Morgunblaðið - 09.03.2007, Page 19

Morgunblaðið - 09.03.2007, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 19 ÚR VERINU Vestmannaeyjar | Loðnuvertíð er um það bil að ljúka og tregt orðið á mið- unum. Stóru fiskvinnslufyrirtækin í Vestmannaeyjum, Ísfélagið og Vinnslustöðin, hafa náð megninu af kvótanum og áttu um miðja vikuna hvort um sig eftir um 2.000 tonn. Sameiginlegur kvóti þeirra er um 90.000 tonn af 300.000 tonnum sem leyft var að veiða að þessu sinni. Skip Ísfélags Vestmannaeyja eru langt komin með að veiða 60.000 tonn og skip Vinnslustöðvar hafa landað 28.000 tonnum. Verð á öllum afurðum hefur verið hátt, það er á lýsi, mjöli, heilfrystri loðnu og loðnuhrognum. Ægir Páll Friðbertsson, fram- kvæmdastjóri Ísfélags Vestmanna- eyja, sagði vertíðina hafa gengið vel og að enn væru skip á veiðum. „Loðna hefur verið fryst í Eyjum, um borð í Þorsteini ÞH, Guðmundi VE og á Þórshöfn. Við erum langt komnir með að veiða 60.000 tonn af 62.000 tonna kvóta og af þessum 60.000 fóru 25% í frystingu og hitt í bræðslu. Loðnan var heilfryst á Rússland og Japan og síðan fram- leiddum við loðnuhrogn.“ Hátt verð á afurðum Ægir Páll sagði verð á afurðum hafa verið hátt í erlendum gjald- miðlum bæði á Japansmarkað og Rússlandsmarkað auk þess sem verð á mjöli og lýsi væri gott. „Við berum okkur vel eftir vertíð- ina þrátt fyrir að gengið sé sterkt. Almennt er vertíðin góð en við erum að fá kvótanum seint úthlutað þann- ig að það hefur verið erfitt að skipu- leggja undanfarnar vertíðir. Kvót- inn lá ekki fyrir fyrr en í lok janúar og fyrir þann tíma vissu menn ekki hversu miklu eða hvort einhverju yrði yfirleitt úthlutað,“ sagði Ægir Páll. Vertíðin gengið vonum framar Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar, var sömuleiðis ánægður með vertíðina sem hann sagði hafa geng- ið vonum framar. „Við erum nánast búnir að ná kvótanum, eigum eftir um 2.000 tonn af 30.000 og enn eru tvö skip á miðunum. Af þessum 28.000 tonnum erum við búnir að frysta rúmlega 5.000 tonn af bæði loðnu og hrognum.“ Sigurgeir sagði að prýðilega hefði gengið að selja afurðir og verð á mjöli og lýsi hefur verið hátt. „Verð á loðnuhrognum er í hámarki miðað við undangengnar vertíðir, Japans- loðna er á prýðilegu verði líka og Rússlandsmarkaður ágætur. Þessi vertíð er ekki stór í magni talið, mið- að við fyrri vertíðir. Hins vegar er það nýtt að afurðir í bræðslu, hrogn og frystingu eru allar á háu verði á sama tíma. Fyrstu 540 tonnin af hrognum um borð Guðmundur VE var á miðunum á Breiðafirði, nánar tiltekið norður af Rifi, á miðvikudagsmorgun. „Það er mjög lítið að sjá og virðast vera lok- in í þessu,“ sagði Sturla Einarsson skipstjóri. „Það eru fjögur eða fimm skip hérna og önnur út af Reykja- nesi. Þetta er að syngjast upp en það rættist mjög vel úr þessu seinni hlutann af vertíðinni. Það hefur náðst að gera góð verðmæti úr hrá- efninu og ég reikna með að menn séu almennt sáttir. Ég geri ráð fyrir að þetta sé síðasti dagurinn hjá okk- ur á vertíðinni,“ sagði Sturla um há- degisbil á miðvikudag. Sigurbjörn Árnason, vinnslustjóri á Hugin VE, er ánægðir með loðnu- vertíðina. Á tveimur mánuðum, frá 8. janúar til 6. mars, er aflaverð- mætið um 250 milljónir á móti 118 milljónum á loðnuvertíðinni í fyrra. Þeir frystu tæp 2.100 tonn af Rússa- loðnu, 640 tonn af Japansloðnu og um 450 tonn af hrognum. Er Hug- inn eina vinnsluskipið sem vann loðnuhrogn. Við berum okkur vel Loðnuvertíð hefur gengið vel  Afurðir í bræðslu og fryst- ingu eru allar á háu verði og seljast jafnóðum úr landi Morgunblaðið/Sigurgeir Vinnslan Friðrik Ragnarsson gerir loðnuhrognin klár fyrir frystingu í Ís- félaginu. Mikið hefur verið fryst af hrognum í Vestmannaeyjum í vetur. Veiðarnar Strákarnir á Hugin voru í óðaönn að þrífa eftir loðnuvertíðina í gær og voru ánægðir með árangurinn. En stoppið verður stutt því á sunnu- daginn halda þeir til kolmunnaveiða. F.v. Ágúst Gísli Helgason, Kolbeinn Agnarsson, Sigurbjörn Árnason, John Berry og Grímur Gíslason. Í brúnni Feðgarnir Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri á Hugin, og Guðlaugur Gísli um borð í aflaskipinu. Í HNOTSKURN »Loðna hefur verið fryst íEyjum, um borð í Þorsteini ÞH, Guðmundi VE og á Þórs- höfn. »Á tveimur mánuðum eraflaverðmætið um 250 milljónir á móti 118 milljónum á loðnuvertíðinni í fyrra. »Verð á loðnuhrognum er íhámarki miðað við und- angengnar vertíðir, Jap- ansloðna er á prýðilegu verði líka og Rússlandsmarkaður ágætur. Suðurlandsbraut 24 • 108 Reykjavík • Sími 569 0900 Fax 569 0909 • lifbank@lifbank.is • www.lifbank.is Ársfundur Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn fimmtudaginn 12. apríl nk. kl. 17.30. Fundurinn verður haldinn á Hótel Loftleiðum, Þingsal 1. Dagskrá: 1. Venjuleg störf ársfundar skv. 6. gr. samþykkta sjóðsins. 2. Tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum. Meðal annars kynnt tillaga um aldurstengingu réttinda í Stigadeild. 3. Önnur mál. Tillögur til breytinga á samþykktum Lífeyrissjóðs bankamanna liggja frammi á skrifstofu sjóðsins, Suðurlandsbraut 24, sími 569 0900. Einnig má nálgast tillögurnar á heimasíðu sjóðsins www.lifbank.is. Fyrir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar. Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna. Stjórn MS/Auðhumlu svf. boðar til aðalfundar félagsins, föstudaginn 16. mars 2007. Fundurinn hefst á hádegisverði kl 12:00 að Hótel Flúðum en að loknum málsverði hefst sjálfur aðalfundurinn að félagsheimilinu á Flúðum. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins. 2. Önnur mál. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum. Stjórnin Aðalfundur MS/Auðhumlu Föstudaginn 16. mars 2007

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.