Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 25 MINNINGAR ✝ Ástráður Helg-fell Magnússon fæddist á Uppsölum í Eiðaþinghá hinn 19. desember 1930. Hann lést af slysför- um 29. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ásthildur Jónasdóttir, f. á Helgafelli í Helga- fellssveit á Snæfells- nesi 10. nóv. 1888, d. 7. desember 1968, og Magnús Jóhanns- son, f. á Innri- Drápuhlíð í Helgafellssveit 6. des- ember 1887, d. 21. janúar 1982. Þau fluttust búferlum vestan af Snæfellsnesi árið 1923 og hófu búskap á Uppsölum 1924. Ástráð- ur var yngstur þrettán systkina en hin eru Þormóður Helgfell, f. 1917, lést í bernsku, Jóhann, f. 1918, Ingveldur, f. 1919, Þor- móður, f. 1920, lést í bernsku, Matthildur, f. 1922, Ásmundur, f. 1924, Þórsteinn, f. 1925, látinn, Þórleif Steinunn, f. 1926, látin, Jó- hanna, f. 1927, Jónas Helgfell, f. 1928, og Ingibjörg og Ástríður, f. 1929, létust í bernsku. Ástráður kvæntist 25. desem- ber 1963 Sigrúnu Júníu Einars- dóttur handmenntakennara, f. 25. febrúar 1938, d. 26. apríl 1983. Þau byggðu sér hús að Hörgsási 4 á Egilsstöðum og bjó hann þar allt til æviloka. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Júnía, f. 22.8. 1963, gift Birni Björnssyni, börn þeirra eru Helena Rut, f. 8.11. 1988 og Grét- ar Már, f. 8.9. 1994. 2) Magnús Ási, f. 19.9. 1965, kvæntur Huldu Rós Sigurðardóttur, börn þeirra eru Ótt- ar Steinn, f. 8.2. 1989, Ástráður Ási, f. 3.7. 1992, og Sig- urður Óli, f. 26.7. 1995 3) Jóhanna Birna, f. 1.7. 1967, gift Ævari Bjarna- syni, börn þeirra eru Sigrún Júnía, f. 19.10. 1987, Ey- steinn Bjarni, f. 4.5. 1995, og Elvar Veig- ur, f. 28.6. 2000. 4) Fyrir átti Ást- ráður soninn Elvar, f. 7.8, 1955, kvæntur Guðrúnu Bóasdóttur Sambýliskona Ástráðs er Rósa Kristín Björnsdóttir, f. 31.1. 1942. Hún á fimm uppkomin börn. Á sínum yngri árum stundaði Ástráður ýmis störf til sjós og var í byggingavinnu. Hann nam húsa- míði hjá Sigurði Gunnarssyni og árið 1967 fékk hann húsasmíða- meistararéttindi og á því ári stofnaði hann í félagi við aðra Húsiðjuna hf. og starfrækti hana til ársins 1990. Á þessum árum kom hann að mörgum fjölbreytt- um verkefnum og má þar nefna margskonar stór verkefni á veg- um hins opinbera, virkjanir og jarðgangnagerð. Ástráður var húsvörður við Menntaskólann á Egilsstöðum frá 1990 til 2000. Hann var virkur í félagsstarfsemi og í kórastarfi á Héraði. Útför Ástráðs verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku Ástráður, 29. október sl. mun seint líða mér úr minni. Nýstig- in inn úr góðum göngutúr með Helga og Emilíu, og einkenndist veðrið af komandi fréttum, slyddurigningu og napurt. Hulda systir hringir, og seg- ir mér að það hafi orðið slys, Ástráð- ur sé dáinn. Svona fréttir af sínum allra nánustu býst maður aldrei við að fá, það á bara við um aðra, hugsar maður. En mikið er ég þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum með ykk- ur mömmu, þó svo í dag finnist mér þær of fáar. Alltaf svo glaður og hlýr þegar við mættum á svæðið eftir mislöng og stundum söguleg ferða- lög, sem alltaf var hægt að hlæja að eftir á. Sú síðasta, stuttu eftir versl- unarmannahelgina var með alltof stuttu stoppi, en þetta kennir okkur líka að horfa ekki alltaf á magnið heldur gæðin, og njóta stundarinnar. Þetta getum við lært af börnunum, því hvorki Helgi né Emilía voru há í lofti þegar þau voru farin að biðja um að fara í heimsókn til Ástráðs afa og ömmu Rósu á Egilsstöðum, þó svo stoppin væru stutt og langt á milli heimsókna til ykkar. Heima varstu iðulega raulandi lag- stúfa úr kirkjukórnum sem þú varst í, og er nú stórt skarð höggvið í þann hóp, þar sem þú hafðir svo kraft- mikla og góða rödd. Ef bækur og blöð hefðu sál, myndi þín verða sárt saknað þar í framtíðinni, enda varstu fróður um allt milli himins og jarðar. Trivialið góða Pursuit var iðulega tekið í gagnið um jólin, og höfðu aðr- ir yfirleitt ekkert í þig þegar skrið var komið á þig í þeim leik, mikið hlegið og galsast langt fram á nætur. Er ég viss um að vel hefur verið tekið á móti þér af okkar fólki sem farið er á undan. Guð geymi þig og varðveiti. Ástarkveðja, Helena Birkis Víðisdóttir, Helgi Birkis og Emilía Birkis Huginsbörn. „Dáinn, horfinn“ – harmafregn! hvílíkt orð mig dynur yfir! En eg veit að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða, hvað væri sigur sonarins góða? Illur draumur, opin gröf. Nei, eg vil ei hæða hinn lifanda föður allra anda, ástina þína, verkin handa, dýrðina þína, drottinn minn! Fast eg trúi: Frá oss leið vinur minn til vænna funda og verka frægra, sæll að skunda fullkomnunar fram á skeið. (Jónas Hallgrímsson.) Elsku afi, þín er sárt saknað og bjuggumst við bræður alls ekki við svo skyndilegri kveðjustund. Í huga okkar eru til ótal minn- ingar um góðar stundir með þér, alltaf varstu svo hress og kátur. Við bræðurnir nutum þess að brasa með þér í hinum ýmsu verk- efnum og alltaf varst þú tilbúinn að hafa okkur með. Fjölmargar ævin- týraferðir, tengdar hestamennsku og sveitinni almennt. Oftar en ekki vorum við misgáfulegir í verkunum, en þú, elsku afi, brostir bara út í annað og leiðbeindir okkur svo. Allt- af mættum við hlýju og blíðleika. Elsku besti afi, við munum sakna þess að geta ekki heimsótt Hörgsás, ævintýraland í okkar huga. En fyrst og fremst erum við þakk- látir fyrir þær stundir sem við feng- um með þér. Þú varst stór hluti af heimilinu og nú hefur stórt skarð verið höggvið í fjölskylduna. Elsku afi, þó að þú sért fallinn frá okkur mun minning þín lifa með okkur sem vorum svo heppin að kynnast þér á lífsleiðinni og verða ljós á vegi okkar til framtíðar, Óttar Steinn, Ástráður Ási og Sigurður Óli. Kæri Ástráður. Þín mun verða sárt saknað og er ekkert sem fyllir það skarð sem þú skilur eftir þig. Það var alltaf fjör þar sem þú varst, trallandi og hress – alltaf til í að spjalla um heima og geima. Við vorum heppin að kynnast þér og fá að eyða tíma með þér á góðum stundum. Guð blessi þig og varð- veiti. Þú munt ætíð lifa í hjörtum okkar. Kær kveðja, Þórunn, Pétur, Víðir og Daníel. Komið er að kveðjustund. Við horfum yfir farinn veg og fyllumst þakklæti fyrir vináttu, góðvild og samverustundir sem spanna ríflega tvo áratugi. „Eruð þið komin, elskurnar mín- ar!“ var upphrópun sem iðulega hljómaði þegar við komum á Hörgs- ásinn eftir langt ferðalag austur á land. Stórt og mikið faðmlag og hlýir kossar fylgdu fast á eftir. Ástráður var elskulegur og gestrisinn maður og vildi gjarnan sitja yfir góðum kaffibolla, spjalla um þjóðmálin og heimsmálin af innsýn og húmor. Hann hafði áhuga á fólki og líðandi stund og aldrei var komið að tómum kofunum hjá honum ef spurt var, enda var hann bæði fróður og vel lesinn. Glaðvær og glettinn og gat alltaf hlegið að góðri sögu. Það var óvíða drukkið meira kaffi en í eld- húsinu á Hörgsásnum og oftar en ekki þurfti að bæta á uppáhellinguna áður en staðið var upp frá eldhús- umræðunum. Morgunstundirnar urðu oft langar og skemmtilegar og sjaldan lágstemmdar. Það var nán- ast skylda að hafa skoðanir á mál- unum í spjalli við Ástráð. Hann fór ekki leynt með sínar en var tilbúinn til að hlusta á ný sjónarmið enda for- vitinn og áhugasamur um alla hluti. Við minnumst þess með brosi hvað var gaman að gefa Ástráði að borða. Hann elskaði góðan mat og vel heppnuð grillsteik gat gert góð- an dag enn betri. Það er fátt sem gleður gestgjafa meira en gestir sem taka hraustlega til matar síns og sýna það með orðum og gjörðum að vel hafi tekist til. Ástráður var ekki spar á hrós og hvatningu og hafði lag á að gera samverustundirnar sjarm- erandi og skemmtilegar. Minningarnar eru margar eftir langa samfylgd og munu fylgja okk- ur svo lengi sem við lifum. Þær get- ur enginn tekið frá okkur. Við erum þakklát fyrir að hafa gefið ást okkar í faðmlag og kossa þegar við kvödd- um Ástráð á heimili okkar fyrir skömmu og vonum að góðar óskir og kveðjur sem fylgdu úr hlaði fylgi honum áfram á nýjar slóðir. Við fáum víst aldrei skilið af hverju al- mættið ákvað að lífsganga Ástráðs tæki enda á þessu afdrifaríka augna- bliki, svo stutt frá áfangastað, en verðum að trúa því og treysta að það hafi verið úthugsað af brýnni þörf fyrir góðan liðsmann. Við fjölskyldan þökkum Ástráði gefandi og trygga vináttu sem aldrei bar skugga á. Elsku mamma, enn á ný stendur þú frammi fyrir miklum missi. Megi Guð leiða þig og styrkja á þessum erfiðu tímum. Ástvinum og aðstandendum öllum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ástráðs H. Magnússonar. Björn Svanur, Halla, Bergur Leó og Rósa Kristín. Látinn er frændi og vinur, Ástráð- ur Magnússon smiður frá Uppsölum í Eiðaþinghá. Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Ástráði og njóta aðstoðar hans og fé- lagsskapar á nýliðnum árum. Lífið kennir okkur að það að eiga góða að er verðmætara en svo að það verði metið til fjár. Þetta veit fjölskylda Ástráðs og þetta fengum við líka að reyna. Það vill nefnilega þannig til að það er honum að þakka að lítið og hrörlegt kot austur á fjörðum er orð- ið að fallegu og vinalegu húsi. Af miklum hagleik, áhuga og virðingu fyrir viðfangsefni sínu hjálpaði Ást- ráður okkur að láta draum okkar rætast og lagfæra litla og hrörlega kotið og bjarga þannig hluta af sögu okkar og arfleifð og verðum við hon- um ævinlega þakklát fyrir það. Hver fjöl ber natni hans og handverki fag- urt vitni og það er ekki hægt að hugsa sér betri innviði í nokkru húsi. Ástráður var kominn hátt á átt- ræðisaldur þegar kallið kom og það má ef til vill segja að það sé nokkuð hár aldur en hann var ekkert gamall, bara vitur og reyndur. Alltaf kvikur eins og ungur maður, skýr og skarp- ur. Hann var maður sem var gott að vita af á tímum neyslu- og skyndi- gróðahyggju; jafnaðarmaður og náttúruverndarsinni í hjarta sínu, réttsýnn maður sem bar virðingu fyrir öllu sköpunarverkinu. Það er sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta hann aftur og eiga við hann heimspekilegar og mannbæt- andi samræður, gantast við hann og spinna og láta hugann reika. Ástráður Magnússon er nú horf- inn á braut og heimurinn er fátækari fyrir vikið en minningin um mætan mann lifir áfram á meðal okkar sem þekktum hann. Við kveðjum hann með söknuði en jafnframt með miklu þakklæti. Hvíl í friði, kæri vinur. Georg og Hilda. Kveðja frá Lionsklúbbnum Múla Stórt skarð hefur verið höggvið í fámennan hóp okkar félaganna í Lionsklúbbnum Múla á Fljótsdals- héraði. Góður og gegn félagi í klúbbnum, Ástráður Magnússon, hefur kvatt þessa jarðvist og hans verður sárt saknað af okkur öllum. Ástráður hafði gegnum árin gegnt öllum þeim trúnaðarstörfum sem hægt er að sinna innan eins lions- klúbbs. Honum hafði einnig verið veitt æðsta viðurkenning Lions- hreyfingarinnar með því að gera hann að Melvin Jones-félaga í Múla árið 1992, sú viðurkenning er aðeins veitt þeim félögum sem skara fram- úr í starfinu. Ástráður var alltaf léttur í lund og sannkallaður gleðigjafi innan klúbbsins og hann því oftar en ekki valinn til að undirbúa skemmtanir þær sem Lionsklúbburinn Múli stóð fyrir enda var hann líka fyrsti mað- urinn til að skrá sig ef einhver til- breyting var á döfinni. Ef rifja þurfti upp eitthvað í sögu, skipulagi eða stjórnun klúbbsins var oftar en ekki sagt: ,,Spyrðu bara Ástráð, hann veit þetta örugglega“. Þetta tvennt lýsir því vel hve mikilvægur klúbbfélagi Ástráður var. Við Múlafélagar sendum fjöl- skyldu Ástráðs Magnússonar okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum honum af heilum hug fyrir óeigingjarnt starf í þágu Lions- hreyfingarinnar. Minningin um góð- an dreng lifir um ókomna tíð. Jóhann G. Gunnarsson formaður. Ástráður Helgfell Magnússon ✝ Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, ÁSGEIR JÓHANN ÞORLEIFSSON, fv. flugstjóri, frá Þverá, lést þriðjudaginn 30. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðrún Guðnadóttir, Stefán Ásgeirsson, Hlíf Geirsdóttir, Halldóra Ásgeirsdóttir, Sigþór Óskarsson, Þorleifur Ásgeirsson, Sigurbjörg Pétursdóttir, Kristín Þorleifsdóttir, Jóhann Ingi, Þórunn Elfa, Aðalheiður Stella Stefánsbörn, Óskar Bragi, Ásgeir, Ásta Björk Sigþórsbörn, Albert Þorleifsson og langafabörn. ✝ Okkar ástkæra og yndislega, ÞÓRLAUG KRISTINSDÓTTIR Grundargötu 7, Dalvík, lést sunnudaginn 4. nóvember á Dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík. Jarðarförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 10. nóvember kl. 13.30. Arnfinnur Friðriksson, Steinunn Pálsdóttir, Jóna Kristín Friðriksdóttir, Stefán A. Magnússon, Gunnar Magni Friðriksson, Sigrún K. Júlíusdóttir, Friðrik Reynir Friðriksson, Marín Jónsdóttir, Irma Ingimarsdóttir, Bjarmi Fannar Irmuson, Silja Pálsdóttir, Freyr Antonsson og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður, besti vinur, faðir, tengda- faðir og afi, EÐVALD GUNNLAUGSSON, lést þann 5. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. nóvember kl. 15.00. Málfríður Egilsdóttir, Edda Eðvaldsdóttir, Þór Þorvaldsson, Eðvald, Brynjar og Þórdís, Halldór Eyjólfsson. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir, HJÖRDÍS ANTONSDÓTTIR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, áður Gyðufelli 10, Reykjavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja mánudaginn 5. nóvember sl. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhannes Ólafsson og Svanhildur Guðlaugsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.