Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 304. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is VISTVÆN FÖT „ÚTI Á LANDI“-PAKK OPNAR BÚÐINA BORGARPAKK Á FRAKKASTÍG >> 18 FRÉTTASKÝRING Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is FYRSTA aflvél Kárahnjúkavirkjunar af sex var gangsett með vatni úr Hálslóni á mánudag. Landsvirkjun gerði í upphafi ráð fyrir að álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði fengi rafmagn af fyrstu vél 1. apríl sl., næsta vél yrði gangsett 1. júní og svo koll af kolli og skeikar því upphaf raforkufram- leiðslu virkjunarinnar sjö mánuðum. Álver- ið hefur fengið 100MW af landsnetinu frá því í apríl. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var í samningum Landsvirkj- unar og Alcoa Fjarðaáls gert ráð fyrir að full raforkuafhending af fimm vélum næðist 1. október en það tekst í lok þessa mánaðar ef að líkum lætur, tveimur mánuðum síðar en ætlað var. Sjötta vél virkjunarinnar verður varaaflsvél og keyrð með vatni í jan- úar á næsta ári. Rúmlega fimm ár eru síðan undirbún- ingur að Kárahnjúkavirkjun hófst og fram- kvæmdir hafa nú staðið í fjögur og hálft ár. Forsvarsmenn Landsvirkjunar hafa við- urkennt að sá tími sem gefinn var til fram- kvæmdarinnar hafi verið of knappur. Guð- mundur Pétursson, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar með Kárahnjúkavirkjun, sagði á mánudag að framkvæmdum hefði seinkað um 6-7 mánuði í jarðgangagerð og tekist hefði að vinna þá töf upp að talsverðu leyti með breytingu á verkþáttum. Þá hefðu viðbótartafir orðið í frágangi á aðrennsl- isgöngunum vegna feikilegs vatnsflaums. „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur, verklega og fjárhagslega, til að halda áætlun og það hefur nánast tekist. Við vitum þó núna að of stuttur tími var áætlaður í þetta stóra verk, með þessari miklu óvissu í jarðgangagerðinni,“ sagði Guðmundur. Ljóst er að tímaramminn helgaðist af áætlunum Alcoa um byggingu álversins og að Landsvirkjun og hönnuðir töldu að tak- ast myndi að byggja virkjunina á fjórum ár- um. Þar vegur ekki síst þungt að fram- kvæma átti eins og kostur væri yfir vetrartímann, sem er heldur óvenjulegt, og áætlað að hægt yrði að gangsetja bæði virkjunina og álverið í full afköst á lengri tíma en nú er ráðgert. Tímarammi fram- kvæmda af þessu tagi erlendis hefur auk þess þrengst til muna síðari ár, m.a. vegna fjármögnunarkostnaðar. Þarfir Al- coa réðu verktíma Framkvæmdatíminn áætlaður of knappt Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Knappt Bygging Kárahnjúkavirkjunar hefur verið kapphlaup við tímann. „AUÐVITAÐ urðum við hrædd en allir voru þó stilltir um borð,“ segir Jóna Kristín Sigurðar- dóttir, farþegi í Fokker-flugvél Flugfélags Íslands, sem nauð- lenti vegna hreyfilbilunar á Eg- ilsstaðaflugvelli í gærkvöld eftir rúman hálftíma á lofti. „Flug- stjórinn sagði að olíuþrýsting- urinn hefði fallið, búið væri að drepa á öðrum hreyflinum og skoða ætti hvort snúið yrði við. Við vorum beðin um að búa okk- ur undir nauðlendingu á landi. Þetta hljómaði eins og við vær- um að fara að nauðlenda uppi á öræfum.“ Skömmu síðar var þó tilkynnt að vélinni yrði snúið aft- ur til Egils- staða og lent þar. „Okkur brá öllum mikið. Maður veit að Fokk- er flýgur á einum hreyfli en spurningin var hvort eitt- hvað myndi koma fyrir hinn hreyfilinn. Flugstjórinn út- skýrði fyrir okkur eftir lendingu, sem var mjúk og fín, að engin hætta hefði verið á ferðum. Þetta fór sem betur fer vel og er ný lífsreynsla.“ | 2 Viðbúin því versta Jóna Kristín Sigurðardóttir Leikhúsin í landinu Ógleymanleg kvöldstund >> 37 X E IN N IX 0 7 11 0 02 La´ttu þig Innrettingar Dalvegi 10-14 • 200 Kópavogur Sími 577 1170 • Fax 533 1127 • www.innx.is dreyma VERKAMENN unnu hörðum höndum í bleytunni þegar ljósmynd- ara Morgunblaðsins bar að garði við Egilshöll í Grafarvogi í gær- dag. Þar voru menn að reisa girðingu við nýjan gervigrasvöll sem liggur norðan við höllina. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands verður áfram blautt í dag á höfuðborgarsvæðinu en kólnar í kvöld. Búist er við stormi á Suð- austurlandi í kvöld, slyddu og snjókomu um sunnan- og austanvert landið en annars úrkomulitlu. Girðing reist kringum gervigras Morgunblaðið/Golli Byggja í blautu veðri við Egilshöll Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG á erfitt með að sjá að þessi breyting standist lög,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, um tilkynninguna sem Kaupþing banki sendi Félagi fasteignasala (FF) í gær en þar er upplýst að frá og með 1. desember nk. verði yfir- taka áhvílandi íbúðalána bankans við eignaskipti aðeins heimiluð þannig að vextir breytist í sömu vexti og gilda á hverjum tíma á nýjum íbúða- lánum. „Ákvörðun bankans um að hafna öllum skuldaraskiptum nema til komi vaxtahækkun á lánum, verður að eiga sér stoð í ákvæðum hins staðlaða samnings sem lántakendur á íbúðum undirrita og þinglýst er. Í þeim samningum sem ég hef séð er ekkert slíkt ákvæði að finna. Svona samninga verður að skýra með hlið- sjón af 36. gr. samningalaga,“ segir Tryggvi. Bendir hann á að ekki sé óhugsandi að í stöðluðum samning- um Kaupþings finnist slík heimild, en það þurfi eðlilega að skoða. „Sé slík heimild ekki fyrir hendi er erfitt að sjá á hvaða grundvelli svona ákvörðun er reist,“ segir Tryggvi og tekur fram að Neytendastofa muni að sjálfsögðu, í ljósi þessara frétta, kalla eftir skýringum frá Kaupþingi og lögfræðilegum rökstuðningi fyrir þessari ákvörðun. Kaupþing reið ekki á vaðið „Ég mun kalla eftir því hvort þessi ákvörðun Kaupþings standist ákvæði samningalaga,“ segir Björg- vin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og tekur fram að hann muni fela Neytendastofu að skoða málið ofan í kjölinn. Bendir Björgvin á að komi það ekki fram í samningum bankans við viðskiptavini að við skuldara- skipti sé mögulegt að vextir hækki sé óvíst að tilkynnt ákvörðun bank- ans standist samningalög. „Mér finnst þetta slæmar fréttir, því þetta mun auðvitað hafa í för með sér að sá sem er með lán frá Kaup- þingi sem kaupandi vill ekki taka yfir með hærri vöxtum verður að taka uppgreiðslu lánsins á sig,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, og bendir á að uppgreiðslugjald sé nú 2%. „Hins vegar er þetta ekkert nýtt. Kaupþing er ekki að ríða á vaðið, því t.d. bæði Frjálsi fjárfestingarbank- inn og sparisjóðirnir, hafa síðan vextir fóru að hækka aftur á síðustu misserum ekki leyft nýjum skuldur- um að halda gömlu vaxtakjörunum við eignaskipti heldur hækkað vexti á eldri lánum,“ segir Ingibjörg og tekur fram að sennilega veki þetta hins vegar fyrst athygli núna þar sem Kaupþing sé einn af stóru bönk- unum á húsnæðislánamarkaði. Telja óvíst að ákvörðunin standist lög Slæm tíðindi, segir formaður FF Í HNOTSKURN »Ársvextir af 1 milljón með4,15% vöxtum er 41.500 krónur á meðan ársvextir af 1 milljón með 6,4% vöxtum er 64.000 kr. án þess að tillit sé tek- ið til vísitöluhækkana milli mán- aða. »Kaupþing hóf að veita ein-staklingum íbúðalán með 4,4% vöxtum sumarið 2004, en þeir urðu lægstir 4,15%. » Í dag lánar Kaupþing íbúða-lán með 6,4% vöxtum til handa viðskiptavinum sínum, en 7,15% til annarra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.