Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ÞEGAR Sigþór Elías kom í heiminn 24. ágúst sl. var það fjarri foreldrum hans að þeir yrðu beðnir borga fyrir kenninafnið hans. Þó þeir hafi skilað pappírum til Þjóðskrár um hvert nafn drengsins skyldi vera, líkt og kveður á um í lögum um mannanöfn, undirritað af þeim báðum, var nafn- ið fært á annan veg í Þjóðskrá: Sig- þór Elías Smith var skráður Sigþór Elías Ásdísarson. Þegar foreldr- arnir leituðu skýringa hjá Þjóðskrá fengu þeir að heyra að „líf- fræðilegur ómöguleiki“ væri orsök- in, vegna aldargamallar hefðar stæðu karl og kona að baki hverju barni. Þyrftu foreldrarnir, Ásdís Þórhallsdóttir og Þóra Björk Smith, því að undirrita skjal, sem útbúið hefur verið sérstaklega hjá Þjóð- skrá, svo að fylla út eyðublað til breytingar á kenninafni og þá loks- ins yrði drengurinn Smith. Þetta ferli kostar foreldrana 4.400 kr. samkvæmt þeim upplýsingum sem þeir fengu hjá Þjóðskrá. Skrif- stofustjóri Þjóðskrár sagði við Morgunblaðið í gær að innheimtan hefði verið mistök. En gjaldið er ekki aðalmálið að mati foreldranna. Ásdísarson í Þjóðskrá Sigþór Elías var getinn með tæknifrjóvgun sem heimiluð var samkynhneigðum pörum í staðfestri samvist, sumarið 2006. Með breyt- ingum á barnalögum, sem gerðar voru á sama tíma, verður kona, sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á samvistarmaka sínum, kjörmóðir barnsins sem þannig er getið. „Fljótlega eftir fæðingu sonar okkar flettum við honum upp í Þjóð- skrá og þar var hann skráður Drengur Ásdísarson sem okkur fannst ekkert óeðlilegt,“ segir Þóra sem er kjörmóðir Sigþórs. Síðan kom að því að skrá nafn barnsins í Þjóðskrá. „Sonur okkar er ekki skírður og þess vegna fórum við og sóttum eyðublað til Þjóð- skrár, fylltum út nafnið hans, Sigþór Elías Smith, skrifuðum báðar undir og ég skilaði þessu blaði svo inn til Þjóðskrár.“ Stuttu síðar flettu þær honum aft- ur upp í Þjóðskrá, þá var hann ekki lengur Drengur Ásdísarson, heldur Sigþór Elías Ásdísarson. Smith- nafnið skilaði sér hins vegar ekki. „Ekki var haft samband við okkur og tilkynnt að skráningin hefði ekki farið í gegn og að fyrir því lægju gildar lagalegar forsendur,“ segir Þóra. Í kjölfarið hafði Ásdís samband við Þjóðskrá og fékk þær upplýs- ingar að ástæðurnar fyrir þessu öllu saman væri „líffræðilegur ómögu- leiki“. Skrifa þyrfti upp á sérstaka pappíra og greiða fyrir nafnbreyt- inguna, sem nú hefur komið á dag- inn að voru mistök. Ásdís segir starfsmanninn hafa verið mjög almennilegan, hins vegar skilji hún ekki hvernig það megi vera að samkynhneigð pör þurfi að greiða fyrir að fá að kenna barn við kjörmóður. „Ég sé ekki að það komi fram í mannanafnalögunum,“ segir hún og eftir því sem hún komist næst sé „líffræðilegan ómöguleika“ hvergi að finna í lögum. Veit hún um dæmi um mæður í sömu sporum sem þurftu að greiða gjald fyrir nafnbreytingu fyrr í sumar. „Það er þekkt að mörg pör á Ís- landi þurfa að fá gjafasæði,“ bendir Þóra á. „Það mætti því segja þetta einnig um sum gagnkynhneigð pör, að börn þeirra séu getin þrátt fyrir líffræðilegan ómöguleika! Ég veit hins vegar ekki til þess að þau þurfi að skrifa upp á sérstök skjöl og borga fyrir kenninöfn barna sinna.“ Sé það staðreynd, líkt og þær fengu staðfest hjá starfsmanni Þjóð- skrár, snúist málið ekki um tækni- lega hluti, þ.e. hvernig barnið er getið, heldur aldagamlar hefðir, að foreldrar séu karl og kona. Snýst ekki um peninga Þær Ásdís og Þóra segja málið vissulega ekki snúast um 4.400 krónur heldur það óréttlæti sem innbyggt sé í kerfið, að séu foreldrar tvær konur, þurfi að skrifa upp á sérstaka pappíra og greiða fyrir, eigi að kenna barnið við það foreldri sem ekki gangi með það. „Pör í staðfestri samvist njóta sömu réttinda og bera sömu skyldur og hjón,“ bendir Þóra á. Í flestu til- liti sé svo í reynd. Það eigi t.d. við um fæðingarorlofslögin og allt sem að þeim snúi. „Vissulega er minna mál að borga 4.400 kr. og skrifa und- ir pappíra en að stjúpættleiða börn líkt og þurfti fyrir lagabreytinguna á síðasta ári,“ segir hún. „Hins veg- ar er nú búið að breyta lögum. Kerf- ið hefur hins vegar ekki tekið tillit til þess varðandi þetta atriði.“ Þóra og Ásdís hafa ekki enn farið niður í Þjóðskrá að skrifa undir skjalið sem heimilar þeim, sam- kvæmt þeim upplýsingum sem þær fengu, að kenna soninn við Þóru, þ.e. Smith. „Á þetta virkilega að vera svona eða eiga allir að njóta sannmælis?“ spyr Ásdís. „Hver gef- ur börnum nafn, eru það foreldr- arnir, eða Þjóðskrá?“ Sonur þeirra, Sigþór Elías, er enn skráður Ásdísarson í Þjóðskrá. Þurfa að skila inn yfirlýsingu til Þjóð- skrár vegna „líffræðilegs ómöguleika“ Morgunblaðið/Kristinn Fjölskylda Þóra Björk Smith og Ásdís Þórhallsdóttir ásamt syni sínum, Sigþóri Elíasi Smith. SKÚLI Guðmundsson, skrifstofu- stjóri Þjóðskrár, segir að konur í staðfestri samvist eða í sambúð, hvort sem hún er skráð eða ekki, þurfi ekki að greiða sérstakt gjald fyrir breytingu á kenninafni barns síns, sem getið er með tæknifrjóvgun hér á landi. Fyrir mistök hafa konur í tveimur tilvikum í þessari stöðu verið látnar greiða slíkt gjald. Skúli segir að þær eigi ekki að greiða gjald frek- ar en foreldrar almennt við breyt- ingar á kenninöfnum barna sinna. Réttarstaða samkynhneigðra breyttist á margan hátt í löggjöf í fyrra. M.a. urðu þær breytingar á lögum um tæknifrjóvgun og barna- lögum að lesbísk pör geta nú farið í tæknifrjóvgun hér á landi og að sú þeirra sem ekki elur barnið er kjör- móðir þess við fæðingu. Þetta er orð- að í 3. gr. laga um tæknifrjóvganir þannig að kona, sem undirgangist slíka aðgerð, þurfi ásamt maka að gefa skriflegt samþykki sitt. Í 6. gr. barnalaga segir að kona sem sam- þykkt hafi að tæknifrjóvgun fari fram á samvistarmaka sínum sé kjör- móðir barns sem þannig sé getið. Í 7. gr. sömu laga segir að yfirlýsing skv. 6. gr. skuli senda Þjóðskrá við skrán- ingu barns, þegar eftir fæðingu þess. Fæðingarskýrslur barna berast Þjóðskrá frá fæðingarstofnunum í flestum tilvikum degi eftir fæðingu. Skúli segir að þá liggi ekki fyrir framangreind yfirlýsing skv. barna- lögum og er því barnið kennt við þá móður sem elur það. Síðan er hægt að kenna barnið við hina (kjörmóð- urina) þegar yfirlýsingin er lögð fram. Þetta er sama staða og hjá kon- um sem eignast barn og eru ekki í hjúskap eða skráðri sambúð. Þau börn eru kennd við þær en mæð- urnar geta kennt þau við föður við feðrun. Áralöng hefð er að sögn Skúla fyrir því í Þjóðskrá að kenna börn gagnkynhneigðra hjóna eða fólks í skráðri sambúð við föður við fæðingu. Færst hefur í vöxt á seinni árum að einstaka foreldrar vilja kenna börn sín við báða foreldra. Þurfa ekki að borga Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is DAGUR B. Eggertsson borgarstjóri ætlar á morgun að leggja fram í borgarráði tillögu um að borgaryfir- völd taki upp viðræður við Sam- keppniseftirlitið um úthlutun lóða til smásöluverslana. Horft verði til reynslu annarra þjóða sem reynt hafi að ýta undir samkeppni við úthlutun lóða. Sturla Eðvarðsson, framkvæmda- stjóri Samkaupa, gagnrýndi stjórn- völd í Reykjavíkurborg í Morgun- blaðinu í gær og sagði að sveitar- félögin yrðu að gera sér grein fyrir að lóðaúthlutanir skiptu miklu máli varðandi samkeppni á matvörumark- aði. Samkaup hefðu sótt um lóðir í Reykjavík en engin svör fengið. Dagur sagði að engri lóð hefði ver- ið úthlutað undir matvöruverslun frá því að Samkaup sendu inn sitt erindi fyrr á þessu ári. Hann sagðist vera sammála því að samkeppnissjónar- mið væru mikilvæg og skiptu máli þegar kæmi að úthlutun lóða. Borgin hefði reynt að stuðla að aukinni sam- keppni við úthlut- un lóða til bygg- ingavöruverslana og bensínstöðva. Það væri hins vegar ekki einfalt að úthluta lóðum til að ýta undir samkeppni. Fyr- irtæki gætu skipt um eigendur og stundum væru undirfélög stóru aðilanna að sækja um lóðir sem síðar gengju til þeirra. Dagur sagði að erfitt væri fyrir borg- ina að setja stranga skilmála við út- hlutun lóða þar eð eignarrétturinn væri mjög sterkur. Dagur hefur tvívegis flutt í borg- arráði tillögu um að leitað verði eftir viðræðum við Samkeppniseftirlitið um hvernig samkeppnissjónarmiða verði best gætt við úthlutun lóða í borginni og að leitað verði fyrir- mynda erlendis frá. Dagur sagðist ætla að flytja þessa tillögu í þriðja sinn í borgarráði á morgun og hún yrði væntanlega samþykkt þá. Hann sagði að skoða þyrfti hvort gera þyrfti breytingu á lögum til að hægt yrði að ná fram þeim markmiðum sem menn vildu ná fram í þessu sam- bandi. Vildu tryggja stöðu hverfa- verslunar í Grafarvogi Fram hefur komið í fjölmiðlum að í skipulagsskilmálum Grafarvogs- hverfis væri að finna ákvæði um að ekki mætti úthluta fleiri lóðum undir matvöruverslanir í hverfinu. Dagur sagði að sjónarmiðið sem hefði ráðið ferðinni þegar þetta ákvæði var sett inn í skipulagið væri að borgin hefði viljað tryggja að það yrði hverfis- verslun í Spönginni í Grafarvogi. Þess væru dæmi að stórar verslanir hefðu verið byggðar í útjaðri borg- arhverfa sem leitt hefði til þess að verslun inni í hverfum hefði lognast út af. Þetta hefði gerst í Grafarholti og í Árbæjarhverfi hefðu upphaflega verið skipulagðir þrír verslunar- kjarnar sem hefðu smátt og smátt fjarað út. Mörg fyrirtæki í ýmsum greinum verslunar hafa óskað eftir lóðum í Reykjavík. Vill taka upp samstarf við Samkeppniseftirlit Dagur B. Eggertsson Borgarstjóri með tillögu í borgarráði um lóðaúthlutanir BJÖRGVIN G. Sigurðsson við- skiptaráðherra segist telja mjög góðar líkur á að samningar takist milli samkeppnis- yfirvalda og versl- ana á smásölu- markaði um rafrænar verð- kannanir. Slíkar kannanir séu mjög til hagsbóta fyrir neytendur. Björgvin sagði unnið að því að efla Samkeppniseftirlitið enn frekar. Framlög til stofnunarinnar væru auk- in um 15% í fjárlagafrumvarpinu og áformað væri að auka framlögin mjög bratt á næstu árum. Tekur ekki undir gagnrýni á Samkeppniseftirlitið Björgvin tók fram að hann tæki ekki undir gagnrýni á Samkeppniseft- irlitið um hæga málsmeðferð. Saman- burður sýndi að málahraði hjá stofn- uninni væri fyllilega sambærilegur við erlendar stofnanir á þessu sviði. Björgvin sagði að auk þess að efla Samkeppniseftirlitið hefði hann beitt sér fyrir því að teknar yrðu upp raf- rænar verðkannanir. Forsenda fyrir því að slíkt væri hægt væri að versl- anir gæfu aðgang að verðgagnabönk- um sínum. Hann sagði að samtöl sem hann hefði átt síðustu daga bentu til þess að mjög góðar líkur væru á að samningar næðust um slíkar verð- kannanir. Það væri ekki aðeins góð tíðindi fyrir neytendur heldur einnig fyrir verslunina í landinu sem hefði setið undir ásökunum um að hafa rangt við. Með rafrænum verðkönn- unum sýndu verslanirnar að það væri eitthvað á bak við fullyrðingar for- svarsmanna þeirra um að þeir hefðu ekkert að fela. Björgvin sagðist ekki treysta sér til að svara því hversu langt væri í að rafrænar verðkannanir yrðu að veru- leika. Fyrsta skrefið væri að ná sam- komulagi um þessa hluti við versl- unina. Síðan þyrfti að eiga sér stað ákveðin tæknivinna. Stjórnendur smásöluverslananna hafa upplýst að gerðar séu verðbreyt- ingar oft á dag. Björgvin sagði aðal- atriðið að verslunin stundaði heiðar- lega og gegnsæja viðskiptahætti við verðbreytingar. Rafrænar verðkann- anir væri leið sem væri fallin til að binda enda á deilur og eyða grun- semdum. Rafrænar verð- kannanir í sjónmáli Björgvin G. Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.