Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigríður Krist-insdóttir fæddist að Brekku í Grinda- vík 20. apríl 1932. Hún lést hinn 30. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Kristinn Jónsson, f. 7. júní 1894, d. 11. október 1981, og Guðríður Péturs- dóttir, f. 25. janúar 1903, d. 26. maí 1980. Systkini Sig- ríðar eru Hildur, f. 8. nóvember 1926, og Guðmundur Hermann, f. 21. ágúst 1928, d. 19. janúar 1952. Uppeldisbróðir Sig- ríðar var Guðmundur Kristjánsson, f. 18. maí 1928, d. 27. júlí 2007. Eiginmaður Sigríðar er Kristján Gunnar Jóhannsson vélfræðingur, f. í Reykjavík 1. júní 1931. Börn Sigríðar af fyrra hjónabandi eru: 1) Kristín Herdís, f. 5. janúar 1955. Maki Jón Sigurðsson, börn þeirra eru Guðmundur Kristinn og Davíð Þór. 2) Brynja Kristín, f. 11. mars 1956, sonur hennar er Baldur Þór- ir. 3 ) Hildur, f. 6. október 1958. Maki Jón, f. Sigurðsson, börn þeirra eru Sig- ríður og Jón Gauti. 4) Þór, f. 13. júlí 1964. Maki Birna Jóna Jó- hannsdóttir, börn þeirra eru Valgerður, Björn Jón og Hall- dóra. Uppeldisbörn Sig- ríðar og börn Krist- jáns Gunnars eru: 1) Elmar, f. 7. október 1964. Maki Margrét Sigfúsdóttir, börn þeirra eru Ró- bert Ómar, Telma Kolbrún og Gunnar Mikael. 2) Kristján Gunnar, f. 13. júní 1966. Maki Pálína Ragn- hildur, börn þeirra eru Einar Orri, Viktor Ingi og Alda Marín. 3) Dag- mar, f. 18. nóvember 1973. Dóttir hennar er Kolbrún Ýr. 4) Ómar Ægir, f. 30. janúar 1959. Sigríður og Kristján Gunnar eiga alls 5 barnabarnabörn. Útför Sigríðar fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. „Guðdómlegasta reynsla sem nokkrum getur hlotnast er að heyra rödd vináttunnar þegar neyðin sverfur að“. Elsku mamma, þetta sagðir þú við mig eitt sinn þegar ég heimsótti þig í Sævó í veikindunum þínum. Við lágum í hjónarúminu á spjalli eins og svo oft áður. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum sam- an þar sem við hrúguðumst upp í rúm til þín til að spjalla þegar þú varst ekki nógu hress til að koma fram. Stundum vorum við bara tvær en það kom oft fyrir að við værum mættar allar systurnar og röðuðum okkur upp í rúmið til þín og kjöft- uðum og hefðum það kósý saman. Þetta voru góðar stundir og ómet- anlegar. Mamma mín, ég held þú hafir nú haft gaman af því þegar við sátum við rúmið hjá þér síðustu dagana og skellibjöllurnar dætur þínar hlógu og hlógu og litli bróðir bað okkur að hafa hljótt. Þetta var svo dæmigert fyrir okkur. Hvílík hetja sem þú alltaf varst. Kvartaðir aldrei og varst ætíð svo já- kvæð, alveg sama hvað á þig var lagt. Umhyggja þín fyrir fjölskyld- unni var okkur óviðjafnanlegur fjár- sjóður. Hamingja í faðmi fjölskyld- unnar er mesta gleði sem lífið hefur upp á að bjóða. Hlýja, ástúð, vinátta og trygglyndi eru orð sem koma upp í huga minn þegar ég hugsa um þig, elsku mamma mín. Þú varst yndisleg kona sem gott var að heimsækja. Heimili ykkar Kristjáns í Sævó var eiginlega fasti punkturinn í lífi okkar allra. Við systur komum ósjaldan við í bakaríinu á horninu áður en við kíktum inn til þín, settumst svo við eldhúsborðið og spjölluðum um hitt og þetta á meðan við gæddum okkur á bakkelsinu. Það verður skrítið að hafa þig ekki lengur þar þegar við komum. Elsku Kristján, þú varst lottó- vinningur okkar systkinanna. Þú varst svo góður við hana mömmu og hugsaðir svo endalaust vel um hana. Missir þinn er mikill. Mamma mín. Þú ert alltaf í huga mér og þannig verður það alla tíð. Gjafir þínar hafa ekki verið áþreif- anlegir hlutir, heldur staðfesta þín, hláturinn og áhuginn, allt gamanið, samverustundirnar, skemmtunin, lífsgleðin sjálf. Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. Móðir, dóttir, minningin um þig er mynd af því sem ástin lagði á sig. (Guðrún Jóhannsdóttir) Takk fyrir allt og allt. Þín Kristín. Elsku mamma, þú ert búin að heyja langa, harða og sársaukafulla baráttu við krabbameinið. Vanmátt- ug stöndum við frammi fyrir þessum sjúkdómi. Það er mikil sorg og til- finningastríð fyrir okkur öll, sem komum að umönnun þinni, að verða vitni að þinni hetjulegu og löngu bar- áttu til hinstu stundar. Mamma, þessi fallega og góða kona, er horfin af sviðinu en hún mun ávallt standa utan skugga fortíðarinnar og horfa yfir hópinn sinn. Hugur okkar reikar aftur í tím- ann, alls staðar varst þú til staðar í lífi okkar til að hjálpa okkur og ljóm- aðir af gleði og ástúð. Mamma gekk að öllum verkefnum af dugnaði og myndarskap, heimilið var alltaf svo fallegt og umfram allt notalegt. Mamma fékk snemma á ævinni liða- gigt, sem hún vissi að hún yrði að búa við, umbera kvölina, halda áfram að hugsa um heimilið sitt af sama myndarskap og ávallt. Góðviljinn og hjálpsemin var alltaf til staðar hjá mömmu, hún var alltaf tilbúin að rétta okkur hjálparhönd, það þurfti ekki að biðja um hlutina, hún sá alltaf fyrir hvar hún gat orðið að liði. Það er alltaf stór stund í lífi allra fjölskyldna þegar móðurkeðjan brestur, hvað sem aldri líður, miðjan í lífi okkar færist til.. Maður er ekki Sigríður Kristinsdóttir ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL GUNNARSSON, Vallartröð 12, Kópavogi, lést í Sunnuhlíð mánudaginn 5. nóvember. Útför auglýst síðar. Gunnar Hreindal, Sigurbjörn Hreindal, Elsa Skarphéðinsdóttir, Guðbjörg Hreindal, Örn Hreindal, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, LILJA SIGURÐARDÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Sólvangi, áður til heimilis að Álfaskeiði 64, er látin. Svava Jóhannsdóttir, Kjartan B. Ólafsson, Elín Kjartansdóttir, Ingimar J. Þorvaldsson, Jóhann Kjartansson, Ólafur Kjartansson, Eva Dögg Guðmundsdóttir, Lilja Ingimarsdóttir. ✝ SvanhildurMaríasdóttir fæddist á bænum Kjós í Grunnavík- urhreppi í Jökul- fjörðum hinn 28. desember 1925. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafn- arfirði hinn 29. október síðastlið- inn. Hún var dóttir Maríasar Þorvalds- sonar, f. 13. maí 1895, d. 7. ágúst 1956, og Sigríðar Jónsdóttur, f. 26. apríl 1894, d. 20. september 1974. Svanhildi varð sjö barna auðið. Sonur hennar og Aðalsteins Jochumssonar er Bæring Vagn, f. 1949. Svanhildur hóf sambúð með Elíasi Guðbjarts- syni í Bolungarvík og eignuðust þau sex börn, þau eru Jónas Friðgeir, f. 1950, Viðar, f. 1952, Hilmar, f. 1953, Svanur Elí, f. 1959, Selma Björk, f. 1961, og Halldór Guðbjartur, f. 1965. Svanhildur og Elías slitu samvistir 1971 og flutti hún þá til Hafnarfjarðar og bjó þar alla tíð síðan. Þar vann hún við hin ýmsu störf, en mest á hjúkrunarheim- ilum. Síðustu æviárin dvaldi hún á Sólvangi í Hafnarfirði. Útför Svanhildar verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hún mamma lést snemma á mánu- dagsmorgni. Hún hefur viljað hafa daginn og vikuna fyrir sér þegar hún lagði í vegferðina miklu, ef ég þekkti hana rétt. Hún var búin að vera mikið lasin alla vikuna áður, en hún náði að hvíl- ast og sofa mest alla helgina. Ég var svo heppinn að ég gat setið hjá henni síðustu stundirnar ásamt konu minni Sesselju. Hún ólst að mestu upp hjá þeim hjónum Bæringi Einarssyni og Vagnfríði Vagnsdóttur i Grunnavík- urhreppi. Hún kom til þeirra mjög ung á bæinn, vegna veikinda móður sinnar, og tóku þau hjónin strax ást- fóstri við Svanhildi og hún ólst upp hjá þeim, og börnum þeirra. Fólkið flutti svo flest allt til Bolungarvíkur þegar fram liðu stundir. Við mamma, Selma, Svanur og Hilmar flytjum til Hafnarfjarðar um 1971 og setjumst að á Krosseyrar- vegi í tvílyftu timburhúsi. Þar ólst ég upp fram á unglingsár, í vesturbæn- um í Hafnarfirði. Og kynntumst við þar fullt af frábæru fólki. Mamma vann hin ýmsu störf, við fiskvinnslu á Langeyri, í Norðurstjörnunni í nið- ursuðu, á Jósepsspítala, á Vífilsstöð- um, á Hrafnistu í Hafnarfirði og síð- ast á Sólvangi í Hafnarfirði. Hún kunni vel við sig á Langeyri og í Norðurstjörnunni, en það var erfiðis- vinna. Hjúkrunarheimilin áttu hug hennar allan. Kunni hún ákaflega vel við sig í umönnunarstörfum að sinna sjúkum og öldruðum. Og segir það meira en mörg orð um hana. Hún var ákaflega vel liðin á þessum stöðum og þótti dugleg með afbrigðum. Mamma flytur þaðan á Álfaskeið 49 í Hafnarfirði 1981 ásamt mér og Selmu Björk. Bjó hún þar allt til að hún fer upp á Sólvang í Hafnarfirði sem vistmaður. Hún kynntist í Hafn- arfirði mörgu af góðu fólki, sumt sem fallið er nú frá. Hún var ákaflega heimakær og hafði gaman af að fá fólk í heimsókn til að gefa kaffi og með því, og spjalla um lífið og tilveruna. Komum við þar oft, ég og mín fjölskylda og hafði hún gaman að segja sögur frá því í gamla daga. Hún kunni alltaf ákaflega vel við sig í Hafnarfirði, og vildi hvergi ann- ars staðar búa í seinni tíð. Kannski vegna þess að bærinn og bæjarbrag- urinn minnti hana á árin vestur á fjörðum. Ég veit að hugur hennar var oft fyrir vestan. Vil ég biðja fyrir kærar kveðjur til allra vina og ætt- ingja í Bolungarvík, sem og annars staðar. Mamma fer upp á Sólvang árið 2004 eftir veikindi á Jósepsspítala. Á Sólvangi naut hún frábærrar að- hlynningar allt þar til yfir lauk. Mamma fór oft heim á Álfaskeið frá Sólvangi, og svaf eina og eina nótt heima hjá sér, þangað til heilsan leyfði það ekki lengur. Henni fannst þetta oft óþarfa fyrirhöfn að láta stjana svona við sig á Sólvangi. Vil ég nota tækifærið og þakka öll- um á Sólvangi á annarri hæðinni, fyr- ir frábæra umönnun móður minnar. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Kæra mamma, takk fyrir allar góðu stundirnar og góðu ráðin. Þinn sonur, Halldór Guðbjartur Elíasson Svanhildur Maríasdóttir Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Elskulegur faðir minn, bróðir okkar, vinur og afi, JÓN ÓSKARSSON frá Þórshöfn, búsettur á Höfn, lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 14.00 Fyrir hönd aðstandenda, Freyr Jónsson Onryd. ✝ Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA HATLEMARK til heimilis að Nesbala 68, Seltjarnarnesi, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 2. nóvember. Útförin fer fram í Neskirkju fimmtudaginn 8. nóvember kl. 15.00. Ragnar Aðalsteinsson, Steinn Ragnarsson, Laura Ortiz, Geir Ragnarsson, Ívar Ragnarsson, Margrét Ragnarsdóttir, Sverrir Hreiðarsson, Sólveig Ragnarsdóttir, Magnús Magnússon, Cécile Parcillié, Guðmundur Kristjánsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, STEINGERÐUR JÚLÍANA JÓSAVINSDÓTTIR, Brakanda, Hörgárbyggð, sem lést á Dvalarheimilinu Hlíð að morgni 31. októ- ber, verður jarðsungin frá Möðruvöllum í Hörgárdal laugardaginn 10. nóvember kl. 14:00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á að láta Dvalarheimilið Hlíð eða aðrar líknarstofnanir njóta þess. Börn hennar og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.