Réttur


Réttur - 01.07.1938, Síða 44

Réttur - 01.07.1938, Síða 44
lendið er hvorki betra né verra. Ráðning bernskuvon- anna hljóðar allt öðruvísi en áætlað var í upphafi. Því það er maðurinn, sem hefir breytzt, en heimurinn stendur ennþá óbreyttur. — Því fer fjarri að Jónatan gamli geri sér nokkra grein fyrir þessum hugsunum. O, sei sei nei. Hann er að vissu leyti búinn að gleyma sínu eigin lífi, nema fáeinum atburðum, sem gnæfa eins og sérstakir drangar upp úr þoku óminnisins. Hann stendur bara kyrr þarna á bæjarstéttinni, læt- ur heita þerrigoluna rjála við hárlokkana sína og skegghýjunginn, lítur fyrst upp í hlíðarnar, þar sem grænar grastór teygja sig milli klettanna, horfir síðan góða stund á Skjöldu gömlu, þar sem hún stend- ur á beit í keldubletti niðri í einni mýrarhvosinni. En vikugamall kálfur liggur sofandi skammt frá. Já, taut- aði hann og stakk báðum. höndum í buxnavasana. Hún sækist eftir nýsprottnu stargresinu núna í þurrk- inum. Hún verður að fá betri tíma að ári, greyið. Hann ætlaði víst að halda áfram að gera eitthvað, því ekki dugir að slæpast í blessuðu góðviðrinu, onei. Líklegt bezt að ganga til kinda, hugsaði hann. Golta og Botna eru báðar óbornar, og öruggara að sjá hvað þeim líður. Þær komust ekki svo vel undan vetrinum, greyin. En það er einhver hreyfing frammi á leitinu. Það stíga miklir jóreykir upp af götunum, og honum sýnist ekki betur en tvær manneskjur komi ríðandi. Hann hinkrar við á stéttinni, grínir frameftir með- an jóreykurinn færist nær, og getur ekki skilið þetta ferðalag. Hann er óvanur öllum gestkomum nema fyrst á vorin, þegar geldfé er rekið inn á heiðarnar, og á haustin, þegar göngur hefjast: Hvaða fólk skyldi þetta vera? Gæðingarnar staðnæmast í hlaðvarpanum, og það er þá hvorki meira né minna en sjálfur hreppsnefnd- aroddvitinn í sjötíu og fimm króna reiðstígvélum og konan hans í nýmóðins buxum. Hún reiðir hvítan 152

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.