Réttur


Réttur - 01.07.1938, Side 10

Réttur - 01.07.1938, Side 10
ið þeim langt fram í öfgum og lygi. Við héldum að Þór- bergur væri farinn að yrkja. Hvílík fjarstæða. Hann er ekkert að gera annað en byrja á því að rekja endur- minningar sínar. Hann byrjar á þeim tíma, er hann var unglingur, þegar blóðið var heitt, þegar ástin var alráðandi í lífinu, ekki bara hans eigin lífi, heldur allra hinna funandi æskumanna, sem hann kynntist, manna, sem voru hver á sinn hátt þjáðir krossi ástar- innar. Ekki einungis sjálfum sér, heldur öllum þessum mönnum er Þórbergur að lýsa, þeirra lífi og hugsun, sem öll snýst um ástina, skáldskapinn, rómantíkina og svindlið á þessu skeiði æfinnar. Þar kemst engin alvara að, það eru æfintýrin, æsingin í blóðið, hugarflugið, sem er heimtað. Þessir menn lifa ekki í veruleik (æsku- menn gera það sjaldan og gerðu það sízt þá), heldur draumi og ímyndun og skáldskap. Þeir lifðu ekki í ást, heldur rómantík og kvölum út af ímyndaðri ást. Hin raunsanna, dagbókarlega lýsing á lífi þeirra, sénu með auga hins snjalla athuganda, gat ekkert orðið annað eða engu líkst frekar en skáldskap, öfgafullum og lygilegum. Og þessir raunsönnu, bráðlifandi menn stíga fram eins og persónur í skáldsögu, óhjúpaðir, dregnir skýrum, sterkum litum, því að höfundurinn hefir mál og stíl til hins ítrasta á valdi sínu. Ef til vill hafa kunningjar þeirra aðrir aldrei séð þá í neitt svip- uðu ljósi fyrr. Það hefir þurft skáldlega næmt auga til að sjá þá þannig. En þetta er upp úr dagbók, þeir voru svona, myndi Þórbergur grípa fram í. Honum var ekkert fjær en ætla sér að yrkja, eða iðka list á kostnað sannleikans. Honum hafði einmitt þótt svo miklu logið um mennina, hann hataði einmitt svo mik- ið allar skáldsögur, að til þess að kveða niður lygina og skáldskapinn, þá hugsaði hann sér að semja verk, þar sem samtíðarmönnum væri lýst eins og þeir eru, með kostum og göllum, eins sönnum og mögulegt væri. Ef íslenzkur aðall er lesinn niður í kjölinn, er líka auð- velt að sjá þessa viðleitni höfundarins, nákvæma út- 118

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.