Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-16.30, leikfimi kl. 8.30, postulínsmálning kl. 9 og 13, gönguhópur kl. 11. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15 -16, handav., smíði/ útskurður kl. 9-16.30, heilsugæsla kl. 10-11.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, glerlist/opið verkstæði, alm. handavinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerðir, hádegisverður, spiladagur, kaffi. Haustfagnaður 12. nóv., fagnað verður 20 ára starfsafmæli með veislukaffi kl. 14.30, skemmti- atriði o.fl. Verð kr. 1.000. Skráning í s. 535 2760. Dalbraut 18-20 | Vinnust. í handm. opin kl. 9-16, leiðb. Halldóra frá kl. 13-16, leikfimi kl. 10, Guðný. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Ferða- vaka í félagsheimilinu Gullsmára 13, 8. nóvember kl. 20.30. Sýndar verða vídeómyndir frá Kaupmanna- höfn. Þátttakendur í aðventuferðum Emils til Kaup- mannahafnar í nóvember og desember hvattir til að mæta. Emil skýrir frá tilhögun ferðanna. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Síðdegisdans undir stjórn Matthildar og Jóns Freys, kl. 14.30 kaffiveitingar. Söngfélag FEB æfing kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30, glerlist kl. 9.30 og 13. handavinna kl. 10, leiðbeinandi verður við til kl.17, hádegisverður kl. 11.40, félagsvist kl. 13. Viðtalstími FEBK kl. 15-16, bobb kl. 16.30, línudans kl. 18, samkvæmisdans kl.19, Sigvaldi kennir. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, KB banki kl. 10, hádegisverður kl. 11.40, postu- línsmálning og kvennabrids. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9, 9.45 og 10.30, brids kl. 13, bútasaumshópur kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9- 16.30, m.a. tréútskurður og fjölbreytt handavinna, sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.50, dansæfing kl. 10. Frá hádegi spilasalur opinn. Stræt- isvagnar S4, 12 og 17 stansa við Gerðuberg. Uppl. á staðnum, í s. 575 7720 og á www.gerduberg.is. Hraunbær 105 | Handavinna og útskurður kl. 9, ganga kl. 11, hádegismatur kl. 12, bridds kl. 13, kaffi kl 15. Sölukynning á Volare-vörum, 8. nóv. kl. 12. Hár- greiðslustofan Blær, tímapantanir í síma 894 6256. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9, handmennt og gler kl. 10, línudans kl. 11, saumar kl. 13, pílukast kl. 13.30, Gaflarakórinn kl. 16.15. kirkjunnar kl. 20. Bústaðakirkja | Starf eldri borgara kl. 13-16.30. Spilað, föndrað og handavinna og gestur kemur í heimsókn. Dómkirkjan | Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur hádeg- isverður á kirkjuloftinu á eftir. Bænarefnum má koma á framfæri í síma 520 9700 eða með tölvu- pósti á domkirkjan@domkirkjan.is. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Fyrirbænir, altarisganga og tónlist. Léttur hádegisverður á vægu verði að lokinni stundinni. TTT fyrir börn 10-12 ára kl. 17-18 í Rimaskóla og Korpuskóla. Grensáskirkja | Samverustundir aldraðra kl. 12, matur og spjall, helgistund kl. 14. Hallgrímskirkja | Árdegismessa kl. 8. Íhugun, alt- arisganga, bænir. Morgunverður í safnaðarsal eftir messuna. Háteigskirkja | Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Hjallakirkja | Fjölskyldumorgunn kl. 10-12. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Bænastund kl. 12, máltíð í lok stundarinnar. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er keila í Keilu- höllinni í Öskjuhlíð kl. 10. Kristniboðssalurinn | Samkoma kl. 20. „Minnið Drottin á“. Ræðumaður er Sigríður Hrönn Sigurðar- dóttir. Skúli Svavarsson segir frá fræðslustarfi í Pókot. Kaffi eftir samkomuna. Langholtskirkja | Hádegisbænagjörð með orgelleik og sálmasöng kl. 12.10, léttur málsverður kl. 12.30, kr. 300. Starf eldri borgara kl. 13-16, söngur, spil, föndur, spjall, kaffisopi. Langholtskirkja | Opið hús fyrir foreldra ungra barna, farið frá Langholtskirkju kl. 9.30 í Forvarnar- hús þar sem Herdís Storgaard tekur á móti gestum. Nánari uppl. í Langholtskirkju. Laugarneskirkja | Foreldramorgunn í umsjá sr. Hild- ar Eirar kl. 10, gönguhópurinn Sólarmegin leggur upp frá kirkjudyrum kl. 10.30. Kirkjuprakkarar kl. 14.30 (1.-4. bekkur), Fermingarfræðsla kl. 14.30 og unglingakvöld kl. 20.30. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Opið hús kl. 15, dr. Guðrún Kvaran prófessor, orðabókaritstjóri og formaður Biblíuþýðingarnefndar, flytur erindi sem hún nefnir: Kirkjubiblía, biblíuhefð og tryggðin við frumtext- anna. Kaffiveitingar á Torginu. Ytri-Njarðvíkurkirkja | Barnakór Njarðvíkurkirkna kemur saman og æfir undir stjórn Dagmarar Kuna- kovu kl. 17. Öll börn frá 6-9 ára eru velkomin. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, jólasokkar, taumálun, glermálun o.fl. Farið í verslunina Föndru kl. 13.30, skráning á staðnum. Jóga kl. 9-12, Sóley Erla. Samverustund kl. 10.30 lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður kl. 11.30. Hæðargarður 31 | Nýtt framsagnarnámskeið byrjar 7. nóv. kl. 9 í listasmiðjunni. Skapandi skrif, Müllers- æfingar, Thai Chi, tölvuleiðbeiningar, jólapakka- skreytingar byrja 13. nóv. kl. 16. Jónína Leósdóttir rith. les upp úr nýrri bók sinni kl. 14 á föstudag. S. 568 3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthúsinu Dalsmára kl. 9.30. Ringó í Smáranum kl. 12, línudans í Húna- búð, Skeifunni 11, kl. 17. Uppl. í síma 564 1490. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun er Listasmiðjan opin kl. 13-16. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkrunarfr. frá Heilsugæslunni kl. 10.30, leikfimi kl. 11, handverk- stofa opin kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30, bingó kl. 15. Norðurbrún 1 | Smíðastofan kl. 9-16, vinnust. í handm kl. 9-16 m. leiðb. Halldóru, kl. 9-12 félagsvist kl. 14. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu | Félagsvist í Hátúni 12 kl. 19. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9-12, aðstoð v. böðun kl. 9.15-16, handavinna kl. 10-12, sund kl. 11.45, hádegisverður kl. 12.15, verslunarferð í Bónus kl. 13-16, tréskurður kl. 14.30-15.45, kaffi- veitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, handa- vinnustofa opin frá kl. 9-16.30, morgunstund kl. 10, leikfimi kl. 11, verslunarferð kl. 12.30, upplestur kl. 12.30, bókband kl. 13, dans kl. 14 við undirleik Vita- torgsbandsins. Þórðarsveigur 3 | Handavinna kl. 9, opinn salur kl. 13, ganga kl. 14, boccia kl. 15. Kirkjustarf Bessastaðasókn | Foreldramorgunn í Holtakoti kl. 10-12. Spjall, kaffi og góð leikaðstaða fyrir börnin. Starf eldri borgara í Litlakoti kl. 13-16. Spilað, teflt og spjallað, kaffiveitingar. Bæn í lok dags. Bessastaðasókn | Bæna- og kyrrðarstund í Leik- skólanum Holtakoti kl. 20-21. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hug- vekja, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimili eftir stundina. Kirkjuprakkarar 7-9 ára kl 16. TTT 10-12 ára kl 17. Æskulýðsfélag KFUM&K og 70ára afmæli. Stjötugurer í dag 7. nóvember Gísli Kristinn Lórensson for- stöðumaður Sundlaugar Akur- eyrar. Hann eyðir deginum í Barcelona með fjölskyldu sinni. 40ára afmæli. Fjörutíuára er í dag, 7. nóvem- ber, Elín Helga Steingríms- dóttir. Hún tekur á móti ætt- ingjum, vinum og samstarfs- fólki föstudaginn 9. nóvember kl. 20, í félagsheimili karla- kórsins Þrasta, Flatahrauni 21 í Hafnarfirði. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættar- mót og fleira lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda til- kynningu og mynd á net- fangið ritstjorn@mbl.is. dagbók Í dag er miðvikudagur 7. nóvember, 311. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Lækna mig Drottinn, að ég megi heill verða; hjálpa mér, svo að mér verði hjálpað, því að þú ert minn lofstír. (Jer. 17, 14.) Tónlist DOMO Bar | Þingholtsstræti 5. Kristjana Stefáns (söngur), Kjartan Valdemarsson (píanó), Gunnar Hrafnsson (bassi) og Pétur Grétarsson (trommur) leika á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans kl. 22. Þau leika lög Richard Rogers í eigin útsetn- ingum. Flensborgarskólinn | Skóla- hljómsveit Kópavogs heldur ár- lega hausttónleika sína kl. 20. Flutt verður suðræn tónlist af ýmsum toga, latin-dansar frá Suður-Ameríku, nautabana- tónlist frá Spáni, hátíðarlög frá Afríku og einnig íslensk tónlist í tangóbúningi. Safnaðarheimilið Vinaminni | Kaffihúsakvöld kl. 20. Kvenna- kórinn Ymur flytur tónlistar- dagskrá ásamt gestum. Meðal þeirra sem flytja eru Héðinn R. Jónsson trúbador, Geir Harðar- son trúbador og Ferlegheit. Bækur Skrúðgarðurinn | Höfundar bókaútgáfunnar Uppheima ásamt gestum kynna og lesa úr verkum sínum. Af þessu tilefni verður ný ljósmyndabók um Akranes, „Við upphaf nýrrar ald- ar“, gefin formlega út en bókin er prýdd fjölda ljósmynda eftir Friðþjóf Helgason, ljósmyndara og bæjarlistamann Akraness. Dans Þjóðdansafélag Reykjavíkur | Opið hús í sal félagsins í Álfa- bakka 14A, Rvk. kl 20.30. Gömlu dansarnir. Fyrirlestrar og fundir Friðarhús | Í tilefni af afmæli rússnesku byltingarinnar 7. nóv- ember verður fundað kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Rætt verður um sögu byltingarinnar, ávinninga og vandamál, og um horfur í byltingarmálum í dag. uppl.: Vésteinn, s. 862 9067. Krabbameinsfélagið | Stuðn- ingshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli, Góðir hálsar, heldur rabbfund í húsi Krabba- meinsfélagsins í Skógarhlíð 8, kl. 17. Gestur fundarins verður Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra. Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem greinst hafa með krabbamein í blöðruháls- kirtli. Orkugarður | Maik Brötzmann, nemi í veðurfræði og lofthjúps- fræðum, fjallar um nýtingu gróðurhúsahrifa til orkufram- leiðslu í „uppsogsturni“. Erindið verður kl. 13 og er flutt á ensku. Sjá nánar á www.os.is. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík | Félagsfundur í Gróu- búð 8. nóvember kl. 20. Fréttir og tilkynningar Mæðrastyrksnefnd Reykjavík- ur | Matar- og fataúthlutun kl. 14-17 í Hátúni 12b. Tekið við hreinum fatnaði og öðrum varn- ingi á þriðjudögum kl. 10-15. Sími 551 4349, netfang maedur@- simnet.is. Frístundir og námskeið ÍTR | Félagsmiðstöðvar ÍTR standa fyrir félagsmiðstöðva- deginum. Dagurinn er sam- starfsverkefni 20 félagsmið- stöðva sem allar verða opnar í dag fyrir gesti og gangandi kl. 18-21. Dagskrána má nálgast á heimasíðum miðstöðvanna og www.itr.is. FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi: „Vegna meinlegs misskilnings eða vanþekkingar sem fram kemur hjá leiðarahöfundi Morgunblaðsins í dag varðandi aðgang að auðlindum á Fil- ippseyjum, vill Orkuveita Reykjavík- ur benda á að lagaumhverfi orku- framleiðslu og dreifingar á Filipps- eyjum er mun skýrara en hér á landi. Veigamest í þessu samhengi er að jarðhitaauðlindir á Filippseyjum eru lögum samkvæmt í eigu þjóðarinnar og að fyrirtæki sem vilja leigja þann rétt af stjórnvöldum verða að vera að 60% í eigu heimamanna. Þess vegna eru Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy í samstarfi við þarlent orkufyrirtæki um tilboðsgerð í jarðhitafyrirtækið PNOC-EDC. Forystugrein Morgunblaðsins í dag lýkur á spurningunni: „Hvernig ætla Vinstri grænir að útskýra fyrir kjósendum sínum að þeir stuðli að því að seilst sé í auðlindir Filippsey- inga?“ Þar sem svipaðrar vanþekk- ingar hefur orðið vart í öðrum skrif- um blaðsins og annarra er rétt að taka eftirfarandi fram varðandi laga- umhverfi raforkuframleiðslu úr jarð- varma á Flippseyjum:  Lög á Filippseyjum kveða á um að jarðvarmaauðlindir séu eign þjóðar- innar.  Nýtingarréttur á jarðvarmaauð- lindum er leigður út til fyrirtækja og þá til 60–100 ára.  Leigugjald fyrir jarðvarmaauð- lind á Filippseyjum er u.þ.b. 40–60% af hagnaði á sölu jarðgufu.  Fyrirtæki sem vilja leigja nýting- arrétt jarðvarmaauðlindar, verða að lágmarki að vera í 60% eigu heima- manna. Útlendingar geta þar af leið- andi aldrei átt meira en 40% eign- arhlut í félagi sem leigir og nýtir jarðvarmaauðlind af ríkisstjórn Fil- ippseyja.  Meginreglan er að krosseignar- hald er bannað milli eftirfarandi þátta:  Jarðgufa og framleiðsla á raforku  Háspennulínur í dreifbýli  Dreifikerfi í borgum  Smásala á rafmagni Þannig er t.d. ekki leyfilegt fyrir þann aðila sem á í félagi sem fram- leiðir gufu eða rafmagn að eiga hlut í félagi sem á í dreifikerfum eða sér um smásölu á rafmagni. Á heimasíðu ríkisstjórnar Filipps- eyja má fá enn frekari upplýsingar http://www.doe.gov.ph/ER/geother- mal.htm með því m.a. að smella á „Laws and Issuances“ á síðunni.“ Filippsey- ingar eiga auðlindina Árétting frá Orku- veitu Reykjavíkur MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Finni Árnasyni, forstjóra Haga: „Í ljósi umræðu um lóðaúthlutanir í Reykjavík til matvöruverslana er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram: Frá árinu 1998 þegar Baugur varð til hefur fyrirtækið aldrei fengið út- hlutað lóð í Reykjavík undir matvöru- verslun, hvorki Baugur né Hagar. Samningar sem innifela þinglýstar kvaðir vegna lóða í Grafarvogi, m.a. við Spöng voru gerðir af borgaryfir- völdum við fyrri eigendur Hagkaups, fyrir stofnun Baugs árið 1998. Þeir samningar og þær kvaðir sem þeim fylgja eru því eldri en fyrirtækið Baugur. Rétt er að kjörnir fulltrúar í sveit- arstjórnum og hjá ríkinu opni augun fyrir þeim tilraunum og þeim aðferð- um, sem m.a. keppinautar Haga nota til þess sverta fyrirtækið og starfs- fólk þess og að fá kjörna fulltrúa til þess að gefa sér markaðshlutdeild.“ Yfirlýsing frá forstjóra Haga ♦♦♦ Alþjóðamálastofnun HÍ býður ámorgun til fyrirlestrar dr.Andrew Cottey, frá Univers-ity College í Cork: NATO í Afganistan –stefnir í ósigur? „Árið 2003 tók NATO við stjórn frið- argæsluverkefna í Afganistan, og er nú yfir 40.000 manna herlið þar í landi und- ir merkjum NATO. Harkaleg átök eru í suður- og austurhluta landsins, og liggja þúsundir liðsmanna andófs- manna, og hundruð NATO-liða í valn- um, en mörgum þykir óvíst um árangur aðgerða NATO.“ Að sögn Andrews miða aðgerðirnar í Afganistan að því að byggja nýtt sam- félag: „Þetta felur bæði í sér að koma ró á átök og ofbeldi, og endur-byggja ríki í samfélagi sem er mjög sundrað eftir pólitískum- og ættbálka-línum, auk þess að mikil andúð er í garð hins erlenda herliðs. Um leið varða átökin þar alla framtíðarþróun hins íslamska heims,“ segir Andrew. „Í Írak tel ég of seint fyr- ir Bandaríkin að koma málum á réttan kjöl en í Afganistan er enn mögulegt að koma á langtíma-stöðugleika, með rétt- um lausnum.“ Þannig segir Andrew flækja aðgerðir NATO í Afganistan, að þær beinast í þrjár ólíkar áttir: „Í fyrsta lagi er það baráttan gegn hryðjuverka- og andófsmönnum, í annan stað upp- bygging efnahagslegra og pólitískra stofnana, og í þriðja lagi baráttan gegn eiturlyfjaframleiðslu,“ segir hann. „Þessar þrjár víddir tengjast að sumu leyti, en takast einnig á. Þannig hafa að- gerðir gegn hryðjuverkamönnum valdið mannfalli meðal almennings, sem síðan torveldar samfélagslega uppbyggingu.“ Til að NATO nái árangri segir And- rew nauðsynlegt að aðildarríki hern- aðarbandalagsins mætist á miðri leið: „Evrópsku löndin þurfa að senda meira herlið til Afganistans, svo hægt sé að stóla meira á landhernað og þannig draga úr manntjóni meðal almennra borgara. Bandaríkin þurfa að sama skapi að leggja meira til við uppbygg- ingu samfélagsins. NATO-ríkin þurfa líka að skuldbinda sig til langtíma-þátt- töku, því andófsmenn virðast bíða færis: að erlenda herliðið þreytist á átökunum og haldi á brott.“ Fyrirlesturinn er haldinn í Norræna húsinu og hefst kl. 12.15. Fundurinn fer fram á ensku og er aðgangur öllum heimill og ókeypis. Nánar á www.hi.is/ page/ams_dagskra. Alþjóðamál | Fyrirlestur um aðgerðir NATO í Afganistan á morgun Ósigur í Afganistan?  Andrew Cottey fæddist í Norfolk 1966. Hann lauk BA-gráðu í frið- arrannsóknum 1988, MA-gráðu í alþjóðasamskipt- um 1989 og dokt- orsgráðu í frið- arrannsóknum 1994 frá Háskólanum í Bradford. Hann hefur starfað við kennslu og rannsóknir, og frá árinu 1999 kennt við University College Cork, á Írlandi. Andrew er kvæntur og á þrjú börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.