Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Grábrók ehf. á Höfn í Hornafirði hefur fengið afhentan nýjan línubeitningarvélar- bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stendur Friðþór Harðarson. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Benni SF 66 og leysir af hólmi eldri Cleopatra-bát með sama nafni. Nýi báturinn er 15 brúttótonn og 11,9 brúttórúmlestir og er í krókaafla- markskerfinu. Báturinn er með yfir- byggðu vinnudekki. Línubeitingar- vél og rekkakerfi er af gerðinni Mustad frá Sjóvélum hf. Línu- og færaspil eru frá Sjóvélum. Aðalvél bátsins er af gerðinni Yanmar 6HYM-ETE 700 hestöfl tengd ZF- gír. Báturinn er útbúinn siglingatækj- um af gerðinni Furuno frá Brim- rúnu. Hann er einnig útbúinn hlið- arskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking. Rými er fyrir 12 660 lítra kör í lest. Í bátnum er upphituð stakka- geymsla. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og tvo skip- verja. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúk- ar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp. Ný yfirbyggð Cleopatra til Hornafjarðar Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SALAN á innlendu fiskmörkuðun- um heldur áfram að dragast saman. Mikill samdráttur var í september og í október er samdrátturinn um 9,3% miðað við sama tíma í fyrra. Það sem hefur breytzt milli septem- ber og októbermánaða í ár er að verðið hækkaði mjög mikið í sept- ember miðað við sama mánuð árið áður, en í október er meðalverðið hið sama bæði 2006 og 2007. Alls voru seld 8.150 tonn á mörkuðunum í október í fyrra, en 7.400 tonn nú. Mismunurinn er 750 tonn. Þetta er mun minni samdráttur en var í sept- ember, en þá dróst salan saman um 2.100 tonn. Þá var meðalverð á öllum þorski 279 krónur en 212 krónur árið áður. Meðalverð á öllum þorski nú í október var hins vegar mun lægra eða aðeins 257,60 krónur á hvert kíló, en 217,50 krónur á hvert kíló í október í fyrra. Hæst fór verð á þorski í október í 371 krónu kílóið, en í september fór það hæst í 381 krónu. Mun meira af ýsu Heildarverðmæti í október nú eru 1,2 milljarðar króna, en voru 1,3 milljarðar í fyrra. Meðalverð á öllum fiski nú er 157 krónur á kíló, en var 156,60 í fyrra. Nú voru seld ríflega þúsund tonn af þorski, sem er nærri 700 tonnum minna en í fyrra. Sala á ýsu jókst frá því í fyrra. Nú var hún 3.039 tonn, en 2.586 í fyrra. Meðalverð á allri ýsu nú varð 143 krónur, en var 153 í fyrra. Hlutfall þorsks í sölunni nú í október er aðeins 14%, en var 21,3 í fyrra. Hlutfall ýsu eykst hins vegar úr 31,5% í 41,1%. Minna magn en meiri verðmæti Sé litið á söluna fyrstu 10 mánuði ársins, kemur í ljós að á þeim tíma seldust alls 86.220 tonn að verðmæti 13,7 milljarðar króna. Meðalverð var 158,34 krónur á kíló. Í fyrra voru samsvarandi tölur 93.140 tonn að verðmæti 12,5 milljarðar króna. Meðalverð þá var 134,73 krónur. Á síðasta ári seldust 106.000 tonn af fiski á mörkuðunum allt árið. Stefnt var að því að salan næði 100.000 tonnum í ár. Allar líkur eru á því að það markmið náist ekki vegna ótíðar og minna framboðs. Minna framboð og verð- lækkun á fiski í október Meðalverð á þorski ríflega 20 krónum lægra í október en september Í HNOTSKURN »Nú voru seld ríflega þús-und tonn af þorski, sem er nærri 700 tonnum minna en í fyrra. Sala á ýsu jókst frá því í fyrra. »Meðalverð á öllum þorskinú í október var hins veg- ar mun lægra en í september eða aðeins 257,60 krónur á hvert kíló, en 217,50 krónur á hvert kíló í október í fyrra. »Á síðasta ári seldust106.000 tonn af fiski á mörkuðunum allt árið. Stefnt var að því að salan næði 100.000 tonnum í ár. Morgunblaðið/ÞÖK Markaðir Fiski landað í Sandgerði. Slæm tíð og kvótaniðurskurður hafa leitt til minna framboðs á fiskmörkuðum. Verð hefur þó lækkað á ný.                                                                               !                                                           !           !      " # $# %& '  () *   +,(   () *   +,(    () *   +,(         -  -     .& (&  ## /# 0  1  /  !  ). 2 *  . .    !/   !/ &!   !/   . .  34 !       !       ! "  .& (& /#   1 ,. /  %  #.&(&  #  /  ! 5 ! .  1 1 .    "  "    "   # " LÍNAN virðist skila hæsta meðal- verðinu fyrir þorsk á fiskmörkuðum hérlendis. En munurinn milli veið- arfæra er ekki mjög mikill. Það er þó athyglisverð að bilið milli veiðarfæra breytist eftir því hvort sá guli er slægður eða ekki. Ef borið er saman verð á stórum slægðum þorski, meðalvigt yfir 5 kg, eftir veiðarfærum, fyrstu 10 mánuði ársins, er línuþorskurinn dýrastur. Meðalverð á stórum slægðum þorski var kr. 261,29 á þessu tíma- bili. Meðalverð á stórum slægðum línuþorski var kr. 278,51. Aftur á móti er dragnótaþorskurinn af sömu stærð, óslægður, dýrastur. Meðalverð hans var kr. 218,15. Meðalverð á stórum óslægðum þorski var 209 krónur á umræddu tímabili. Mest er selt af þorski veiddum á línu á mörkuðunum fyrstu 10 mán- uðina, tæp 11.475 tonn. Línan skilar háu verði             #$ %   "$ & 6!#  !      !         FISKVEIÐAR ríkja Rómönsku- Ameríku það er að segja ríki Suður- og Mið-Ameríku og Mexíkó, nema um 18% af heildarfiskveiðum á heimsvísu. Árið 2005 nam aflinn rúmum 17 milljónum tonna og öfl- uðu Perú og Chile um 82% þess afla. Þetta kemur frma í nýrri sjáv- arútvegsskýrslu Glitnis. Stærstur hluti aflans er uppsjávarfiskur sem m.a. er nýttur til fiskmjölsfram- leiðslu. Perú er stærsti fiskmjöls- framleiðandi heims og framleiðir um þriðjung af fiskmjöli í heimin- um. Árið 2006 fór 41% af fiskmjöls- framleiðslu Perú til Kína. Chile- menn eru stórir í mjöli og laxeldi. Auk þess að vera stór fiskimjöls- framleiðandi er Chile næst stærsti framleiðandi heims á eldislaxi en náttúrulegar aðstæður þar eru góð- ar. Heildarafli Chile árið 2005 nam 4,3 milljónum tonna en fiskeldis- framleiðsla nam 698 þús. tonnum til viðbótar. Í fyrra voru framleidd 374 þús. tonn af eldislaxi í Chile, fram- leiðslan hefur vaxið hratt undan- gengin ár. Beitarfiskur (e. tilapia) verður sí- fellt mikilvægari. Frá árinu 2004 hafa ríki Rómönsku-Ameríku staðið undir um 99% af magni og verðmæti innfluttra beitarfiskflaka til Banda- ríkjanna. Fyrstu átta mánuði þessa árs hefur innflutningur á þessum flökum til Bandaríkjanna aukist um 16%. Meginástæða þess er stórauk- ið eldi og nálægðin við Bandaríkja- markað. Mjöl, lýsi og beitarfiskur GERT er ráð fyrir því að framboð á tíu mikilvægustu svokölluðum hvít- fisktegundum, þorski, ýsu, ufsa og öðrum tegundum með hvítt hold, á næsta ári dragist saman um 1,3% og verði tæplega 6,2 milljónir tonna. Annað árið í röð setur niðurskurður á aflaheimildum í alaskaufsa strik í reikninginn. Þetta kom fram á ráðstefnunni Groundfish Forum, sem haldin var í Noregi í október. Gert er ráð fyrir að framboð á al- askaufsa, bæði frá Bandaríkjunum og Rússlandi, muni minnka um 2,9%, fari úr 2,85 milljónum tonna í 2,77 milljónir. Þá veldur niðurskurð- ur á kvóta í þorski við Ísland, minni kvóti á hokinhala við Nýja-Sjáland, ýsu og kyrrahafsþorski ennfremur nokkrum samdrætti. Kemur á óvart Henry Demone, forstjóri kanad- íska sjávarútvegsfyrirtækisins High Liner Foods, sagði að minna fram- boð á alaskaufsa kæmi á óvart. Hann benti á að þrátt fyrir að fram- boðið nú væri aðeins helmingur þess sem var árið 1991, þegar ráðstefnan var haldin í fyrsta sinn, hafi vöxtur í fiskeldi farið langt með að bæta samdráttinn upp. Gert er ráð fyrir að eldi á atlantshafslaxi aukist um 6,6% á næsta ári og fari í 1,5 millj- ónir tonna. Þá hefur framboð á beit- arfiski, tilapia, farið yfir 1 milljón tonna og eldi á pangasius, eldisfiski frá Víetnam, er komið í 2 milljónir. Framleiðsla á blokk úr eldisfiski hefur nánast engin verið, en nú er orðin verulega aukning í lausfryst- ingu. Samdrátturinn í framboði á hvítfiskinum hefur leitt til verulegr- ar hækkunar á hráefnisverði. Það hefur svo leitt til minnkandi hagn- aðar fiskframleiðenda. Ánægja með ráðstefnuna Þetta var í sextánda sinn sem efnt var til þessarar ráðstefnu. Rúmlega 200 forkólfar í sjávarútvegi settust á rökstóla í Bergen, báru saman bæk- ur sínar og hlýddu á fyrirlestra um þróun og nýjungar í greininni. KOM Almannatengsl hafa skipu- lagt og séð um framkvæmd Ground- fish Forum frá upphafi, eða í 16 ár. KOM hefur á sinni könnu allan und- irbúning og utanumhald Groundfish Forum, allt frá staðarvali og skrán- ingum til útgáfu ráðstefnugagna og uppsetningar fundaraðstöðu. Þátttakendur í Groundfish For- um 2007, rúmlega 200 talsins, voru í árlegri könnun beðnir um að meta framkvæmd, skipulag og utanum- hald ráðstefnunnar, þ.e. framlag og frammistöðu KOM Almanna- tengsla. „81% aðspurðra töldu fram- kvæmd og utanumhald Groundfish Forum mjög gott, sem er óvenju hátt hlutfall í könnun sem þessari. 19% töldu frammistöðu KOM í með- allagi, en enginn taldi hana ekki góða,“ segir meðal annars í frétt frá KOM. Minna framboð á hvítfiski Ráðstefnan Groundfish Forum haldin í 16. sinn, nú í Noregi Í HNOTSKURN »Gert er ráð fyrir að fram-boð á alaskaufsa, bæði frá Bandaríkjunum og Rússlandi, muni minnka um 2,9%, fari úr 2,85 milljónum tonna í 2,77 milljónir. »Gert er ráð fyrir að eldi áatlantshafslaxi aukist um 6,6% á næsta ári og fari í 1,5 milljónir tonna. »KOM Almannatengsl hafaskipulagt og séð um fram- kvæmd Groundfish Forum frá upphafi, eða í 16 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.