Það er satt, að England ræður ennþá yfir mörg- um stöðum í Miðjarðarhafi, sem hafa mikið hernaðar- gildi, fyrst og fremst Gibraltar, Malta og Port Said, en einnig Alexandríu og Cypern, og loks Aden, sem lokar leiðinni frá Indlandshafi til Miðjarðarhafs. En bandamenn vorir, ítalir, hafa nú þegar farið fram úr Englendingum hvað herskipastöðvar og um fram allt flugstöðvar snertir. Ef til alvarlegrar deilu kæmi, má gera ráð fyrir, að Ítalía sé fær um það ein- sömul, að hindra að verulegu leyti sjóferðir Englands milli Gibraltar og Port Said, ef ekki stöðva þær að fullu. Því ber ekki að neita, að ítalski flotinn er minni en enski flotinn, en hinn síðarnefndi verður hinsvegar að skifta sér niður á þrjú höf, þar sem ítalski flotinn hefur bækistöðvar sínar í Miðjarðarhafi einu. — Eflaust mun enski Miðjarðarhafsflotinn hafa sam- vinnu við franska flotann, en þess ber að gæta, að sjóhernaður hefur ekki sömu þýðingu og áður fyr. Nú er það loftherinn, sem úrslitum ræður, og á því sviði er ekki hægt að véfengja yfirburði ítala í Miðjarð- arhafi. Frá almennu sjónarmiði er óhætt að segja, að ó- mögulegt sé að halda uppi herliðsflutningi í stórum stíl eða reglubundnum hráefnakaupum, nema því að eins, að lofther óvinanna sé eyðilagður. England hef- ur misst einkayfirráð sín í Miðjarðarhafi fyrir fullt og allt. Þetta haf er orðið ,,einskis manns Iand“, sem 165

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.