Morgunblaðið - 09.03.2007, Side 48

Morgunblaðið - 09.03.2007, Side 48
48 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞAÐ AÐ EIGA KÆRUSTU HEFUR OPNAÐ HUGA MINN FYRIR SVO MÖRGU NÝJU ÉG ER BÚINN AÐ LÆRA SVO MIKIÐ UM KONUR ÞYKIR ÞAÐ LEITT MÉR LÍKA! HANN ER FRÁBÆR... ALVEG FRÁBÆR! SÁSTU HVERNIG HANN LÉT HANN FLJÚGA SÍÐASTA SUMAR? MAÐUR HEFUR EKKI SÉÐ NEITT FYRR EN MAÐUR HEFUR SÉÐ HANN NEGLA HONUM Í SKEYTIN! ÞEGAR MAÐUR GETUR HLUTINA EKKI SJÁLFUR ER ALLTAF GOTT AÐ TALA UM FÓLK SEM GETUR ÞÁ KALVIN, HVAÐ ERTU AÐ GERA? ÉG ER BARA Á KLÓSETTINU! ER ALLT Í LAGI HJÁ ÞÉR? ÞAÐ ER ALLT Í LAGI! EKKI KOMA HINGAÐ INN! MAMMA, HEILSAÐU AÐEINS UPP Á HANN HRÓLF... HANN ER BÚINN AÐ VERA AÐ UNDIRBÚA HEIMSÓKNINA ÞÍNA Í MARGAR VIKUR !! ÉG HEF HEYRT AÐ ÞIÐ JACK RUSSEL HUNDAR SÉUÐ MJÖG FLJÓTIR... EN ERUÐ ÞIÐ JAFN FLJÓTIR OG BÍLAR? SJÁÐU! ÞARNA ER RÚTA! DRÍFÐU ÞIG AÐ NÁ HENNI! HVAR ER EIGINLEGA KÁTUR? MIÐAÐ VIÐ ÁÆTLUNINA ÆTTI HANN AÐ VERA Á BORGARNESI RÚTU-ÁÆTLUN VEISTU HVAÐ RAJIV SAGÐI MÉR UM FRÆNKU SÍNA? LALLI, ÆTLUÐUM VIÐ EKKI AÐ HÆTTA AÐ SLÚÐRA? VIÐ ERUM BÚIN AÐ STANDA OKKUR SVO VEL... ÉG VIL EKKI AÐ VIÐ BYRJUM Á ÞESSU AFTUR ERUM VIÐ AÐ SLÚÐRA EF ÞETTA ER MANNESKJA SEM VIÐ ÞEKKJUM EKKI? HMM... ÞAÐ ER GÓÐ SPURNING HVAÐ UM ÞAÐ... BYSSU- MAÐURINN HEFUR LAGT Á FLÓTTA Í STOLNUM BÍL... HLJÓMAR EINS OG LÖGREGLUNNI VEITI EKKI AF HJÁLP HANN ER Á FLÓTTA SUÐUR MEÐ LÖGREGLUNA Á HÆLUNUM, STEFNANDI VEGFARENDUM Í HÆTTU ÉG GET EKKI SETIÐ HÉRNA AÐGERÐA- LAUS! NÚ ER KOMIÐ AÐ KÓNGULÓARMANNINUMLEIKARINN Peter O’Toole fer með hlutverk leikarans Murice sem kom- inn er af léttasta skeiði. Hann er far- inn að hræðast dauðann og fellst því á að ung frænka vinar hans flytji inn til sín til að hafa auga með honum. Sú heitir Jessie og reynist allt öðru- vísi en Maurice hafði gert sér í hug- arlund, drykkfelld og kjaftfor. Það kemur honum því ekki síst á óvart þegar hann finnur kvikna hjá sér til- finningar til þessarar óhefluðu stúlku sem er fimmtíu árum yngri en hann sjálfur. O’Toole var tilnefndur til Ósk- arsverðlauna á dögunum fyrir hlut- verk sitt í myndinni. Venus er frumsýnd í dag í Regn- boganum á vegum Græna ljóssins. Frumsýning | Venus Venus Vegir ástarinnar eru órannsakanlegir. Einkar óvenjuleg ástarsaga Erlendir dómar: Metacritic: 82/100 The New York Times: 80/100 Empire: 80/100 Variety: 70/100 Allt skv. metacritic.com Breiður hópur sýnenda tek-ur þátt í þessari stórsýn-ingu og sýnir nýjustuframfarir í rafrænum samskiptum og þjónustu,“ segir Margit Elva Einarsdóttir fram- kvæmdastjóri sýningarinnar Tækni og vit 2007 sem haldin er í Fífunni, Smára til 11. mars. Rösklega 100 fyrirtæki og stofn- anir af öllum stærðum og gerðum taka þátt í sýningunni: „Fyrstu tveir dagar sýningarinnar eru opnir fagaðilum, en um helgina er sýn- ingin opin almenningi og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Margit. „Af mörgu er að taka, og má til dæmis nefna kynningu á Playstation 3 leikjatölv- unni sem kemur á markað hér á landi um miðjan mánuðinn. Kvik- myndafyrirtækið Caoz sem gerði tölvuteiknuðu verðlaunamyndina Anna og skapsveiflurnar verður með bíó.“ Kappakstur og leikir „Apple á Íslandi kynnir nýjustu tölvur og hugbúnað, og Microsoft kynnir einnig fjölda nýjunga. Þá verður Formúla 1 með bás þar sem gestir geta prófað kappakst- urshermi sem atvinnuökuþórar nota til að æfa sig fyrir keppni,“ segir Margit, „Einnig má nefna sýningu Orkuveitu Reykjavíkur á gróður- húsaáhrifum en í sýningarbás OR hefur verið reist sérstakt gróðurhús sem sýnir þessi áhrif á spennandi hátt. Þetta eru aðeins örfá dæmi um það sem sýnendur hafa fram að færa. Fjölbreytnin er mikil og seint hægt að telja upp allt sem er í boði.“ Sýnendur verða með margskonar viðburði um helgina, veitt verður viðurkenning fyrir athyglisverðasta básinn og bein útsending verður frá sýningunni á Rás 2 á laugardag frá 1 til 4. Meðal annarra viðburða sem haldnir verða í tengslum við sýn- inguna má nefna ráðstefnu Samtaka iðnaðarins um samskipti frumkvöðla og fjárfesta, sem haldin verður í Salnum, Kópavogi 9. mars, og af- hendingu Vaxtarsprotans í Gerð- arsafni en Vaxtarsprotinn er við- urkenning til þess sprotafyrirtækis sem náð hefur bestum árangri und- anfarin ár. Sýningin Tækni og vit 2007 er haldin í tengslum við Upplýsinga- tæknidaginn, UT-daginn, sem for- sætisráðuneytið og fjármálaráðu- neytið standa að. Auk þessara ráðuneyta eru samstarfsaðilar á sýningunni iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið, Samtök iðnaðar- ins, Háskólinn í Reykjavík, Orku- veita Reykjavíkur og TM Software. Á UT-deginum var opnuð þjón- ustugáttin www.island.is sem er samstarfsverkefni ráðuneyta og sveitarfélaga og á að gera alla helstu þjónustu og upplýsingar að- gengilegar almenningi á einfaldan hátt gegnum netið. Nánar má fræðast um dagskrá og sýnendur Tækni og vit 2007 á slóð- inni www.taekniogvit.is Sýning | Rösklega 100 sýnendur á Tækni og vit 2007 sem stendur til 11. mars í Fífunni Nýjasta tækni og rafræn þjónusta  Margit Elva Einarsdóttir fæddist í Reykja- vík 1963. Hún lauk stúdents- prófi frá MH 1983 og BS í fjöl- miðlafræði frá Ohio University 1990. Margit hef- ur starfað við markaðs-, auglýs- inga- og kynningarmál frá 1990. Frá 2005 hefur Margit verið for- stöðumaður viðburða hjá AP- almannatengslum ehf. Margit er gift Guðmundi Emil Jónssyni mat- reiðslumeistara og eiga þau tvo syni. Guðmundur á þrjú börn frá fyrra hjónabandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.