Réttur


Réttur - 01.07.1938, Side 55

Réttur - 01.07.1938, Side 55
hersins. Reynsla vor á Spáni gerði oss það kleyft að skipuleggja loftherinn, sem fram til ársins 1936 var að vissu leyti Akkilleserhæll landvarna vorra. Sér- fræðingar vorir færðu sér lærdóma spánska lofthern- aðarins í nyt til þess að endurbæta loftflotann. Til þess að kunna að fara með flugvélar af full- komnustu gerð, verða flugmennirnir að læra betur, en það er vandamál, sem erfitt er að leysa úr. Þessir erfiðleikar eru sameiginlegir öllum ríkju.a, og reynir hvert þeirra að leysa þá eftir því, sem atvik sianda til. Síðasta ár hefur sýnt oss að hugvitssemi, tækni og stórframleiðsla nútímans hafa tekið miklu stórstígari framförum en menntun og þjálfun hersins. Reynsla vor á Spáni hefur gefið oss miklu meiri möguleika en öðrum ríkjum til að minka þennan mismun, að minsta kosti að verulegu leyti. Hin hagnýta reynsla þeirra flugmanna, sem vér höfum sent til Spánar, hefur gert oss fært að bæta menntun flugmanna vorra á mjög skömmum tíma. Sú staðreynd, að vér eigum nú af- burðaflugmenn, gefur oss mikla yfirburði fram yfir framtíðaróvini vora, sem hafa yfir mikið minni reynslu að ráða. Hvað varnir gegn loftárásum snertir, höfum vér notað vorar eigin aðferðir á Spáni, og hefur reynsla Spánarstríðsins fært oss drjúga viðbótarþekkingu á þessum hlutum. Þá hefur þátttaka vor í styrjöldinni á Spáni fært oss mjög mikilsverða og heilladrjúga þekkingu á notkun brynvagna. í stríði. Vér vorum þar á villigötum. en gátum snúið við á rétta leið, áður en það var orðið of seint. Misgrip þau, sem vér gerðum í fyrstu, hafa orð- ið oss dýr, því að hinir léttu brynvagnar vorir gátu ekki einu sinni varizt vélbyssnaskothríð, hvað þá heldur meiru. Þetta hefir leitt oss inn á þá braut að nota hina þungu og velbrynjuðu brynvagna, sem hafa reynst mjög vel á Spáni undanfarið. Fótgönguliðið er ennþá talið einhver sterkasti þátt- 163

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.