Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Löggur og bófar voru efnivið-ur í samnefndum leik áskólalóðinni í gamla daga. Mig minnir að leikurinn hafi gengið útá að löggurnar reyndu að klófesta bófana og koma þeim í steininn, svona rétt eins og í raunveruleik- anum. Bófarnir gátu svo freistað þess að frelsa hver annan úr prís- undinni. Úlpuklæddar löggur með hor og bófar í kuldaskóm og með húfuna ofan í augu voru vafalaust ekki eins smartir á lóðinni við Voga- skóla og kollegar þeirra í kvik- myndunum.    Flestir ættu að geta nefnt sínauppáhaldslöggu úr kvik- myndasögunni, þær eru þó nokkrar. Og ekki eru bófarnir færri, annars hefðu löggurnar lítið að gera. Í nóv- emberútgáfu kvikmyndatímaritsins Empire eru teknir saman listar yfir 20 eftirlætislöggur hvíta tjaldsins sem og 20 eftirlætisglæpamennina. Það kemur trúlega ekki á óvart að hinn eitursvali „Dirty“ Harry Callahan þykir fremstur meðal lag- anna varða en Clint Eastwood lék hann í fimm myndum, meðal annars Dirty Harry og Magnum Force. Það er hálfskrýtið til þess að hugsa að Frank Sinatra var að sögn upp- haflega ætlaður í hlutverk Harrys. „Yipee-kay-yay…“ hefur Bruce Willis eflaust æpt uppyfir sig þegar hann komst að því að John McClane þykir næstsvalasta lögga kvik- myndanna. Það er ekki að ástæðulausu því fáir ná að bjarga heiminum eins timbraðir og John McClane.    Willis hefði jafnvel einnig getaðtryggt sér sjötta sæti listans því þar situr Martin Riggs (leikinn af Mel Gibson í Lethal Weapon- myndunum) en Willis var upp- haflega boðið hlutverk Riggs. Á list- anum má einnig finna aðra aðila sem næstum eru sjálfkjörnir, hin kasólétta en bráðsnjalla Marge Gunderson (Frances McDormand) í Fargo, burstaklippta góðmennið Bud White (Russel Crowe) úr L.A. Confidential og Beverly Hills- löggan Axel Foley, sem leikinn var af eftirsóttasta barnsföður Holly- wood – Eddie Murphy. Bófarnir eru einnig margir eft- irminnilegir. Í fyrsta sæti situr Alan Rickman sem Hans Grüber, vondi karlinn í Die Hard.. Það er í raun ótrúlegt að Grüber hafi skákað bóf- anum sem situr í öðru sæti listans en sá hefur jafnan verið talinn fremst- ur meðal jafningja á glæpasviðinu, og er þekktur fyrir að gera tilboð sem menn geta ómögulega hafnað – sjálfur Vito „Don“ Corleone. Í því þriðja er svo morðinginn með menn á matseðlinum, Hannibal Lecter. Einhver óvæntasti bófi kvik- myndanna, Verbal Kint (Kevin Spa- cey í The Usual Suspects), situr svo í fjórða sæti. Margir flottir glæponar fylgja svo í kjölfarið: John Doe Spa- ceys úr Seven, Herra Hvítur (Har- vey Keitel) úr Reservoir Dogs og Tony Montana úr Scarface svo ein- hverjir séu nefndir. Einhverra hluta vegna ná bófarnir alltaf að vera flottari karakterar en hinir frómu laganna verðir, þó maður vildi trú- lega vita af þeim fæstum handan við þilið á heimili sínu.    Eins og gengur finnst mannialltaf einhvern vanta á lista sem þessa. Ég saknaði til dæmis Jacques Clouseau, úr hópi laganna varða og hefði Keanu Reeves í Speed meðal annars mátt víkja af listanum fyrir honum. Þá saknaði ég Jeremy Irons í fjólubláa hlýra- bolnum sínum með þýska hreiminn í Die Hard With a Vengeance og Christians Bale sem hin snargeggj- aði en huggulegi Patrick Bateman í American Pshyco. Einnig hefðu einhverjir teiknaðir glæponar mátt vera með, til dæmis Jafar úr Alad- ín.    Ekki veit ég hvernig húfu-klæddu bófunum í Vogaskóla hefði vegnað í viðureign við Dirty Harry og John McClane. Einnig er ekki víst að hinar barnungu löggur á skólalóðinni hefðu haft hendur í hári Verbal Kints og félaga. Það hefur hinsvegar verið staðfest nú hvaða hetjur verður vinsælast að leika í löggu og bófa í frímínútum. Löggur og bófar AF LISTUM Birta Björnsdóttir » Flestir ættu að getanefnt sína uppáhalds löggu úr kvikmyndasög- unni, þær eru þónokkr- ar. Og ekki eru bófarnir færri, annars hefðu löggurnar lítið að gera. © CinemaPhoto/Corbis Harður Clint Eastwood túlkaði Dirty Harry með eftirminnilegum hætti á áttunda áratugnum og enní dag er hann álitinn einn sá harðasti. birtabjorns@gmail.com AÐALGESTUR Söngvaskálda- kvölds á DOMO í kvöld verður Magnús Þór Sigmundsson en einnig koma fram söngvaskáldin Halli Reynis, Benóný Ægisson og Valgeir Skagfjörð. Sérstakir heiðursgestir kvöldsins verða meðlimir afrísku hljómsveitar- innar Mama Djombo frá Gíneu- Bissá en meðlimir hennar eru á ann- an tug. Hljómsveitin er stödd hér á landi til að hljóðrita nýja breiðskífu í hljóðveri Sigur Rósar. Það má búast við því að skemmtilegt verði að fylgj- ast með samspili og spuna íslenskra og afrískra tónlistarmanna á sviðinu á DOMO en Eyþór Gunnarsson er tónlistarstjóri og fer fyrir hrynsveit hússins. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Frá Gíneu-Bissá Mama Djombo er fjölmenn sveit. frá Gíneu-Bissá. Afró-íslenskt söngva- skáldakvöld á Domo RANDY Daytona (Fogler) er undra- barn og upprennandi heimsmeistari í borðtennis þegar lánið sýnir honum afturendann og uppfrá því er allt hans líf á niðurleið. Hann er löngu gleymdur og grafinn sirkustrúður þegar alríkislögreglan fær hann til liðs við sig. Randy á að komast í borðtenniskeppni sem hinn dul- arfulli Feng (Walken) heldur á laun einhvers staðar í Mið-Ameríku og fletta ofan af þessu stórhættulega illmenni. Tilraun til að hræra saman borð- tennistilþrifum, austurlenskum bar- dagaíþróttum og aulagríni fer í eitt, þunnt súpulap, þar sem má hafa ör- lítið gaman af aðalleikaranum. Smá- vöxnum, kiðfættum og strýhærðum bartaskegg, sem á að öllum líkindum eftir að stinga upp kollinum næstu tvö-þrjú árin þar sem hann þarf ekki að hafa mikið fyrir því að láta áhorf- endur brosa út í annað. Bara að láta sjá sig. Það er ekki þrautalaust að halda með Walken, frekar en fyrri daginn, hann blómstraði fyrir fáein- um vikum í Hairspray, en er ekki lengi að venda sínu kvæði í kross og umfaðma ruslið á nýjan leik – alsæll að sjá. Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR Háskólabíó, Smárabíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Robert Ben Garant. Aðalleik- arar: Dan Fogler, Christopher Walken, Maggie Q. 90 mín. Bandaríkin 2007. Balls of Fury  Aulagrín „Tilraun til að hræra saman borðtennistilþrifum, austurlenskum bardagaíþróttum og aulagríni fer í eitt, þunnt súpulap [...}.“ Borðtennismaður gerist alríkislögga WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á / ÁLFABAKKA MICHAEL CLAYTON kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.7.ára THE GOLDEN AGE kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.7.ára THE INVASION kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára DIGITAL THE INVASION kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16.ára LÚXUS VIP ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ HEARTBREAK KID kl. 8 B.i.12.ára THE BRAVE ONE kl. 10:30 B.i.16.ára STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10.ára ASTRÓPÍA kl. 6 LEYFÐ SAMBÍÓIN ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI ERU EINU BÍÓIN Á ÍSLANDI SEM BJÓÐA UPP Á DIGITAL OG 3-D REAL TÆKNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABA GEORGE CLOONEY LEIKUR LÖGFRÆÐING Í EINUM AF BETRI „ÞRILLERUM“ SEM SÉST HAFA Á ÞESSU ÁRI. eeee H.J. MBL. eeee KVIKMYNDIR.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.