Réttur


Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 40

Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 40
í sambandi við þessa löggjöf og nauðsynina á auknum útgjöldum til hersins, varð ríkið að afla sér meiri tekna. En þá byrjaði baráttan fyrir alvöru, því að stóreignamennirnir, sem hafa ótakmörkuð ráð yfir þjóðbankanum, Banque de France, gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð, til að hindra aðgerðir stjórnarinnar. Stórar upphæðir voru fluttar út úr landinu og peninga- mál landsins komust í mikið öngþveiti, og efri deildin setti sig á móti öllum lögum, sem gengu í þá átt að auka vald stjórnarinnar yfir fjármálunum, og sömu- leiðis hafa stóreignamennirnir gert allt til að hindra framkvæmd þeirra laga, sem stefna að því að bæta kjör verkalýðsins. Þessi barátta var hörðust í vor, þegar Leon Blum og ráðuneyti hans varð að leggja niður völdin, vegna þess að efri deildin feldi fjárlög stjórnarinnar, sem voru í fullu samræmi við vilja meiri hluta neðri málstofunnar og þjóðarinnar. Frakkland er land byltinganna. Hingað til hafa kröfur almennings þar um aukin stjórnarfarsleg og félagsleg réttindi strandað á mótstöðu fámennrar yf- irstéttar, þar til þjóðin hefur brotið hana á bak aftur með valdi, og hið nýja réttarástand, sem orðið hefur til upp úr byltingunum, hvílir því á grundvelli bylt- inganna. Það er þannig margsinnis viðurkennt, að vilji þjóðarinnar sé hinn einasti sanni réttargrund- völlur. Út frá þessu sjónarmiði er afstaða efri deildar mjög erfið, þar eð hún hefur tvímælalaust sett sig upp á móti vilji meirihlutans, án þess að hafa nokk- urn móralskan rétt til þess. Þetta gildir alveg sérstak- lega með tilliti til fjárlaganna, því það er álit allra sannra lýðræðissinna í Frakklandi, að neðri deild eigi að ráða mestöllu um þau. Þrátt fyrir það þótt yfirstéttin hafi sýnt það gjör- ræði gagnvart frönsku þjóðinni að hindra nauðsyn- legar endurbætur í ríkinu, og hafi þar með veikt að- stöðu landsins bæði inn á við og út á við, hefur þó verkalýðurinn gert allt til að komast hjá borgara- 148
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.