Réttur


Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 49

Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 49
Listakosning, endurtók oddvitinn. Ég er orðinn dálítið heyrnarsljór, sagði gamli mað- urinn afsakandi. Ég skil ekki almennilega hvað þú segir. Oddvitinn brýndi raustina og sagði að þessi lista- kosning væri í því fólgin, að nöfn frambjóðendanna hér í hreppnum væru prentuð í tveimur röðum á papp- írsblað, önnur röðin merkt með bókstafnum A, hin með bókstafnum B. Nú, það er eins og þegar maður kýs þá stóru, muldr- aði gamli maðurinn. Já, eins og við alþingiskosningar, leiðrétti oddvitinn. Helvítis gikkurinn hann Sigurjón í Partinum heimtaði allt þetta stand, í staðinn fyrir að kjósa eins og við erum vanir: láta hvern kalla upp þann sem hann kýs, því þá getur maður alltaf vitað hverjir eru með manni og hverjir móti. Hann dró stuttan pípuhólk upp úr vasanum, hand- lék reyktóbak og eldspýtur, kveikti, og púaði þykkum mekkjum út í loftið. Það er sem sé meiningin hjá honum, sagði hann (og átti við þennan margbölvaða Sigurjón í Partin- um), að bola mér úr hreppsnefndinni og komast sjálf- ur að. Þessi maður, sem afneitar öllum kristidómi og aldrei sækir kirkju, þykizt vera kjörinn til forustu hér í sveitinni, bæði sem andlegur og veraldlegur leiðtogi. Kannske hann hafi guðsorð um hönd í heimahús- um, ræxnið, sagði gamli maðurinn vorkunnlátur. Biddu fyrir þér, hrópaði oddvitinn og vissi ekki hvert hann átti að komast. Nei, þetta er hundheiðinn andskoti, og mesta ofstopamenni í þokkabót. Það yrði svei mér falleg útkoma eða hitt þó heldur, ef svoleiðis afhrak og landeyða tæki við stjórninni á fjármálum hreppsins.Þessi lánleysingi, sem spilaði rassinn úr bux- unum strax á fyrstu búskaparárum sínum og lét víxl- ana falla á ábyrgðarmennina, hvað eftir annað, og 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.