Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIN Þetta er England (This is England) er nýjasta viðbót breska leikstjórans Shane Meadows við svokallaðar Nottingham-sögur hans, sem fjalla um líf fólks af verka- mannastétt í Mið-Englandi. Þó svo að Meadows fjalli þar um bakgrunn sem hann sjálfur er sprottin úr, verður Þetta er England að teljast hans ævisögulegasta mynd til þessa, en hún fjallar um ungan pilt sem er að vaxa úr grasi í bæ í nágrenni Nottingham. Sagan tvinnar á áhuga- verðan hátt tíðaranda og pólitísk átök níunda áratugarins saman við þroskasögu áhrifagjarns og leitandi barns sem er að nálgast unglingsald- urinn. Í upphafi myndarinnar er áhorfendum svo gott sem kastað inn í mynd- og hljómræna upprifjun á umrótstímabili í sögu bresku þjóðar- innar, þegar Thatcher var við völd, Falklandseyjastríðið stóð yfir, at- vinnuleysi, glæpir og ofbeldi í stærri borgum landsins ollu óánægju sem jaðraði við uppreisn og útlendinga- hatur jókst samhliða atvinnuleysinu. Söguhetja myndarinnar, Shaun, hef- ur nýlega misst föður sinn í Falk- landseyjastríðinu og flutt á nýjan stað með móður sinni. Þar kynnist hann klíku snoðinkolla, hópi ungs fólks sem gefur skít í kerfið, klæðist uppbrettum gallabuxum með axla- böndum og dr. Martens-skóm og hlustar á skatónlist frá Jamaíku. Þegar gamall félagi foringjans í hópnum, Combo, losnar úr fangelsi fer hann að boða áróður í anda Breska þjóðarflokksins meðal með- lima klíkunnar og skapast þá átök sem varpa ljósi á samspil karl- mennskuhugmynda, ofbeldis og þjóðernishyggju á þessum átaka- tíma. Myndin er vel gerð og frábær- lega leikin, hinn ungi og óreyndi leikari Thomas Turgoose sýnir frá- bæran leik í hlutverki Shauns, drengs sem er á mörkum þess að vera barn og fullorðinn þegar hann stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum og sterkum áhrifavöld- um. Þetta er England er í senn fynd- in og tilfinningalega mögnuð kvik- mynd sem óhætt er að mæla með. Frábær „Myndin er vel gerð og frábærlega leikin, hinn ungi og óreyndi leikari Thomas Turgoose sýnir frábæran leik í hlutverki Shauns [...].“ Meðal snoðinkolla KVIKMYNDIR Þetta er England (This is England)  Leikstjórn: Shane Meadows. Aðal- hlutverk: Thomas Turgoose, Stephen Graham, Jo Gilgun og Vicky McClure. Bretland, 98 mín. Regnboginn – Græna ljósið Heiða Jóhannsdóttir - Kauptu bíómiðann á netinu - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Balls of Fury kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára Balls of Fury kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Dark is Rising kl. 3:45 - 5:50 - 8 B.i. 7 ára Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 4 - 6 Good Luck Chuck kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára Resident Evil kl. 10:10 B.i. 16 ára Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 3:50 Balls of Fury kl. 8 - 10 B.i. 7 ára Dark is Rising kl. 6 - 8 B.i. 7 ára Eastern Promises kl. 10 B.i. 16 ára Ævintýraeyja IBBA m/ísl. tali kl. 6 Sími 564 0000Sími 462 3500 This is England kl. 6 - 8 - 10 Rouge Assassin kl. 5:50 - 8 - 10:10 Superbad kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Good Luck Chuck kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 Ver ð aðeins 600 kr. Stórkostleg ævintýramynd í anda Eragon. BÚÐU ÞIG UNDIR STRÍÐ HÖRKU HASARMYND MEÐ TVEIMUR HEITUSTU TÖFFUR- UNUM Í DAG SVAKALEG SPENNA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA Ve rð a ðeins 600 kr . HVER SAGÐI AÐ RISA- EÐLUR VÆRU ÚTDAUÐAR Með íslensku tali Gríðarstór gamanmynd með litlum kúlum! ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST SVONA ER ENGLAND „Þetta er einfaldlega besta kvikmynd síðustu ára. Hrá, mikilvæg og stórskemmtileg!“ - Glamour HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR „...prýðileg skemmtun sem ætti að gleðja gáskafullbíógesti...!“Dóri DNA - DV Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „Í HRINGIÐU grasrótarinnar skjótast upp allnokkrar baneitraðar gorkúlur og eitra hið hefðbundna leikhúsumhverfi Austurbæjar.“ Þannig er sýningu á vegum Ung- listar sem fer fram í Austurbæ ann- að kvöld lýst í bæklingi hátíðar- innar. Það eru þriðja árs nemar í mynd- listardeild Listaháskóla Íslands sem standa fyrir sýningunni þar sem mun úa og grúa af allskonar verkum. „Við munum leggja undir okkur Austurbæ eina kvöldstund og sýna þar myndbandsverk, skúlptúra, gjörninga, ljósmyndir og allskonar innsetningar,“ segir Brynja Björns- dóttir, einn hinna ungu myndlist- armanna sem standa að sýningunni. „Húsið verður opið milli kl. 20 og 23 og fólk getur komið þegar það vill og kíkt á sýninguna, það kostar ekkert inn,“ segir Brynja og lofar skemmtilegri stemningu. „Þó að ég segi sjálf frá er þetta mjög góður árgangur, kraftmikill og bjartsýnn á framtíðina, svo það verður mikil fjölbreytni í Austurbæ annað kvöld.“ Brynja og nokkrar bekkjarsystur hennar voru með á Unglist í fyrra undir heitinu Októberhópurinn en núna er allur bekkurinn, 24 talsins, með. „Við erum mjög ánægð með að taka þátt í Unglist, það er líka alltaf gott að hafa vettvang til að sýna sköpun sína.“ Sýningarrýmið SMÁTÍMA Sýningin í Austurbæ er ekki það eina sem myndlistarnemarnir hafa tekið sér fyrir hendur því á föstu- daginn verður opnað í kjallara Kaffi Hljómalindar á Laugavegi nýtt sýn- ingarrými sem mun bera nafnið SMÁTÍMA. „Við leigjum það til 1. febrúar, nokkrir ungir myndlistarmenn,“ segir Brynja. „Þar munum við sýna saman tvö og tvö í viku í senn, þannig að ný sýning verður opnuð hvern föstudag til loka janúar. Svo eru samsýningar 28. desember og í lok janúar. Þó að ungir myndlistar- menn fái ekki oft tækifæri til að sýna er alltaf hægt að finna ein- hverjar lausnir.“ Fyrst til að opna sýningu í SMÁ- TÍMA, á föstudaginn kemur, eru Páll Haukur Björnsson og Steinunn Gunnlaugsdóttir. Sýningin ber þann mikla titil Reconstruction: what the hell happened, ?m jafna gengur upp, og verður opin frá opn- unardegi til fimmtudags frá kl. 13 til 17. Sýningin í Austurbæjarbíói heitir 3.úrgangur/faraldur með undirtitil- inn Mínus afsökun. Úir og grúir af allskonar verkum Nemar í myndlistardeild LHÍ standa í stórræðum Morgunblaðið/Sverrir Í innsetningu Brynja Björnsdóttir í innsetningunni miðri í SMÁTÍMA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.