Réttur


Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 43

Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 43
ar augnahvarmana og grettir sig dálítið, því það er heiður himinn í dag og glampandi sólskin. Hinar djúpu rúnir, sem hendi forlaganna hefir krotað á and- lit hans, verða enn ólæsilegri og dularfyllri, þær Hragast saman í stórar sprungur, unz hann hættir að góna upp í loftið og andvarpar léttilega. Hann segir ekki neitt, en þetta létta andvarp felur í sér veðurspá næsta sólarhrings og eitthvað, sem likist áhyggju- lausu brosi, breiðist yfir svipinn. Hann er vaxinn upp úr þessari hrjóstrugu jörð, og hér hefir hann alið allan sinn aldur. — Lífið líður svo undarlega fljótt: Sólin rís í austri og bjarmar á rúð- urnar, sígur lengra og lengra vestur á bóginn, hverf- ur bak við fjöllin, og tendrar rauðar glóðir yfir tind- um og hæðum. Tunglið kastar silfruðum bjarma á kuldalegt hjarn, en dagar og árstíðir renna framhjá eins og sjónhverfing. Og sumar og vetur, vor og haust hefir þessi litla afskekkta jörð verið líf hans og heim- ur, frá því hann stóð í þessum sömu dyrum þegar hann var lítill drengur. En meðan maður er ungur og hefir ennþá óslitna krafta og óbogið bak, þá elur maður ákveðnar vonir um myndarlegt hús, stórt og rennislétt tún, fríðan bú- pening, dugandi börn. Það er trú manns og vissa, að maður geti breytt heiminum í samræmi við þá björtu drauma, sem leynast í brjóstinu. Og þessi trú hljóm- ar eins og máttugur sigursöngur einhversstaðar langt inni í sálinni, svo að jafnvel hin minnstu handtök verða ótrúlega þýðingarmikil, eins og einstakur hlekkur í langri keðju. Því að úti við sjóndeildarhringinn eygir maður gullin takmörk, og það er engum vafa bundið, að fyrr eða síðar munu þau nást. En þetta er aðeins hin sorglega skammsýni æskunn- ar. Maðurinn er allt í einu orðinn ellimóður og kýttur í herðum, en jörðin er sú sama. Túnið hefir hvorki stækkað né minnkað, engjaræmurnar liggja alveg eins og áður: í smáum bugðum milli melanna, og kvist- 151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.