Morgunblaðið - 09.03.2007, Page 21

Morgunblaðið - 09.03.2007, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 21 MENNING BANDARÍSKA utanríkiráðu- neytið hefur úr- skurðað að ka- sakski sjónvarpsmað- urinn Borat Sag- diyev, sköp- unarverk breska grínistans Sacha Baron Cohen, sé fórnarlamb mannréttindabrota. Bo- rat – eða öllu heldur kvikmyndin um hann – er ein þriggja kvikmynda sem nefndar eru í árlegri mannrétt- indaskýrslu ráðuneytisins sem dæmi um kvikmyndir sem stjórnvöld ann- arra ríkja bönnuðu eða takmörkuðu sýningar á að einhverju leyti á síð- asta ári. Hinar myndirnar eru Brokeback Mountain og Da Vinci- lykillinn. Í skýrslunni kemur fram að ka- söksk yfirvöld hafi róið að því öllum árum að takmarka aðgengi að mynd- inni um Borat, en í henni bregður Cohen upp háðskri mynd af Ka- sakstan og íbúum þess. Þá beittu ráðamenn í Kasakstan sér fyrir því að heimasíðu Borats yrði lokað, m.a. með því að banna notkun á vefléni landsins, eða endingunni .kz. Sam- kvæmt skýrslunni bera slíkar að- gerðir „vott um kúgun“. Óskarsverðlaunamyndin Broke- back Mountain var bönnuð á Ba- hamaeyjum vegna „öfgakenndrar samkynhneigðar“ og Da Vinci- lykillinn var bönnuð í Egyptalandi og á Samóaeyjum þar sem óttast var að hún ylli trúarlegum óróa. Brotið á Borat Skýrsla tekur á ritskoðun mynda Borat vopnaburð. En hún gefur samtíðinni nef á allan hugsanlega hátt.“ Heimsendaspár Sá á kvölina sem á völina, segir máltækið og er ljóst að gestir Hug- vísindaþings munu hafa úr vöndu að ráða þar sem athyglisverðar og spennandi málstofur fara samtímis fram. Þannig mun guðfræðingurinn og doktorsneminn Bjarni Randver Sigurvinsson taka fyrir endatíma- hugmyndir kristinna trúarhópa á Ís- landi á sama tíma og Bergljót fjallar um Stebba stælgæ. Að sögn Bjarna er á Íslandi að finna allmarga trúarhópa með nokk- Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is LEIKLIST, innflytjendur, húm- anistar, heimsslitakenningar og kvennabarátta á krossgötum. Þetta er aðeins brot af viðfangsefnum Hug- vísindaþings sem sett verður í dag í Háskóla Íslands og stendur fram á laugardag. Í boði verða tæplega 60 fyrirlestrar í 19 málstofum og er yf- irskriftin viðeigandi: „Þvers og kruss“. Til umfjöllunar verður enda allt milli himins og jarðar eins og Hugvísindaþings er vandi. Meðal fjölmargra fyrirlesara er Bergljót Kristjánsdóttir, dósent í bókmenntafræði. Mun Bergljót fjalla um teiknimyndasögu hins nýlátna myndlistarmanns Birgis Bragasonar, Stebba stælgæ, sem birtist í dag- blaðinu Tímanum á sjöunda áratug síðustu aldar. „Þetta er rammpólitísk myndasaga og ekki síst menningarpólitísk. Þar er verið að löðrunga í allar áttir og á al- veg dásamlegan hátt. Það undarlega er að það hefur ekki verið rætt um þessa stórmerkilegu sögu í fjörutíu ár,“ segir Bergljót en hún mun m.a. fjalla um satírísk einkenni sögunnar, leik hennar með fornan sagnaarf og sjálfsöguleg einkenni. „Myndasagan er ákaflega módern þegar hún kemur út, þ.e. hún er í miklum samhljómi við það sem er að gerast í Ameríku. Farið er um víðan völl en að ákveðnu marki er sagan á sömu slóðum og Gerpla Halldórs Laxness, þ.e. hún aftignar kappa for- tíðarinnar og deilir á stríðsrekstur og ur þúsund meðlimi sem aðhyllast kenningar um endalok núverandi heimsskipulags, svo sem í formi yf- irvofandi þrengingartímabils undir stjórn antikrists, burthrifningar, end- urkomu Jesú Krists og stofnunar þúsund ára ríkis. „Þetta er spurning um hvernig hóparnir útleggja texta biblíunnar, en það er mismunandi hvaða túlk- unarmódel eru lögð til grundvallar,“ útskýrir Bjarni sem í umfjöllun sinni mun m.a. ganga út frá ákveðnu flokk- unarkerfi trúarhópa. „Mjög stór hluti kristinna trúar- hópa hér á landi fyrir utan þjóðkirkj- una aðhyllist trúfræði sem myndi flokkast sem hvítasunnutrúfræði en svo er til önnur fjölskylda kristinna trúarhópa sem á rætur að rekja í að- ventismanum,“ útskýrir Bjarni og nefnir Hvítasunnukirkjuna, Krossinn og Veginn sem dæmi um trúarhópa af fyrrnefnda meiðinum. „Sem dæmi um aðventíska trúarhópa mætti hins vegar nefna Sjöundadags aðventista og Votta Jehóva en sumir þessara hópa hafa gengið nokkuð langt í að tímasetja ýmsa atburði í tengslum við endatímana. Hvítasunnufjölskyldan er undantekningalítið ekki með slíka útreikninga þó dæmi séu um slíkt. Það er full ástæða til að kanna þessar kenningar nánar, framsetn- ingu þeirra innan einstakra trúar- hópa í tengslum við sögulegan og fé- lagslegan bakgrunn þeirra,“ segir Bjarni að lokum. Heimsslit, leiklist og stælgæ Hugvísindaþing verður haldið í dag og á morgun í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Boðið er upp á mikinn fjölda fyrirlestra um allt milli himins og jarðar Aftignun Gunnar stekkur hæð sína í loft upp, enda ekki hár í loftinu. Er- indi um Stebba stælgæ er eitt af fjölmörgum á Hugvísindaþingi 2007. Þingið hefst kl. 13 föstudaginn 9. mars. Þingað verður til klukkan 16.30. Laugardaginn 10. mars hefst þinghald klukkan 12 og stendur til 16.30. Að þingi loknu verður boðið upp á léttar veit- ingar. Dagskrá þingsins má nálg- ast á slóðinni www.hugvis.hi.is. Í HNOTSKURN »Hugvísindaþing var fyrsthaldið 1996. » Eins og undanfarin ár eruþað Hugvísindastofnun, guð- fræðideild Háskóla Íslands og ReykjavíkurAkademían sem standa saman að þinginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.