Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðmundur Sig-urður Ibsen fæddist á Suðureyri 9. ágúst 1926. Hann lést á líknardeild Landspítalans að morgni 31. október síðastliðins. For- eldrar hans voru hjónin Ibsen Guð- mundsson formaður á Suðureyri, f. 14. apríl 1892, d. 26. október 1957, og Lovísa Rannveig Kristjánsdóttir hús- freyja, f. 28. apríl 1893, d. 13. októ- ber 1974. Systkin Guðmundar eru: Þorgeir Ibsen, f. 26. apríl 1917, d. 8. febrúar 1999, Kristján Ibsen, f. 24. apríl 1920, d. 2. nóvember 1963, Lovísa Ibsen, f. 12. nóvember 1921, Arína Ibsen, f. 11. september 1923, d. 14. október 1994, Halldór Ibsen, f. 25. febrúar 1925, Helgi Ibsen, f. 8. september 1928, d. 28. ágúst 2004, og Guðfinnur Ibsen, f. 13. sept- ember 1930, d. 21. október 1991. Eiginkona Guðmundar var Sess- elja J. Guðnadóttir, f. 21. nóvember 1929, d. 2. ágúst 2000. Þau gengu í hjónaband hinn 8. maí árið 1951. Þá höfðu þau hafið búskap í Reykjavík, og bjuggu þar síðan. Börn þeirra: 1) Kristín, f. 8. september 1951, maki Kristján Sigurgeirsson, f. 8. janúar 1950. Synir þeirra eru Sigurgeir, f. 2. júní 1974, og Guðmundur, f. 10. febrúar 1980. 2) Dröfn, f. 11. febr- úar 1953, maki Sigurður M. Magnússon, f. 12. nóvember 1953. Börn þeirra eru Sesselja, f. 7. maí 1980, og Magnús, f. 28. september 1984. 3) Dóttir, f. 17. febrúar 1956, d. 22. febrúar 1956, óskírð. 4) Þórir Ibsen, f. 16. október 1959, maki lýðs- og sjómannafélagsins Súganda á Suðureyri 1942 til 1943. Hann var kjörinn í stjórn Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Öldunnar árið 1967, var ritari félagsins 1973 til 1975, og formaður þess 1975 til 1977. Hann var 1. varaforseti í stjórn Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands árin 1973 til 1975. Hann var í ritnefnd Sjómannablaðs- ins Víkings 1973 til 1977 og formað- ur ritnefndar blaðsins frá 1975 til 1977. Guðmundur var í fulltrúaráði Sjómannadagsráðs Reykjavíkur og Hafnarfjarðar frá 1977 til 2006. Hann var kjörinn í stjórn Sjómanna- dagsráðs árið 1988, fyrst ritari og síðar varaformaður árið 1993 og gegndi hann því embætti til 2006. Jafnframt var hann stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum Hlíf fyrir hönd Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar stóran hluta þess tíma sem sjóðurinn starfaði. Guðmundur hlaut ýmsar viður- kenningar. Við burtfararpróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík hlaut hann verðlaun úr Verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórssonar skólastjóra. Hann var kjörinn heið- ursfélagið Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Öldunnar á hundr- að ára afmæli félagsins, 7. október 1993. Hann hlaut heiðursmerki Sjó- mannadagsins í Reykjavík 1. júní 1997. Guðmundur var jafnframt virkur meðlimur Oddfellowreglunnar. Hann sótti fundi fram undir það síð- asta og gegndi öllum æðstu emb- ættum stúku sinnar Þorkels Mána á fjörutíu ára ferli sínum í Oddfellow- reglunni. Útför Guðmundar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Dominique Ambroise Ibsen, f. 4. júlí 1951. Sonur þeirra er Árni Ambroise Ibsen, f. 7. mars 1987. Guðmundur ólst upp á Suðureyri við Súgandafjörð þar sem hann sótti sjóinn ung- ur að árum með föður sínum og bræðrum. Þótt hugur hans stæði til meira náms að loknu barnaskóla- prófi, átti hann fárra annarra kosta völ en gera sjómennsku að atvinnu 13 ára gamall. Hann stundaði sjómennsku á fiskibátum og togurum frá 1939 til 1969. Með eigin áræði hóf hann nám í Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1947 og lauk þaðan hinu meira fiskimannaprófi árið 1949 með hæsta vitnisburði. Að Stýrimanna- skólanum loknum var hann stýri- maður og skipstjóri á ýmsum skip- um frá 1949 til 1969 og var jafnframt útgerðarmaður frá 1964 til 1969. Guðmundur var farsæll skipstjóri og útgerðarmaður, og voru skip hans jafnan með aflahæstu skipum landsins. Árið 1969 hætti hann sjómennsku og hóf störf sem deildarstjóri veiðarfæradeildar í sjávarafurðadeild SÍS og síðar Ís- lenskum sjávarafurðum, þar sem hann starfaði þar til hann lauk störf- um vegna aldurs árið 1996. Þá tók hann að sér tímabundið starf for- stjóra Hrafnistuheimilanna. Guðmundur var mjög virkur í fé- lagsstarfi. Þótt hann hætti á sjó bar hann ávallt hagsmuni sjómanna- stéttarinnar fyrir brjósti og var kall- aður til margra trúnaðarstarfa fyrir stéttina. Hann var í stjórn Verka- Ástkæri tengdafaðir, faðir og afi, Eitt sinn fyrir tveimur árum sátum við í rólegheitunum eftir góðan kvöld- verð og spjölluðum saman um lífið og tilveruna. Þá sagðir þú við okkur að þú hefðir notið þeirrar gæfu að hafa gert flest það í lífinu sem þig hefði langað til. Kæmi tími þinn nú myndir þú sætta þig við kallið. Á þeirri stundu dáðumst við að hugrekki þínu og þeirri friðsæld sem fylgdi orðum þínum, en við óskuðum þess heitt að sú stund rynni ekki upp fyrr en um síðir. Nærvera þín var ávallt þægileg og auðgaði líf okkar. Sú ást, virðing og þolinmæði sem þú sýndir hverju okk- ar, sem og innsýn þín og afdráttar- laus heiðarleiki, voru okkur ávallt hvatning. Návist þín gaf okkur þroska og göfgaði líf okkar. Þú bjóst einn sl. 7 ár en hélst áfram að vera fyrirmynd styrks, sjálfstæðis og manngæsku. Þó að þú saknaðir sárt eiginkonu þinnar heitinnar, tengdamóður, móður og ömmu okk- ar, léstu þá sorg aldrei spilla stundum þínum með okkur og þú hélst áfram að lifa lífinu lifandi. Söknuðurinn er sár, en við munum reyna að fylgja fordæmi þínu. Þín Dominique, Þórir og Árni. Elsku pabbi minn. Það er með sorg í hjarta og miklum söknuði að við kveðjum þig, kæran föður, tengdaföð- ur og afa. Andlát þitt, eftir stutta en afar snarpa baráttu við illvígan sjúk- dóm, bar alltof fljótt að og við eigum erfitt með að sætta okkur við fráfall þitt. Þú varðist af karlmennsku og hreysti en allt kom fyrir ekki. Örlög- um þínum mættir þú með æðruleysi og hugprýði eins og þín var von og vísa. Að leiðarlokum er okkur efst í huga ástúð og innilegt þakklæti í þinn garð fyrir allt það góða sem frá þér kom. Þú varst alltaf ráðagóður þegar á reyndi. Þú varst kletturinn okkar í hafinu og veittir okkur öryggi og skjól þegar á gaf. Við hinstu vegferð þína leita á hugann margar minningar um ánægjulegar stundir heima og heim- an. Pabbi fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð og ólst þar upp í faðmi ást- ríkra foreldra og margra systkina. Ungur að aldri hóf hann sjósókn með föður sínum og bræðrum. Um tvítugt lá leið hans til Reykjavíkur þar sem hann hóf nám við Stýrimannaskólann. Þá hafði pabbi þegar kynnst mömmu, Sesselju Guðnadóttir. Þau lifðu í far- sælu og hamingjusömu hjónabandi í hartnær 50 ár þar til hún féll frá, langt fyrir aldur fram, árið 2000. Lífsviðhorf pabba mótaðist af sterkri réttlætiskennd annars vegar og miklu sjálfstæði hins vegar. Að okkur bæri skylda til þess að standa vörð um þá sem minna mega sín í samfélaginu og bæta hag þeirra eftir megni. En líka að við bærum sjálf ábyrgð á okkar vegferð og ættum að standa á eigin fótum svo lengi sem hægt væri. Þegar litið er yfir farinn veg koma margar góðar og ánægjulegar minn- ingar upp í hugann. Margar bestu minningar okkar eru úr Skipholtinu þar sem ég ólst upp og pabbi og mamma bjuggu í meira en 40 ár og úr sumarbústaðnum í Grímsnesinu þar sem við fjölskyldan dvöldum oft sam- an í góðu yfirlæti. Þar áttu Sessý og Magnús margar góðar stundir með afa og ömmu þegar þau fóru með þeim í sveitina. Þar var ávallt líf og fjör og börnin fengu að njóta sín í náttúrunni. Það var okkur mikil ánægja að pabbi skyldi geta samglaðst okkur við útskrift Magnúsar frá Háskóla Ís- lands nú í sumar og ekki síður við brúðkaup Sessýar og Hauks nokkr- um vikum síðar þrátt fyrir að kraft- urinn og heilsan væri ekki eins og áð- ur hafði verið. Það er með ástúð, þakklæti og virð- ingu að við kveðjum þig, elsku pabbi, nú þegar þú leggur í þína hinstu veg- ferð og færð að leiðarlokum hvílustað við hlið mömmu. Eftir stendur hafsjór ánægjulegra minninga um þig, heil- steyptan og sjálfstæðan mannvin sem var sjálfum sér samkvæmur allt til enda. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu þína, elsku pabbi minn. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Péturss.) Þín dóttir Dröfn og fjölskylda. Elsku pabbi, í dag kveð ég þig með miklum söknuði. Nú hefur líf mitt breyst mikið, því þú ert ekki lengur til staðar, svo traustur og góður. Í hjarta mínu er mikið tómarúm sem ekki verður fyllt. Elsku pabbi, ég þakka þér fyrir yndislegu stundirnar sem ég og fjöl- skylda mín áttum með þér og mömmu í Skipholtinu, í sumarbústaðnum og með þér á þessu ári á Brúnaveginum. Takk fyrir alla þá umhyggju og blíðu sem þú gafst mér og fjölskyldu minni. Guð geymi þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir, og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Kristín Guðmundsdóttir. Guðmundur Sigurður Ibsen ✝ Gróa Ólafsdóttirfæddist í Reykja- vík 5. júlí 1916. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 31. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vilborg Magn- úsdóttir frá Innri- Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd, f. 2.4. 1892, d. 21.11. 1983 og Ólafur Kristinn Teitsson frá Hlöðversnesi á Vatnsleysuströnd, bátsmaður hjá Kveldúlfi á Skalla- grími og síðar Reykjaborginni, f. 15.8. 1891, d. 27.7. 1974. Systkini Gróu eru Ingibjörg, f. 13.1. 1915, d. 23.4. 2006, Ólafur Kristinn, f. 12.7. 1918, d. 20.5. 1938, Vilborg, f. 27.10. 1919, d. 1.8. 2006, Valdimar Hlöðver, f. 3.4. 1921, d. 11.1. 1944, Eggert, f. 24.11. 1926, d. 1969 og Hafsteinn, f. 25.2. 1923. Eiginmaður Gróu var Guð- mundur Kristjánsson (Gumbur) og c) Guðmundur Rósmar, f. 14.11. 1974, maki Brynja Stephanie Swan, f. 4.11. 1975, börn þeirra, Þorbjörg, f. 15.5. 2001 og Edward Dagur, f. 13.8. 2004. 2) Margrét, f. 16.8. 1945, maki Ólafur Ágúst Þorsteinsson, f. 11.6. 1944, dóttir þeirra er Ágústa, f. 20.1. 1967, maki Jón Magnússon, f. 3.10. 1962, börn þeirra Ólafur Arnar, f. 6.11. 2002, og Margrét Karítas, f. 13.5. 2006. Börn Jóns af fyrra hjónabandi eru Magnús, f. 18.2. 1986, Ásgeir, f. 23.7. 1987 og Sólveig, f. 18.3. 1990. 3) Sigríður Björg, f. 25.10. 1948, maki Baldvin Már Guðmundsson, f. 16.3. 1946, börn þeirra: a) Guðmundur, f. 11.3. 1971, maki Sigríður Vaka Jóns- dóttir, f. 13.6. 1977, dóttir þeirra Viktoría Vaka, f. 17.8. 2006, og b) Edda María, f. 15.12. 1979 og c) Gróa Björg, f. 19.9. 1985. Gróa var fædd á Hverfisgötu 58 í Reykjavík. Þegar hún var ársgömul festu foreldrar hennar kaup á húsi á Skólavörustíg 20a þar sem þau bjuggu síðan. Gróa gekk í Miðbæj- arskólann í Reykjavík, og lauk gagnfræðaskólaprófi frá Kvenna- skólanum 1932. Þær systur Gróa og Ingibjörg fylgdust að í skóla og voru saman í bekk. Þær urðu báðar rúmlega 91 árs gamlar. Gróa og Gumbur kynntust í fimleikafélaginu Ármanni. Þau voru bæði í úrvals fimleikaflokki Ármanns og sýndu með honum víða um land. Gróa fór 1938 í ferð með úrvals fimleika- flokki kvenna úr Ármanni til Nor- egs með norska skipinu Lyru og sýndi fimleikaflokkurinn í Bergen og Osló. Árið eftir héldu þær á ný í fimleikaferð og léku listir sínar á fimleikasýningum í Stokkhólmi, Gautaborg, Kaupmannahöfn og víð- ar. Þess má geta að þrjá eru enn á lífi úr fimleikahópnum, þær Vigdís Jónsdóttir, Sigríður Þórðardóttir og Ingunn Kristinsdóttir. Í beinu framhaldi fór Gróa í Lýðháskóla í Svíþjóð. Hún hélt heim eftir að seinni heimsstyrjöldin braust út og var á meðal 258 Íslendinga sem komu heim með Esjunni frá Pet- samo 16. október l940. Gróa og Gumbur gengu í hjóna- band 24. nóvember 1940 og bjuggu allan sinn hjúskap í Reykjavík, lengst í Eskihlíð 26. Gróa starfaði við verslunarstörf, lengst af hjá Ís- lenskum heimilisiðnaði. Útför Gróu verður gerð frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. skipamiðlari, f. á Flateyri við Önundar- fjörð, 21.11. 1909, d. 29.3. 1998. Foreldrar hans voru Þorbjörg Guðmundsdóttir kennari, frá Höll í Haukadal í Dýrafirði, f. 1.9. 1873, d. 7.7. 1942 og Kristján Ás- geirsson, verslunar- stjóri Ásgeirsversl- unar og síðar Sam- einuðu verslananna á Flateyri, frá Skjald- fönn í Nauteyrar- hreppi við Ísafjarðardjúp, f. 21.2. 1877, d. 24.9. 1965. Dætur Gróu og Guðmundar eru: 1) Þorbjörg, f. 7.1. 1942, maki Sig- tryggur Rósmar Eyþórsson, f. 8.7. 1941, börn þeirra eru: a) Fjóla Guð- rún, f. 22.8. 1969, maki Eggert V. Valmundarson, f. 24.5. 1969, b) Magnús Rósmar, f. 6.3. 1972, maki Helena Gylfadóttir, f. 19.10. 1969, dætur þeirra, Margét Rósa, f. 22.1. 1998 og Ásta Halldóra, f. 2.1.2002, Í dag er jarðsungin tengdamóðir mín, Gróa Ólafsdóttir. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst þessari góðu konu. Þau voru ófá spor- in og handtökin sem hún léði fólki lið á sinni löngu ævi. Að koma á heimili Gróu og Gumbs var þannig að maður gat vart hugsað sér það betra, ilmandi matur sem virtist vera lítið í skáp en mikið á borð komið, spjall um menn og málefni, ættir manna og liðna tíma, afskaplega fróðlegt fyrir mig að heyra. Heimilið þeirra var til fyrir- myndar, snyrtilegt heimili í alla staði, allt í röð og reglu. Gumbur lést fyrir nokkrum árum, en Gróa hélt áfram að búa í Eskihlíðinni, þar til fyrir þremur árum að hún flutti í Akrasel, til elstu dóttur sinnar, Þorbjargar og manns hennar, Sigtryggs. Hjá þeim naut hún mikillar natni og umhyggjusemi til hinsta dags, sem þakka ber sér- staklega. Gengin er mikil og góð kona, þakka ber það sem hún gerði fyrir mig og ég tala nú ekki um börnin mín sem voru meira og minna, á með- an þau voru í framhaldsnámi, á heim- ili afa og ömmu í Eskihlíð. Að heilsast og kveðjast er lífsins gangur, nú er komið að kveðjustund, öll erum við ríkari í huga og hjarta að hafa verið samferða þessari mætu konu. Dætrum hennar votta ég sam- úð og öðrum aðstandendum. Hvíl í friði með þakklæti fyrir allt. Baldvin Már Guðmundsson. Dóttursonur minn, 4 ára hnokki, virti fyrir sér fallandi lauf af tré fyrir skömmu og sagði stundarhátt: „Afi, nú dettur laufið af trénu af því að það er að fara að sofa og vaknar svo aftur í sumar þegar sólin skín“. Blessað barnseðlið er ekki að flækja hlutina um of og skynjar hringrás lífsins í einni sjónhendingu. Við þurfum ekki annað en að hafa augun opin til þess að sjá, hvernig allt verður til og hverfur aftur. Við sjáum blómin koma upp úr moldinni, vaxa, springa út og hníga aftur til moldar. Trén laufgast, bera ávexti, fella blöð sín og laufgast aftur. Árstíðirnar skiptast á. Vorið verður haust, sum- arið vetur. Maðurinn fæðist, þroskast eldist og deyr og lætur eftir sig börn sem feta hina sömu örlagabraut. Ef við beinum sjónum okkar upp í stirndan næturhimininn birtist enn skýrar hin eilífa hringrás. Allt er breytingum háð, allt kemur og hverf- ur, og ekkert er stöðugt nema hring- rásin sjálf. Nú er enn eitt blómið hnigið til moldar sem er tengdamóðir mín, Gróa Ólafsdóttir, og að sönnu snúið að skrifa um hana eftirmæli þannig að hún njóti sannmælis. Minningarnar birtast fyrir hugskotssjónum en verða fæstar settar á blað, þær verða einka- mál okkar Gróu og eru allar án und- antekninga fallegar. Hversdagshetja var hún og var lítt að skapi að berja bumbur sínar á torgum, leitun var að fórnfúsari konu, ástvinir hennar höfðu allan forgang í öllu tilliti. Heiðarleiki, ráðvendni og nægjusemi meitluðu hennar líf sem og margra Íslendinga af hennar kynslóð sem gæti verið íhugunarefni fyrir yngri kynslóðir í þessu landi þar sem efnishyggjan virðist teljast til manngilda. Þegar minnst er Gróu er erfitt að skauta framhjá tengdaföður mínum heitnum honum Gumb, Gróa og Gumbur voru nánast þjóðsagnarper- sónur á sínum tíma, allavega í huga mínum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að búa um skeið á heimili þeirra er við Margrét vorum að koma undir okkur fótum og í slíku nábýli má glöggt finna manngildi samferðafólks- ins. Í þau liðlega 40 ár er ég átti sam- vistir við þessi heiðurshjón bar aldrei skugga á þó að skoðanaskipti og ágreiningur hafi að sjálfsögðu verið til staðar en aldrei þó að nokkur hafi orð- ið sár eða beðið af skaða. Ekki voru þau hjón ætíð sammála þegar talið barst að mönnum og málefnum og oft eftirminnilegt að fylgjast með þeim viðureignum. Þá var gjarnan slegið upp í prestatali, lögfræðingatali, læknatali stýrimannatali og álíka heimildum til að jafna ágreininginn og þeim úrskurði var ekki áfrýjað. Það er gott að minnast hennar Gróu Gróa Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.