Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elskulegur bróðir minn og vinur Árni Friðfinnsson lést 28. október sl. Við vorum sex systkinin frá Húsa- felli í Hafnarfirði. Þrír bræður eldri og þrjár systur yngri og var Árni elstur okkar systkinanna og kjölfest- an í lífi mínu frá því að ég man fyrst eftir mér. Hann var sá sem aldrei brást. Heill og heiðarlegur fram í fingurgóma. Árni hafði unun af söng og tónlist og byrjaði ungur að syngja með karlakórnum Þröstum í Hafn- arfirði. Þó að ég væri bara lítil telpa í grunnskóla sá Árni til þess að ég fengi alltaf að fara með honum á ár- Árni Friðfinnsson ✝ Árni Friðfinns-son fæddist í Brekkugötu 25 í Hafnarfirði 22. ágúst 1927. Hann lést á Landspítal- anum við Hring- braut 28. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði 5. nóvember. legar söngskemmtanir Þrasta í Bæjarbíói. Hann stofnaði einnig kvartett með frænda sínum Árna Gunn- laugssyni og fleirum og sungu þeir á ýms- um skemmtunum í Firðinum og spilaði ég oft undir hjá Árna á pí- anóið þegar hann æfði sig heima. Ungur heillaðist Árni af sjónum þó að hann gerðist ekki sjó- maður. Hann átti góða báta um árabil og eftir einni ferð man ég meðan ég lifi. Hann bauð föð- ur okkar og mér með sér í siglingu meðfram Vatnsleysuströndinni. Við stoppuðum, fórum í land og borðuð- um nestið okkar á steinunum við sjó- inn. Þessi stund er greypt í minni mitt. Blæjalogn var og glampandi sólskin, fuglarnir syntu á spegilslétt- um sjónum og alger þögn og ró ríkti. Við urðum uppljómuð af fegurð og friði náttúrunnar, runnum eiginlega saman við hana. Stundum bauð ég Árna sem mín- um herra á skólaböll. Vinkonur mín- ar litu hann heldur betur hýru auga og engin furða því hann var fjall- myndarlegur. En Árna lá ekkert á, hann var að bíða eftir hinni einu réttu. Og það kom að því að þau hitt- ust. Einn daginn fréttist það að Árni væri að skjóta rjúpu með ungri konu upp um fjöll og firnindi. Þessi unga kona var hún Elín Eggertz. Þau féllu undir eins hvort fyrir öðru, giftu sig og hófu sambúð í húsinu hans Árna við Sundhöllina sem hann hafði byggt um tvítugt að mestu leyti sjálfur án þess að taka eyris lán. Þau eignuðust yndislega dóttur, Elínu, sem á fjögur afar mannvæn- leg börn, tvo drengi og tvær stúlkur, sem öll voru svo sannarlega auga- steinar afa síns og stolt hans. Árni og Elín voru sérstaklega myndarleg hjón svo eftir var tekið, há, grönn og tignarleg. En þau voru fögur jafnt ytra sem innra. Svo samhentum hjónum hef ég aldrei kynnst. Ég held að aðalástæða þess hafi verið góðvild þeirra og umhyggja fyrir öðrum og fjölmargir hafa notið hjálpsemi þeirra og alúðar í gegnum tíðina. Við fjölskyldan mín höfum ekki farið varhluta af því. Þau héldu brúðkaupsveisluna fyrir okkur Hrein og þegar við misstum frum- burð okkar, lítinn dreng í fæðingu upplifðum við slíkan kærleik og nær- gætni hjá þeim hjónum sem aldrei gleymist. Alltaf gátum við Hreinn leitað til þeirra og svo þegar ég missti Hrein fyrir sex árum hafa þau hjón gætt þess að sleppa hvorki hendinni af mér né börnunum mín- um en fylgdust með okkur af alúð og nærfærni. Síðustu árin hefur Árni átt við veikindi að stríða og hefur El- ín umvafið hann ástúð og umhyggju ásamt dóttur þeirra, tengdasyni og barnabörnunum fjórum. Megi Guð blessa Árna bróður minn á nýjum slóðum og styðja fjölskyldu hans í þeirra sorg og mikla missi. Helga systir. Með Árna frænda mínum hverfur af sjónarsviði einn af bestu sonum Hafnarfjarðar, vandaður og mikils- virtur. Allt hans líf mótaðist af heið- arleika, hjálpfýsi, hógværð, reglu- semi og skyldurækni. Hann ávann sér traust og virðingu allra, sem hon- um kynntust og nutu hans miklu mannkosta. Það var eitt mitt mesta lán í lífinu, þegar Árni varð við tilmælum mín- um að koma til starfa á lögmanns- stofu minni og fasteignasölu í árs- byrjun 1961, en Árna hafði þá boðist góð staða hjá hinu opinbera. Í 40 ár unnum við saman á skrifstofunni. Betri starfsfélaga og þægilegri í öll- um samskiptum var ekki hægt að hugsa sér. Skyldurækni hans var einstök og stundvísin óbrigðul. Vandvirknin og nákvæmnin svo mik- il að ekki mátti skakka eyri í bók- haldinu. Villuna varð að finna, áður en heim var haldið. Árni var mjög duglegur og ósér- hlífinn við alla vinnu. Fór orð af því, hve afkastamikill hann var strax á unglingsárum við múrverk og önnur störf. Hann sýndi fádæma elju við að byggja sitt veglega hús við Herjólfs- götu, en þar hefur snyrtimennska alltaf verið í hávegum höfð. Árni tók aldrei lán á lífsleiðinni. Hann var mjög hagsýnn og forsjáll og vildi hafa reglu á öllum hlutum, enda eft- irsóttur til starfa við endurskoðun. Alla tíð var Árni einlægur bindind- ismaður og tók ákveðna afstöðu gegn allri áfengisdýrkun. Alltaf var hann reiðubúinn til hjálpar og ráð- gjafar. Hann náði mjög góðum námsárangri í skólum, enda einbeitt- ur og samviskusamur í öllu, sem hann tók að sér. Árni tók virkan þátt í starfi Félags óháðra borgara við mikið traust fé- lagsmanna þau 20 ár sem félagið átti farsæla aðild að stjórn Hafnarfjarð- arbæjar. Eftir prófkjör 1970 hefði Árni átt að skipa eitt af efstu sætum framboðslista félagsins en ákvað að eigin óska að víkja úr því sæti fyrir öðrum. Við frændurnir áttum ýmis sam- eiginleg áhugamál. Báðir stunduðum við frjálsar íþróttir á yngri árum og náði Árni þar góðum árangri, eink- um í hlaupum og kúluvarpi. Iðkun söngs var okkur alltaf hugleikin og rifjuðum við oft upp endurminningar frá söngárunum, þegar við sungum saman Glúntana og önnur tvísöngs- lög og vorum félagar í Áttmenning- unum og Karlakórnum Þröstum, en Árni hafði djúpa og fallega bassa- rödd. Árni sagði skemmtilega frá og var stálminnugur um liðna tíma allt frá bernskuárum. Heimsóknir til þeirra hjóna, Árna og hans elskulegu og góðu eiginkonu, Elínar, geymi ég í sjóði minna bestu endurminninga. Megi björt minningin um Árna frænda minn verða mér og öðrum leiðarljós á lífsleiðinni. Sem hinstu kveðju geri ég að mín- um eftirfarandi orð afa okkar, séra Árna Björnssonar, við gröf mikils- virts sómamanns: Hvíl í ró eftir dáðríkt dagsverk unnið og dyggðum helgað lífsskeið runnið Hvíl í ró. Guð blessi minningu míns kæra frænda. Árni Gunnlaugsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Við systkinin viljum þakka ást- kærum móðurbróður okkar, Árna, trausta og trygga vináttu. Árni var heilsteyptur maður sem alltaf stóð við orð sín og loforð. Hann neitaði aldrei um hjálp þegar til hans var leitað, hann bauð frekar aðstoð sína að fyrra bragði þegar erfiðleikar steðjuðu að hjá náunganum. Árni var drengur góður og breytti svo sann- arlega eftir orðunum; Við komum fram við aðra, eins og við viljum að þeir komi fram við okkur. Við send- um Elínu konu hans, Elínu dóttur hans, Stefáni tengdasyni hans og barnabörnunum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Friðfinnur og Elín. Fundir/Mannfagnaðir Sjálfstæðisfélag Álftaness Aðalfundur Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Álftaness verður haldinn miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20.00 í sal Álftanesskóla. Dagskrá;  Venjuleg aðalfundarstörf  Önnur mál. Gestur fundarins verður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra. Stjórn Sjálfstæðisfélags Álftaness Bátar/Skip Til sölu dráttarbátur Hafnsögu- og dráttarbátur Þorlákshafnar, Latur, áður Ölver, ssknr. 2219. Báturinn er stálbátu, 26.8 brl., ml: 15.92 m, b: 4.25 m, d: 2.2 m. Smíðaður hjá Damen í Hollandi 1972. Vél Caterpillar, árgerð 1989, 408 hö, 300 kw, keyrslutími 3400 klst. Báturinn er nýskoðaður og almálaður með gilt haffærisskírteini. Tilboð óskast í bátinn í núverandi ástandi. Tilboðum skal skilað til: Hafnarsjóðs Þorlákshafnar, Óseyrarbraut 2, 815 Þorlákshöfn eða á póstfangið hofn@olfus.is fyrir kl. 11.00 miðvikudaginn 14. nóvember n.k. Nánari upplýsingar veitir hafnarstjórinn í Þorlákshöfn, gsm 892 1528. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, HULDA REYNHLÍÐ JÖRUNDSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, sem lést fimmtudaginn 1. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 15.00. Björg Sigurðardóttir, Hallgrímur Valdimarsson, Inga Jóna Sigurðardóttir, Sævar G. Proppé, Guðlaugur Sigurðsson, Kristrún O. Stephensen, barnabörn, systkini og fjölskyldur þeirra. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GYLFI KRISTJÁNSSON blaðamaður, Steinahlíð 5h, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 8. nóvember kl. 11.00. Birna Blöndal, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, GUÐRÚNAR MUNDU GÍSLADÓTTUR, Drápuhlíð 45, Reykjavík. Jón S. Guðmundsson, Ólafur Gísli Jónsson, Þórhalla Eggertsdóttir, Guðrún Vigdís Jónsdóttir, Gunnar Thors, Auðunn Örn Jónsson, Karen Guðmundsdóttir, Guðríður Kristín Jónsdóttir, Sigríður K. Gísladóttir, og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir minn, afi og langafi, STEINARR KRISTJÁNSSON fyrrv. skipstjóri, lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 4. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 11.00. Þórunn Júlía Steinarsdóttir, Steinarr Kristján Ómarsson, Úlfhildur Ösp Ingólfsdóttir, Jónas Sveinn Hauksson, Sandy Nausch, Helena Júlía Steinarsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.