Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ákvörðun Skipulags- stofnunar hnekkt UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur hnekkt ákvörðun Skipulagsstofn- unar frá 27. maí sl. um að fyrirhuguð virkjun allt að 2,5 MW í Hverfisfljóti neðan við Hnútu í Skaftárhreppi skuli ekki sæta mati á umhverfisáhrifum. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að ráðuneytið telur að umhverfisáhrif framkvæmdanna geti orðið umtalsverð. Samkvæmt upplýsingum ráðu- neytisins samanstendur fyrirhuguð framkvæmd við virkjun Hverfisfljóts einkum af gerð nýs 6-8 km vegslóða á svæðinu, niðurgrafinni 900-1.400 m langri þrýstipípu, 100-150 fermetra stöðvarhúsi og um 15 þúsund rúm- metra efnistöku úr Hverfisfljóti til vegslóðagerðar vegna framkvæmdar- innar. Með nýrri vegslóð að virkjana- svæðinu verður farið fyrir Skaftár- eldahraun á um sjö km kafla, þar af um tvo km um úfið hraun sem nýtur verndar skv. lögum um náttúruvernd. Ráðuneytið sendi kærurnar til um- sagnar Umhverfisstofnunar, sveitar- stjórnar Skaftárhrepps, Skipulags- stofnunar svo og framkvæmdaraðila. Í niðurstöðu ráðuneytisins segir m.a. að það taki undir þá afstöðu Umhverf- isstofnunar að Skaftáreldahraun sé merkilegt á heimsvísu. Því þyki rök hníga að því að hagsmunaaðilum og almenningi gefist tækifæri til þess að gera athugasemdir og koma með ábendingar varðandi hina fyrirhug- uðu framkvæmd. „Við erum mjög glöð yfir þessum úrskurði,“ segir Árni Finnsson, for- maður Náttúruverndarsamtaka Ís- lands. „Okkur finnst þetta vera mjög góð ákvörðun hjá umhverfisráðherra. Þarna er um mjög verðmætt svæði að ræða og hagsmunir náttúruverndar fá að koma til tals við mat á umhverf- isáhrifum og það teljum við mjög þarft. Ákvörðunin styrkir náttúru- vernd á Íslandi.“ Virkjun í Hverfisfljóti skal sæta mati á umhverfisáhrifum Í HNOTSKURN »Alls barst ráðuneytinu tíustjórnsýslukærur vegna málsins, þeirra á meðal frá Landvernd, Fuglavernd, Nátt- úruverndarsamtökum Suður- lands og Náttúruverndar- samtökum Íslands. »Ráðuneytið telur áhrifvirkjunar á Lambhaga- fossa geti orðið umtalsverð og að sjónræn áhrif vegna fram- kvæmdanna geti orðið var- anleg og óafturkræf á land- svæðinu. FINNUR Árna- son, forstjóri Haga, segir að Baugur eða Hag- ar hafi aldrei fengið úthlutað lóð undir mat- vöruverslun frá því Baugur varð til árið 1998. Fyrirtækið hafi samið við ýmsa aðila sem leigja fyr- irtækinu húsnæði undir verslanir. Finnur sendi frá sér yfirlýsingu í gær í ljósi umræðu um lóðaúthlut- anir í Reykjavík til matvöruversl- ana. „Frá árinu 1998 þegar Baugur varð til hefur fyrirtækið aldrei fengið úthlutað lóð í Reykjavík und- ir matvöruverslun, hvorki Baugur né Hagar.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að samkvæmt skipulagsskilmálum í Grafarvogi má ekki úthluta fleiri lóðum undir matvöruverslanir. „Samningar sem innifela þing- lýstar kvaðir vegna lóða í Graf- arvogi, m.a. við Spöng, voru gerðir af borgaryfirvöldum við fyrri eig- endur Hagkaupa, fyrir stofnun Baugs árið 1998. Þeir samningar og þær kvaðir sem þeim fylgja eru því eldri en fyrirtækið Baugur. Rétt er að kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum og hjá ríkinu opni augun fyrir þeim tilraunum og þeim aðferðum, sem m.a. keppinautar Haga nota til þess sverta fyrirtækið og starfsfólk þess og að fá kjörna fulltrúa til þess að gefa sér mark- aðshlutdeild,“ segir í yfirlýsingu frá Finni. Ýmsir leigjendur Finnur sagði í samtali við Morg- unblaðið að verslanir Haga væru ekki eingöngu í húsnæði sem væri í eigu fasteignafélags Baugs. Síðustu þrjár verslanir sem Hagar hefðu sett á fót væru í eigu annarra aðila. Margir hefðu lýst áhuga á að eiga viðskipti við Haga enda traustur leigjandi. Hagar hafa aldrei fengið úthlutað lóð Finnur Árnason „SÚ ákvörðun sem við vorum að taka var að heimila áfram- haldandi vinnslu og undirbúning þessa verkefnis. Ég tel það ekki vera hlutverk stjórnarmanna að opinbera um einstaka fjár- hæðir í þeim efnum.“ Þetta segir Bryndís Hlöðversdóttir, stjórn- arformaður Orkuveitunnar, um þá staðfestingu Guðmundar Þórodds- sonar, forstjóra REI, að heildar- fjármögnun einkavæðingarverk- efnis REI, í samstarfi við Geysir Green, á Filippseyjum gæti numið 12-15 milljörðum. Bryndís bendir á að 12-15 milljarðar yrðu heildar- fjárfesting íslenskra aðila, þ.e. REI og Geysir Green Energy, í verkefn- inu. „Það er búið að vinna að þessu verkefni algjörlega hindrunarlaust og verið um það pólitísk sátt hingað til innan Orkuveitunnar og það er ekkert sérstakt núna sem gefur til- efni til þess að breyta þeirri stefnu. Hafi menn efast um gildi verkefn- isins þá hefðu menn væntanlega áttað sig á því fyrr.“ Ekki tilefni til að breyta um stefnu Bryndís Hlöðversdóttir VATN hefur verið að þrýstast upp úr aðrennslisgöngum Kárahnjúka- virkjunar og myndað lindir uppi á yf- irborðinu í svonefndum Glúmsstaða- dal. Lekinn nemur 200 lítrum á sekúndu og er bleytusvæðið um þriðjungur úr hektara. Sigurður Arnalds, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, segir að upphaflega hafi lekið mjög mikið vatn inn í hin 40 km löngu göng, eða 2.500 lítrar á sekúndu. Menn hafi los- að sig við vatnið, einkum í gegnum aðgöng aðrennslisganganna og voru sprungurnar, sem vatnið fossaði inn um, þéttar áður en göngin voru fyllt. Um leið hafi vatnsþrýstingur snúist við og nú leitað út á við með fyrr- nefndum afleiðingum. Sigurður bendir á að yfirborð jarðar yfir að- rennslisgöngunum sé að mestu leyti hærra en Hálslón og þar með geti vatn úr göngunum aldrei náð upp á yfirborðið. Göngin liggi hinsvegar undir þremur litlum dalverpum þar sem landhæð er lægri en nemur þrýstingi í göngunum. „Ef það er sprunga úr göngunum upp á yfir- borðið, þá getur seytlað vatn upp og komið fram sem lind,“ segir hann. „Það kemur vatn upp í einu þessara dalverpa, í Glúmsstaðadal en magnið er meira en við áttum von á,“ segir hann en staðhæfir að magnið skipti samt ekki máli. „Menn vita ekki hvort það eru sprungur í berginu sem leiða vatnið upp, eða tvær borholur sem þarna eru og voru notaðar við uppdælingu á lekavatni.“ Sigurður segir ekki ljóst hvort mistök hafi verið gerð við þéttingu á þessum holum. Hann seg- ir mannvirki ekki í hættu í bleytu en vatnið sé hinsvegar litað og því til ama. Menn vilji ekki að litað vatn leki í Glúmsstaðaá og áfram niður í Hrafnkelsdal. „Við tökum þetta í réttri röð. Við setjum tæki á staðinn og hreinsum ofan af þessu. Það þarf að átta sig á því hvort það eru bor- holurnar eða bergið sem er að stríða okkur.“ Aðgerðir verði metnar í framhaldinu, þ.e. hvort vatnið verði síað og látið eiga sig, eða hvort gripið verði til þess að steypa upp í leka- rásir í berginu. Leki Lekinn úr aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar nemur 200 lítrum á sekúndu og myndar lindir uppi á yfirborðinu í Glúmsstaðadal. Meiri leki en menn væntu Litað vatn þrýstist upp úr göngunum ÍSLAND vann í gær Finnland, 2½-1½, í lokaumferð Evrópumóts landsliða í skák, sem haldið var á Krít. Ísland endaði í 20. sæti af 40 þátt- tökuþjóðum í opna flokknum en Rússar urðu Evrópumeistarar. Í kvennaflokki fóru Rússar einnig með sigur af hólmi en Ísland sendi ekki kvennalið á mótið. Þröstur Þórhallsson var eini Ís- lendingurinn sem vann í gær en hann lagði Sauli Keskinen á 4. borði. Þeir Héðinn Steingrímsson, Henrik Danielsen og Stefán Kristjánsson gerðu allir jafntefli. Ísland vann Finnland í lokaumferð skákmótsins MARTA G. Guðmunds- dóttir, kennari og Græn- landsjökulsfari, lést á krabbameinsdeild Land- spítalans í gær, 37 ára að aldri. Marta fæddist 29. apríl 1970 í Reykjavík. Hún var dóttir hjónanna Hallberu Ágústsdóttur húsmóður og Guðmund- ar Finnssonar, pípulagn- ingameistara í Grinda- vík. Marta lauk stúdents- prófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og kennara- prófi frá Kennarahá- skóla Íslands. Hún starfaði sem grunnskólakennari bæði á Englandi og í Grindavík. Marta var íþrótta- kona, lék körfuknattleik með Grinda- vík og Keflavík, knattspyrnu með Grindavík og var í unglingalandslið- inu í körfuknattleik. Marta vakti þjóðarathygli þegar hún í maí og júní sl. gekk á gönguskíðum þvert yfir Grænlandsjökul til að vekja athygli kvenna á mikilvægi þess að fara reglulega í brjóstaskoðun og til að afla fé til frekari rannsókna á brjóstakrabbameini. Sjálf greindist Marta með brjóstakrabba- mein í október 2005 og gekkst undir upp- skurð ásamt lyfja- og geislameðferð í kjöl- farið sem lauk í júní 2006. Meðan á með- ferðinni stóð reyndi Marta að setja sér ýmis markmið til að ná fyrri heilsu að með- ferð lokinni. Marta einbeitti sér að því að hreyfa sig eins og þrek leyfði og einnig fannst henni mikilvægt að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi þrátt fyrir veikindin og tók þátt í daglegu amstri eins og hún treysti sér til. Marta fór í nokkrar gönguskíðaferðir hér heima, m.a. á Sprengisandi, til að undirbúa sig fyrir Grænlandsferðina. Marta sinnti starfi sínu áfram sem kennari þar til fyrir skömmu er hún greindist með illvíg meinvörp í höfði. Marta lætur eftir sig eina stúlku, Andreu Björt Ólafsdóttur, sem fædd er 1995. Andlát Marta G. Guðmundsdóttir VEIÐIÞJÓFUR var tekinn við rjúpnaveiðar í landi Kvíarholts í Holtum í gær með 19 fugla. Lög- reglan á Hvolsvelli lagði hald á fenginn sem og 22 kalíbera riffil sem maðurinn hafði notað. Hann var með útrunnið skotvopnaleyfi en ekki afnotaleyfi á vopnið. Hann við- urkenndi veiðarnar en sagðist ekki hafa vitað að ekki mætti veiða á mánudögum. Rjúpnaveiðar eru að- eins leyfðar frá fimmtudögum til sunnudags. Veiðina hafði hann stundað án leyfis landeiganda sem hringdi í lögreglu. Segir hún að maðurinn hafi veitt rjúpurnar 19 á tveim klukkustundum. Málið telst upplýst af hálfu lögreglu. Tekinn með 19 rjúpur Einar Már Jónsson Bréf til Maríu „Bókin er hinn mesti skemmtilestur og raunar sprenghlægileg á köflum.“ Þröstur Helgason – Lesbók Morgunblaðsins, 21. apríl 2007 „Einari tekst að glæða sína einföldu bréfræðu slíku lífi með tungutaki og orðaforða að textinn leiftrar hvar sem gripið er niður.“ Viðar Þorsteinsson – Viðskiptablaðið, 24. maí 2007 „Bréf til Maríu er hressilegur gustur um hjalla mannvísindanna og slær hroll að ýmsum við þann lestur.“ Páll Baldvin Baldvinsson – Fréttablaðið, 16. júní 2007 „Bréf til Maríu hefur þann höfuðkost að strax er maður gripinn fögnuði yfir að sjá móðurmáli sínu beitt af kunnáttu við að móta hugsunina.“ Kristján B. Jónasson – Herðubreið, ágúst 2007 Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur sími 561 0055 • www.ormstunga.is Önnu r pre ntun kom in !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.