Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 17 LANDIÐ Borgarbyggð | Reiðhöllin í Vindási ehf. og Golfklúbbur Borgarness fengu hæstu styrkina úr Hornstein- inum, nýjum styrktarsjóði Spari- sjóðs Mýrasýslu, 15 milljónir hvort félag. Styrkirnir ganga til bygg- ingar reiðhallar í Vindási við Borg- arnes og tækjakaupa, vallarfram- kvæmda og undirbúnings að byggingu tækjageymslu á fé- lagssvæði Golfklúbbsins á Hamri við Borgarnes. Hornsteinninn var stofnaður með 50 milljóna króna framlagi í byrjun ársins. Við þessa fyrstu úthlutun bárust 46 umsóknir um styrki sam- tals að fjárhæð yfir 150 milljónum króna. Stjórn sjóðsins ákvað að styrkja tíu verkefni með frá einni og upp í fimmtán milljónir hvert, eða alls um 49 milljónir kr. Önnur verkefni sem hlutu styrki eru á vegum Fólkvangsins í Ein- kunnum, Landnámsseturs Íslands, Snorrastofu, Tónlistarskóla Borg- arfjarðar, IsNord, Veiðifélags Borgarfjarðar, Grunnskóla Borg- arbyggðar og UMSB. Hornsteinar Tíu verkefni fengu stuðning úr nýjum styrktarsjóði Spari- sjóðs Mýrasýslu. Hér eru fulltrúar þeirra ásamt stjórnendum SPM. Bæta aðstöðu kylf- inga og hestamanna Eftir Óla Má Aronsson Hella | Tekin hefur verið fyrsta skóflustunga að reiðhöll á Gaddstaða- flötum við Hellu. Þar með eru hafnar framkvæmdir við langþráðan áfanga að uppbyggingu hestaíþróttasvæðis- ins sem hefur verið vettvangur margra landsmóta og fjórðungsmóta í gegnum tíðina að ógleymdum minni viðburðum á þessu sviði. Heiðurs- og stofnfélagar í Hesta- mannafélaginu Geysi, Árni Jóhanns- son bóndi á Teigi í Fljótshlíð og Sig- urður Karlsson á Hellu, tóku fyrstu skóflustunguna. Þeir hafa löngum verið hvatamenn að uppbyggingu að- stöðu á Gaddstaðaflötum til iðkunar hestaíþrótta. Tilbúin fyrir landsmót Að byggingunni stendur Rangár- höllin ehf. Hluthafar í Rangárhöllinni ehf. eru Hestamiðstöð Suðurlands ehf., Hestamannafélagið Geysir í Rangárvallasýslu og sveitarfélögin í Rangárvallasýslu þ.e. Ásahreppur, Rangárþing eystra og Rangárþing ytra. Reiðhöllin sem slík verður 26 m breið og 79 m löng, eða rúmir 2.000 fermetrar. Að auki er 240 fermetra anddyri og móttaka. Um er að ræða stálgrindarhús sem keypt er af Landstólpa ehf. í Gunnbjarnarholti í Árnessýslu sem jafnframt sér um uppsetningu hússins. Árni Pálsson vélaverktaki sér um jarðvinnuna. Gert er ráð fyrir að 1. áfangi fram- kvæmdarinnar kosti um 167 milljónir kr. Innifalið í þeim áfanga er húsið uppkomið og uppsteypt áhorfenda- stæði fyrir rúmlega 200 manns auk snyrtinga. Fjármögnun þessa áfanga er langt komin en er ekki lokið að fullu. Reiðhöllin, þ.e. umræddur 1. áfangi, á að vera tilbúinn til notkunar á Landsmóti hestamanna sem hefst í lok júní 2008 á Gaddstaðaflötum. Þess má einnig geta að Landbúnaðarsýn- ing á vegum Búnaðarsambands Suð- urlands mun verða haldin á Gadd- staðaflötum í endaðan ágúst 2008, en þá verða liðin 100 ár frá stofnun sam- bandsins. Þar mun reiðhöllin gegna lykilhlutverki. Ljóst er að með tilkomu reiðhall- arinnar mun svæðið á Gaddstaðaflöt- um taka forystu á landsvísu, hvað varðar aðstöðu til hestamennsku og einnig verður þar kjöraðstaða til sýn- ingarhalds almennt. Byggja reiðhöll á Gaddstaðaflötum Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Byrjun Sigurður Karlsson og Árni Jóhannsson tóku fyrstu skóflu- stunguna að reiðhöll. Í HNOTSKURN »Áætlaður kostnaður viðfyrsta áfanga reiðhallar á Gaddstaðaflötum er 167 milljónir króna. Loforð um framlög frá ríki og sveitarfélögum eru á ann- að hundrað milljónir. »Á næsta ári verður Landsmóthestamanna haldið á Hellu ásamt landbúnaðarsýningu. Skagafjörður | Efnt verður til mál- þings í Háskólanum á Hólum á morg- un, fimmtudag, til heiðurs Sigríði Sig- urðardóttur, safnstjóra á Byggða- safni Skagfirðinga. Tilefnið er tuttugu ára starf hennar. Sigríður er einn helsti sérfræðingur landsins um torf, torfhús og líf og störf í íslenskum torf- bæjum. Að málþinginu sem hefst kl. 13.30 standa ferðamáladeild Háskól- ans á Hólum, Hólarannsóknin og Sveitarfélagið Skagafjörður. Málþing til heiðurs safnstjóra kl. 08 :00 ÁFÖSTUDAGINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.