Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 23 að koma sýningunni upp á réttum tíma. „Þetta var alveg á mörkunum að þetta myndi klárast, en það hafðist,“ segir Ragna. Hugmyndir á færibandi Hjónin í Safni voru vinafólk Birgis í áraraðir. Þau sakna ekki bara vinar síns, heldur líka mikilhæfs lista- manns sem átti margt eftir ógert í myndlistinni. „Hann var með svo ofboðslega margar hugmyndir, al- veg hreint á færibandi, það var svo margt sem hann átti eftir að gera,“ segir Pétur. Síðustu vikurnar fannst honum talsvert af honum dregið. „Hann Biggi var alltaf að vinna, ég hef aldrei kynnst neinu í líkingu við þetta. Þessi flottu verk, alltaf nýjar hugmyndir, hann var alltaf vinnandi. Hann var að gera ný verk fram á allra síðustu dagana sem hann lifði,“ segir Pétur. Ragna segist ekki mega hugsa til þess ef sýningin hefði ekki komist upp, eftir þann langa aðdraganda sem hún átti. „Það var ofsalega gaman að vinna þetta og gott að hafa eitthvað eftir hann hérna núna.“ Ljósmynd/Sigfús Már Pétursson er textaverk Birgis sem sækir efni í gamla lýsingu á Kötlugosi. na í Safni þegar tveir dagar voru enn í opnun var enn eftir ógert. „Eilífu gosi“ Eftir Andra Karl andri@mbl.is „EF EINHVER hefur í rauninni axlað pólitíska ábyrgð í þessu máli þá er það sá sem hér stendur, vegna þess að hann sleit meirihlutanum á grundvelli hugsunar sinnar í þessu máli,“ sagði Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins, á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur í gærdag. Björn Ingi lét orðin falla í umræðum um samrunaferli Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy, sem stóðu yfir í um þrjár klukkustundir, og uppskar frammíköll borgarfulltrúa sjálf- stæðismanna að launum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, kom raunar upp í pontu í kjölfarið og átaldi Björn Inga. „Hann segist axla ábyrgð með því að sprengja meirihlutann. Hann sprengdi meiri- hlutann vegna þess að við vorum ekki til í þessa vegferð með honum og borgarfulltrúinn, sem hefur hvorki meira né minna en 5% at- kvæða að baki sér, kaus að setja öll önnur góðu verkefnin á „hold“, setja þau í frestun.“ Siðferðilegt og pólitískt strand Umræðurnar um REI-málið voru snarpar og hófust með fram- sögu Svandísar Svavarsdóttur. Hún hefur sem kunnugt er sinnt for- mennsku stýrihópsins um samruna REI og GGE og hóf ræðu sína á því að gera grein fyrir fyrstu niðurstöð- um hópsins. Þá rakti hún sín eigin sjónarmið í málinu og sagði m.a. að sér litist vel á að þekking starfs- manna Orkuveitu Reykjavíkur nýttist á alþjóðlegum grundvelli, s.s. í gegnum REI. Það starf og ákvarðanir sem teknar eru þurfa hins vegar að fylgja föstum, skýrum og gagnsæjum reglum. „Ég teldi réttilegt að REI beitti tækniþekkingu sinni í samvinnu við aðstoð Íslands við þróunarlöndin með skipulegum hætti og tel að það mál ætti að skoða sérstaklega. Ég er með öðrum orðum ekki með milljarðaglampa í augunum sem sést hefur í augnkrókum sumra stjórnmálamanna í þessari um- ræðu,“ sagði Svandís en nefndi eng- in nöfn. Svandís lýsti stöðu mála þannig að nú væri staðið í miðjum brim- garðinum en sæist þó til lands. Hún sagði blasa við að reynt hefði verið að gera forréttindasamninga við tugi einstaklinga, reynt að sameina REI einu tilteknu íslensku félagi án þess að gefa öðrum kost á að vera samferða og gerður hefði verið 20 ára samningur við eitt fyrirtæki. Þetta hefði allt verið stoppað og nú væri skipið kyrrt. Hins vegar þyrfti að ná samkomulagi um stefnuna áð- ur en lengra væri haldið. „Skipið REI var að mínu mati í þann veginn að sigla upp á sker; strand blasti við – siðferðilegt og pólitískt strand.“ Ljóminn í augum Björns Inga Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokks hrósuðu margir hverjir ræðu Svandísar og þætti hennar í málinu öllu. Mörg þeirra gripu á lofti orða- lag Svandísar um að skipið REI hefði stefnt í siðferðilegt og póli- tískt strand og heimfærðu upp á borgarfulltrúa framsóknarmanna. Föstum skotum var leynt og ljóst skotið í átt að honum og m.a. sagði Hanna Birna að hún hefði aldrei séð annan eins ljóma í augum Björns Inga og þegar hann hélt að hann væri að grípa gullgæsina í útlönd- um. „Ég fyllist vonbrigðum og vantrú á stjórnmálin þegar ég sé menn eins og Össur Skarphéðins- son, Dag B. Eggertsson, Björn Inga Hrafnsson og fleiri fyllast ein- hverjum ljóma þegar þeir halda að þeir eigi einhver viðskiptatækifæri. Ég hef aldrei séð sama ljómann í sem við nálgumst óðfluga í þessari vinnu. Þessir hlutir gerðust ekki af sjálfu sér og það voru menn sem vissu allan tímann hvert var stefnt.“ Við það bætti Gísli að það væru menn sem vildu að sama stefna yrði tekin þrátt fyrir að fundurinn yrði dæmdur ólögmætur. „Eins og heyr- ist af ítrekuðum frammíköllum í salnum er einn maður sem er ósátt- ur við þessa nýju stefnu. Mér segir svo hugur að hann muni ekki við- urkenna það hér í pontu – en við vit- um öll betur.“ Svikabrigsl, ásakanir, dylgjur og ærumeiðingar Björn Ingi kom svo sjálfur upp í pontu, sagði stór orð hafa verið lát- in falla í sinn garð og oddvita sjálf- stæðismanna í borgarstjórn. Hann sagði því að það væri án efa fróðlegt fyrir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson að lesa hvað fram hefði farið í borg- arstjórn því langt væri síðan önnur eins svikabrigsl, ásakanir, dylgjur og ærumeiðingar hefðu komið fram í borgarstjórn. „Í fyrsta sinn í Ís- landssögunni hefur komið í ljós að tiltekinn stjórnmálamaður á Ís- landi, hefur í krafti varafor- mennsku sinnar í fyrirtæki algjör- lega ráðið ferðinni síðastliðið eitt og hálft ár, vafið stærsta stjórnmála- flokki þjóðarinnar um fingur sér og beitt hann blekkingum. […] Yfirlýs- ingarnar eru með þeim eindæmum að freistandi er að láta [borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokks] standa við stóru orðin.“ Björn Ingi velti einnig fyrir sér sinnaskiptum sjálfstæðismanna í REI-málinu og útrásinni og hverju þau skiptu. Meðal annars las hann upp úr landsfundarsamþykkt Sjálf- stæðisflokksins og vitnaði í Geir H. Haarde forsætisráðherra á þingi nýverið og sagðist merkja að Sjálf- stæðisflokkurinn styddi eindregið útrás orkufyrirtækja. Því næst vís- aði hann í orð Davíðs Oddssonar sem hann lét falla á fundi viðskipta- ráðs Íslands í gærmorgun og sagði þar kveða við nýjan tón. „Þetta eru allt önnur sjónarmið en Geir H. Haarde forsætisráðherra viðhafði á þinginu í gær, allt önnur sjónarmið en landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins ályktaði um fyrir stuttu. Þetta er allt annað en er í stjórnarsátta- mála ríkisstjórnarinnar en þetta rímar algjörlega við málflutning sexmenninganna á ákveðnum tíma- punkti. Maður veltir fyrir sér hvort hér sé ef til vill byltingarforinginn fundinn.“ augum Björns Inga Hrafnssonar þegar hann talar um hagsmuni borgarbúa, þegar hann talar um menntakerfið, leikskólana og skyld- ur gagnvart íbúum Reykjavíkur.“ Hanna Birna sagði jafnframt að umræðum um REI væri hvergi nærri lokið, heldur aðeins einni að- gerð. Hún sagði afar athyglisvert starf fara fram í stýrihópnum um samrunann. „Ég vil ekki segja að það hafi verið ánægjulegt starf en frekar starf sem vakið hefur okkur til mikillar umhugsunar.“ Hanna Birna lá ekki á þeirri skoðun sinni að menn ættu að axla ábyrgð í mál- inu og er sannfærð um það, miðað við þau gögn sem hún hefur séð, að vinna hópsins geti leitt til alvarlegr- ar niðurstöðu. Óskuðu eftir leiðsögn frá umboðsmanni Alþingis Gísli Marteinn Baldursson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, kvaddi sér einnig hljóðs en hann hefur einnig unnið með stýrihópnum. Hann las upp af minnisblaði Björns Inga frá frægum sáttarfundi meiri- hlutans. „Verði eigendafundurinn af einhverjum ástæðum dæmdur ólögmætur, verði boðað til hans aft- ur og þá muni fulltrúar Reykjavík- ur styðja samrunann aftur. […] Með öðrum orðum; höldum áfram [stefnunni] sem sett hefur verið og að mati Svandísar Svavarsdóttur borgarfulltrúa ber okkur í átt að siðferðilegu og pólitísku skips- broti.“ Síðar tók Gísli hálfpartinn undir orð Hönnu Birnu þegar hann sagði svo ótrúlega margar kytrur í mál- inu að aðeins örfáar hafi enn verið nefndar. „Það er öllum ljóst að jafn- ræðisregla stjórnarskrárinnar var ekki í hávegum höfð í þessu ferli öllu. Var hún jafnvel brotin þegar einum kaupsýslumanni var hleypt að REI og honum leyft að koma inn með sína aura. Var hún jafnvel brotin þegar einu fyrirtæki var hleypt að borðinu og ákveðið að renna saman við það. […] Þetta eru spurningar sem við viljum að verði svarað,“ sagði Gísli og bætti við að fulltrúar Sjálfstæðisflokks hefðu lagt til að umboðsmaður Alþingis yrði fenginn á fund stýrihópsins til að veita ákveðna leiðsögn við það. Hann sagði jafnframt að algjör- lega nauðsynlegt væri að gera stjórnsýsluúttekt til að komast að því hvort lög hefðu verið brotin í ferlinu og hver bæri á því ábyrgð. „Vegna þess að ábyrgð er hugtak Axlaði ábyrgð með meirihlutaslitum Líflegar umræður um REI-málið fóru fram í borgarstjórn Svandís Svavarsdóttir Björn Ingi Hrafnsson Gísli Marteinn Baldursson Hanna Birna Kristjánsdóttir DAGUR B. Eggertsson borgarstjóri hafði sig lítið frammi á fundi borg- arstjórnar í gær, þ.e. þegar rætt var um REI-málið. Þó steig hann einu sinni í pontu, til að svara Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Hanna Birna hafði þá vitnað til orða borgarstjóra sem sagði fyrir tveimur vikum að mikilvægt væri að endurvinna traust og trúnað borg- arbúa og að REI-málið hefði sýnt hversu mikilvægt væri að sýna lýðræð- isleg vinnubrögð. Þetta þótti Hönnu Birnu ekki fara saman við vinnu- brögð meirihlutans á undanförnum vikum. Sem dæmi nefndi hún að svör borgarlögmanns til umboðsmanns Alþingis vegna samruna REI og GGE hefðu ekki verið borin undir borgarfulltrúa. Borgarráð hefði jú verið kallað saman af minna tilefni. Borgarstjóri svaraði því til að hann hefði staðið frammi fyrir tveimur vondum kostum, að fara fram yfir frest umboðsmanns eða að borgar- fulltrúar sæju ekki svörin. Eftir á að hyggja þykir Degi að það hefði ver- ið heillavænlegra að kalla borgarráð saman til aukafundar. Heillavænlegra að kalla borg- arráð saman til aukafundar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.