Morgunblaðið - 09.03.2007, Page 8

Morgunblaðið - 09.03.2007, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Við erum með öruggt framhaldslíf eftir kosningar, Jón minn, frumuskipting grænaliðsins er svo hröð að krílin þeytast bara á tvist og bast. VEÐUR Valgerður Sverrisdóttir utanrík-isráðherra hefur ítrekað varn- aðarorð sín um hvalveiðar.     Hún sagði í ræðu á ársfundi Út-flutningsráðs Íslands í fyrradag að „áður en ákvarðanir yrðu teknar um framhald hvalveiða, sérstaklega á stórhvelum, yrðu áhrif þeirra á ímynd Íslands og íslenzka viðskipta- hagsmuni skoðuð vandlega.“     Utanríkis-ráðherra bætti því við að náið samráð yrði haft við atvinnu- lífið um næstu skref í hvalveiði- málum.     Eftir þessaítrekun Valgerðar á afstöðu hennar til hvalveiða, sem hún hefur áður sett fram á svipaðan hátt er ljóst, að það er engin samstaða leng- ur á milli stjórnarflokkanna um þær hvalveiðar sem hófust sl. haust.     Einar K. Guðfinnsson sjávar-útvegsráðherra getur ekki vaðið áfram með hvalveiðar þegar hér er komið sögu.     Meginlínan í umræðunum fyrirþingkosningarnar í vor er um- hverfismálin. Vinstri grænir eru að verða næststærsti stjórnmálaflokk- urinn vegna umhverfismálanna.     Hvalveiðar eru umhverfismál.     Þeir sem styðja hvalveiðar Krist-jáns Loftssonar og sjávar- útvegsráðherra eru þeir sömu og sjá ekkert athugavert við að ganga of nærri náttúru landsins.     Er ekki kominn tími til að Sjálf-stæðisflokkurinn taki skýra af- stöðu gegn hvalveiðum? STAKSTEINAR Valgerður Sverrisdóttir Ítrekun Valgerðar SIGMUND                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! '- .- ./ .0 .1 .' +1 +.2 - . '2 ) % 3 4! 3 4! 3 4! )*4! 4! 4! 3 4! 4! 3 4! )*4!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   / ' 5 ( .. ( ( ( ( ( / 6 7    *%   6 3 4! 3 4! 3 4! 4! 4!    3 4! "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) ' . . - / +/ 1 - 8 1 8     ! 4! 4!     ! 6 3 4! 4! 3 4! 4! 9! : ;                           !   "# $  %  &' (      &' )  *    & +    ,     #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   9:    =          :! :    *  3     ;  ) <  *  6   =3  -+/ ;   -+0 =  !! $  % .-+.09   !  3!;=    ; 6  %    7 %  *       /     <  = * ;0+.1 9 6   =3;  !      $  %  .1+.( =  !    - 2  >= *4  *?    "3(4> ><4?"@A" B./A<4?"@A" ,4C0B*.A" 1.' 0'1 -1' -;8 -;/ -;/ 5.1 .... .1( 2'. .0'- .8'8 81/ .''( '.1. '11. .102 .(/. (-5 (.8 (-- 815 .5-5 .5.. .(0/ .(1( .5/0 1;/ .;8 .;. .;8 -;( -;/ -;' -;/ 1;/ .;8 .;- .;( -;1            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Agnar Freyr Helgason | 8. mars 15 ára? Það er skondið að mið- að sé við neyslu á hvern íbúa yfir 15 ára aldri – ætli sé bara al- mennt gert ráð fyrir því að 9. bekkingar séu að leggja sitt af mörk- um við að þamba þessar milljónir lítra? Varla. Ætli þetta sé ekki einn af þessum skemmtilegu stöðlum til að gera fylleríin á Íslandi samanburð- arhæf við nágrannalöndin. Ó sei ó sei. Meira: agnar.blog.is Ólína Þorvarðardóttir | 7. mars Hvers vegna? Ég er af og til spurð hvers vegna ég vilji búa „þarna fyrir vest- an“ [...] Spurningunni fylgir sami svipurinn og kemur á fólk þegar það talar um „fjár- streymið til landsbyggðar“ eins og nauðsynleg byggðaúrræði nefnast stundum [...]. En sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem dunið hafa yfir þetta landssvæði, þá er gott að búa hér. Meira: olinathorv.blog.is Ragnar Bjarnason | 8. mars Hvað er að gerast? Ef það er eitthvað að marka þessa könnun [...] þá er þetta al- gjört áfall fyrir Sam- fylkinguna. [...] Sam- kvæmt þessari könnun er um að ræða tæplega 13% fylgistap frá síðustu kosningum og það hjá flokki sem ætti að vera leiðandi afl í stjórnarandstöðu, langvinnri stjórnarandstöðu þannig að staðan ætti að vera betri þó ekki væri nema út á það. Meira: raggibjarna.blog.is Páll Vilhjálmsson | 8. mars Okrað í skjóli einok- unar og samráðs Íslensku sjónvarps- stöðvarnar komast upp með að okra á sjón- varpsáhorfendum í skjóli einokunar og samráðs sín á milli. Fyrirkomulagið er þannig að sjón- varpsstöðvarnar tryggja sér einka- rétt á sjónvarpsefni, til dæmis íþróttaviðburðum, og selja til áhorf- enda á óguðlega háu verði. Ef allt væri með felldu, og eðlileg samkeppni væri á þessum markaði, ættu íslenskir sjónvarpsáhorfendur að geta valið hvort þeir keyptu enska boltann í áskrift af íslenskri sjónvarpsstöð eða erlendri. Tækni- lega er því ekkert til fyrirstöðu og reyndar er það svo að ýmsar erlend- ar sjónvarpsstöðvar sem seldar eru í áskrift hér bjóða sama efni og þær íslensku. Íslensku sjónvarpsstöðvarnar stunda samráð sín á milli sem felst í því að ef ein stöðin hefur keypt einkarétt á íþróttaviðburði þá lokar önnur stöð á erlendar sjónvarpsrásir sem áskrifendur hafa borgað fyrir ef svo stendur á að erlenda rásin send- ir út sama efni. Þessir viðskiptahættir stríða gegn heilbrigðri samkeppni og eru í mót- sögn við grunnreglur Evrópska efnahagssvæðisins sem við erum að- ilar að. Það má furðu sæta að löggjafinn hafi ekki gripið inn í málið og skerpt á samkeppnislöggjöfinni til að koma í veg fyrir óheyrilega háa sjónvarps- reikninga íslenskra heimila. Meira: pallvil.blog.is BLOG.IS PARKET & GÓLF • ÁRMÚLA 23 SÍMI: 568 1888 • FAX: 568 1866 WWW.PARKETGOLF.IS PARKET@PARKETGOLF.IS ÁRATUGA ÞEKKING, ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF ClickBoard BYLTINGARKENNDAR VEGG- OG LOFTPLÖTUR Parket & Gólf býður einstaka lausn fyrir vegg- og loftplötur frá þýska framleiðandanum Parador HDF plöturnar frá Parador hafa nær engin sýnileg samskeyti og eru einstaklega auðveldar í uppsetningu. KOSTIRNIR ERU AUGLJÓSIR Hagkvæm og ódýr lausn • einföld uppsetning - 50% fljótlegra höggþolið • auðvelt að þrífa • lítil eða engin sparslvinna losnar við allt ryk • 50 kg. burðarþol á skrúfu stílhreint og nútímalegt útlit • 10 ára ábyrgð Komdu við í verslun okkar og kynntu þér þessa einstöku lausn - við tökum vel á móti þér ka ld al jó s 20 06 Hlynur Hallsson | 7. mars Framfarir í jafnréttismálum Það er ekki á hverjum degi sem maður getur hrósað ráðherrum rík- isstjórnarinnar og þeg- ar tilefni gefst er alveg sjálfsagt að gera það. Þetta lagafrumvarp nefndar um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem var kynnt í dag er stórt skref í rétta átt til jafn- réttis og margt úr því er tekið beint upp úr frumvörpum Vinstri grænna á síðustu þingum. Meira: hlynurh.blog.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.