Réttur


Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 29

Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 29
unarstefnuna, var Passionaría kosin meðlimur hinnar pólitísku nefndar flokksins. Síðan vann hún sleitu- laust við hlið José Diaz að uppbyggingu og eflingu ílokksins. Lögreglan gat þó ekki unnað þessari vinsælu konu nokkurs friðar. Hún var handtekin einu sinni enn. Eftir tíu mánaða fangelsisvist í Madrid var hún flutt til Bilbao, og stefnt þar fyrir rétt. Þúsundir verka- manna streymdu að til að vera viðstaddir hin ósvífnu réttarhöld gegn þessari hetjulegu forystukonu alþýð- unnar. Ákærandinn krafðist átján ára hegningarvist- ar fyrir Dolores og æfilangs fangelsis fyrir hina meðá- kærðu. Dolores gekk fram fyrir hina hörðu dómara í öllum þeim tignarleik öreigans, sem einkennir hana. Hún mótmælti kröftug'lega því, sem á hana var borið og spáði dómurunum því, að þeim myndi brátt verða stefnt fyrir dómstól fólksins. Dómararnir urðu að gef- ast.upp fyrir vammleysi og rökum þessarar óvenju- legu konu. Að lokum var ákæran gegn henni látin niður falla. En Dolores neitaði að yfirgefa salinn nema að félagar hennar fengju að fylgja með. Að lok- um varð lögreglan að skerast í leikinn og reka hana með ofbeldi út úr réttarsalnum. Árið 1933 sat- Dolores á 13. þingi framkvæmda- nefndar alþjóðasambandsins í Moskva. Þegar heim kom var hún handtekin enn á ný, en látin laus skömmu síðar. Um sama leyti kvisaðist það, að fas- isfar ætluðu að brjótast til valda og hefðu stjórn- lagarof í undirbúningi. Dolores var vakin og sofin í því að vara verkalýðinn við hinni yfirvofandi hættu, og hlífði sér hvergi. Lögreglan var á hælum hennar og tókst að setja hana í fangelsi. Dolores þreytist aldrei á því að halda fram nauð- syn þess að flokkur hennar reki öfluga starfsemi með- al kvenna. Hún skipulagði og blés lífi. í kvennahreif- inguna gegn stríði og fasisma. Hún nýtur aðdáunar allra kvenna, sem með henni starfa og þekkja hana, 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.