Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI TVEIR piltar sem „teikuðu“ stræt- isvagn á 40-50 km hraða í mikilli hálku á Glerárgötu í fyrrakvöld sluppu með skrekkinn. Að sögn vitnis, sem tók þessa mynd úr bíl sínum, hófst ferð drengjanna á stoppistöð SVA við Nætursöluna og lauk þegar annar missti takið á Glerárgötu á móts við Fjólugötu. Hinn sleppti þá takinu og mátti litlu muna að þeir yrðu ekki undir bílum sem á eftir komu. Svona ferðalög eru sannarlega ekki til eftirbreytni. Hefði getað farið illa SEX stéttarfélög í Eyjafirði afhentu í vikunni Sjúkrahúsinu á Akureyri styrk að upphæð 1,7 milljónir króna upp í kaup á beinþéttnimæli. FSA hefur átt eitt slíkt tæki en það eyði- lagðist í sumar og vonir standa til að hægt verði að kaupa nýtt fyrir ára- mót. Framkvæmdastjóri lækninga á FSA segir slíkt tæki mikilvægt. Halldór Jónsson, forstjóri FSA, veitti styrknum viðtöku fyrir hönd sjúkrahússins. Hann þakkaði félög- unum velvildina, minnti á að þau hefðu áður komið færandi hendi og sagði að það væri alltaf ánægjulegt að fá fulltrúa þeirra í heimsókn. „Nú er svo komið að beinþéttnimæl- ir sem keyptur var árið 1998 hefur verið dæmdur ónýtur. Um 500 til 700 einstaklingar hafa farið í beinþéttnimælingu á þessum árum, en nú liggja slíkar mælingar niðri.“ Mikil þörf Halldór sagði mikla þörf fyrir beinþéttnimæli sem þennan á sjúkrahúsinu, „og því var ákveðið að hefja söfnun fyrir nýjum mæli, sem kostar á bilinu 10 til 14 milljónir króna, svo unnt verði að tryggja þessa þjónustu til frambúðar á sjúkrahúsinu. Við höfum fengið ágætar undirtektir í þessari söfnun okkar, en þessi gjöf ykkar í dag hjálpar mikið við kaup á tækinu,“ sagði Halldór Jónsson. Björn Snæbjörnsson, formaður eins stéttarfélaganna, Einingar- Iðju, sagði þegar gjöfin var afhent að stjórnir félaganna hefðu undan- farið tekið höndum saman einu sinni á ári „og styrkt verðugt málefni og þegar við fréttum af þessari söfnun þá var ekki annað hægt en ganga í málið. Það er greinilega mikil þörf fyrir að beinþéttnimælir sé stað- settur á sjúkrahúsinu og því vonum við að gjöfin verði til þess að flýta því að slíkt tæki verði tekið í notk- un,“ sagði Björn. Þorvaldur Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri lækninga á FSA, seg- ir umrætt tæki mæla þéttni bein- vefjar. Líkum sé að því leitt að eftir því sem beinþéttni sé meiri brotni fólk síður. „Með hækkandi aldri minnkar beinþéttnin, sérstaklega hjá konum, sem þýðir að þær brotna frekar, t.d. á lærleggshálsi, framhandlegg og baki,“ segir Þor- valdur. Rannsókn og meðferð „Þetta er líka í ættum þannig að ef einhver hefur brotnað eða hefur sögu um gisin bein þá ráðleggjum við öðrum að bara í beinþéttnimæl- ingu,“ segir Þorvaldur Ingvarsson við Morgunblaðið. Sé beinþéttnin lág er hægt að bjóða fólki meðferð; og þá er fylgst með gangi mála með tækinu. Það er því bæði notað við rannsóknir og meðferð. Gáfu FSA 1,7 milljónir vegna kaupa á tæki Gjöf Fulltrúar FSA ásamt formönnum stéttarf́élaganna sex. Frá vinstri: Þóra Ákadóttir, staðgengill framkvæmdastjóra hjúkrunar FSA, Vignir Sveinsson, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs FSA, Úlfhildur Rögn- valdsdóttir, Konráð Alfreðsson, Eggert Jónsson, Halldór Jónsson, forstjóri FSA, Björn Snæbjörnsson, Heimir Kristinsson og Hákon Hákonarson. Í HNOTSKURN »Stéttarfélögin sex semfærðu sjúkrahúsinu styrk voru Eining-Iðja, Félag bygg- ingamanna Eyjafirði, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrif- stofufólks Akureyrar og ná- grennis, Sjómannafélag Eyja- fjarðar og Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis. ÓTRÚLEGT þykir að ungur öku- maður skyldi sleppa ómeiddur úr umferðaróhappi við Akureyrar- kirkju á mánudaginn. Þrír bílar eru ónýtir eftir óhappið. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í mikilli hálku neðst í Hrafnagils- stræti. Bíllinn rann yfir grasflöt ofan við safnaðarheimili kirkjunnar og of- an á tvo bíla sem stóðu þar á bíla- stæðinu. Bíll unga ökumannsins rann áfram norður eftir bílastæðinu og stöðvaðist ekki fyrr en á steyptu blómakeri rétt við bratta brekku of- an við hús sem standa við Kaup- vangsstrætið; Listagilið. Lögreglumaður sem Morgunblað- ið ræddi við sagði hálkuna hafa kom- ið mjög skyndilega og gert mörgum erfitt fyrir. Hann vildi ekki kenna óaðgæslu hins unga ökumanns um óhappið, hálka hefði einfaldlega ver- ið gríðarlega mikil og örugglega gert hverjum sem var erfitt fyrir. Þrír bílar ónýtir eftir árekstur FJALLAÐ verður um þverfaglegan rannsóknarleiðangur í veðurfari, sögu og mannvistfræði á Norður- landi, á Félagsvísindatorgi Háskól- ans á Akureyri í samstarf við Stofn- un Vilhjálms Stefánssonar og Rannís í dag kl. 12.15 í stofu L201 á Sólborg. Um er að ræða minningar- lestur Vilhjálms Stefánssonar 2007. Það er dr. Astrid E.J. Ogilvie, veð- urfarssagnfræðingur við Institute of Arctic and Alpine Research í Boulder í Colorado-ríki sem flytur. Veðurfar, saga, mannvistarfræði FÉLAG ungra jafnaðarmanna á Akureyri, hvetur bæjarstjórn til að hafna þeim hugmyndum sem nú eru uppi um að lækka niðurreiðslur til foreldra barna í daggæslu. „Sá hópur sem þessi lækkun kemur verst niður á, eru ungir foreldrar, oftar en ekki skólafólk. Þetta er sá hópur sem Akureyrarbær hefur gefið sig út fyrir að styðja hvað best við og fyndist okkur leitt ef verið er að snúa við þeim baki núna,“ segir í ályktun fundar FUJ. Kemur verst við unga foreldra ♦♦♦ ♦♦♦ Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is HRINGTORG verður sett á tvær brýr sem byggðar verða yfir Reykja- nesbraut við Arnarnesveg og á jarð- vegsfyllingu á milli. Er þetta fyrsta hringtorgið á annarri hæð gatna- móta sem gert er hér á landi. Vegagerðin hefur boðið út ný mis- læg gatnamót á Reykjanesbraut við Arnarnesveg, við mörk Kópavogs og Garðabæjar. Verkið felst meðal ann- ars í byggingu tveggja brúa yfir Reykjanesbraut en ofan á þeim og tilheyrandi jarðvegsfyllingu verður gert tveggja akreina hringtorg. Jón- as Snæbjörnsson, svæðisstjóri suð- vestursvæðis hjá Vegagerðinni, seg- ir að ekki sé pláss til að koma þarna fyrir svokölluðum slaufugatnamót- um þar sem umferðin flæðir óhindr- að um mislæg gatnamót. Valið hafi því verið á milli þess að hafa umferð- arljós á efri hæðinni eða hringtorg og síðarnefndi kosturinn orðið fyrir valinu. Telur hann að umferðin eigi að geta gengið vel þarna um. Hring- torgið á efri hæðinni verður hefð- bundið tveggja akreina hringtorg. Lítil truflun á umferð Auk brúnna felst í verkinu að gera ein undirgöng fyrir gangandi vegfar- endur undir Arnarnesveg, vestan gatnamótanna. Þá þarf að leggja nýjan veg milli núverandi hringtorgs á Nónhæð og nýja torgsins, gera fjórar af- og fráreinar á Reykjanes- braut og lagfæra Reykjanesbraut- ina. Væntanlegur verktaki á að skila verkinu tilbúnu í byrjun júlí 2009. Jónas segir að umferð um Reykja- nesbrautina eigi að geta gengið vel fyrir sig meðan á framkvæmdum stendur. Umferð verði stýrt með umferðarljósum á gatnamótunum, eins og verið hefur, þar til nýju mis- lægu gatnamótin verða tilbúin. Jón- as segir þó að grípa verði til þreng- inga á meðan grafið verður fyrir miðstöplum brúnna og þeir steyptir upp og síðan verði hæðartakmark- anir á meðan unnið verður við brúna sjálfa. Að öðru leyti ætti umferðin um Reykjanesbrautina að geta gengið truflanalaust fyrir sig. Á vegaáætlun er gert ráð fyrir lagningu Arnarnesvegar frá þessum gatnamótum og upp á Breiðholts- braut við Vatnsendahverfi. Tengir hana saman nyrðri og syðri byggðir höfuðborgarsvæðisins. Jónas segir að æskilegt hefði verið að hafa 200 til 300 metra kafla, næst nýju gatna- mótunum, með í þessu útboði en það hafi ekki tekist vegna þess að eftir sé að ákveða hæð vegarins en hann liggur á milli Glaðheima í Kópavogi og Hnoðraholts í Garðabæ. Búið er að leggja hluta af Arnar- nesvegi, á milli Fífuhvammsvegar og Rjúpnavegar, en eftir er að tengja hann beggja vegna, það er að segja við Reykjanesbrautina og Breið- holtsbrautina. Sú framkvæmd er á áætlun á árunum 2008 til 2010 og verður væntanlega boðin út á næsta ári. Verður í upphafi lögð ein akrein í hvora átt ásamt tengibraut við Hörðavelli. Gert er ráð fyrir að síðar verði hægt að tvöfalda. Arnarnes- vegur verður niðurgrafinn milli Seljahverfis og Kórahverfis. Vífilsstaðavegur næstur Í undirbúningi eru mislæg gatna- mót á Reykjanesbraut við Vífils- staðaveg í Garðabæ. Jónas Snæ- björnsson reiknar með að þau verði boðin út í byrjun næsta árs. Það eru síðustu ljósastýrðu gatnamótin sem eftir eru á Reykjanesbraut þar til kemur í Hafnarfjörð. Hringtorg á efri hæðinni Nýjung Hringtorgið á Arnarnesvegi verður á efri hæð mislægu gatnamótanna, eins og sjá má á teikningu sem VST gerði fyrir Vegagerðina. Reykjanesbrautin liggur á sínum stað, undir brúnum sem mynda hringtorgið. Mislæg gatnamót á Arnarnesvegi boðin út Í HNOTSKURN »Mislæg gatnamót áReykjanesbraut við Arnar- nesveg hafa verið boðin út. »Gatnamót við Vífilsstaða-veg verða boðin út. »Á næstu árum verður lokiðvið lagningu Arnarnes- vegar að Breiðholtsbraut.           ) * + , - . / ! , 3% (  3% (  0 . ) 1 . 23 ) , 4 5. /  0 6 )                                 ,          !" #   $ % &&  '   ! $  $   (  ,   I,#  (   7 8  7 8  9 "  7$8          7  8   ,% 8       .         7 &    98     / "  7 &    $!     / "  :  ; 2   7  8  HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.