Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is STJÓRN George W. Bush Banda- ríkjaforseta siglir milli skers og báru í málefnum Pakistans eftir að Pervez Musharraf, forseti landsins, ákvað að setja neyðarlög og víkja flestum dómurum hæstaréttar landsins frá. Bush virðist nú þurfa að velja á milli tveggja helstu forgangsverkefna sinna: baráttunnar gegn hryðju- verkastarfsemi í heiminum og fyrir- heita sinna um að breiða út frelsi og lýðræði. Stjórn Bush lítur á Musharraf sem mikilvægan bandamann í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi og allir kostir hans í stöðunni fela í sér mikla áhættu. Mikið er í húfi því að Pak- istan er kjarnorkuveldi og hætta er á að kjarnavopn komist í hendur ísl- amskra öfgamanna sem eru áhrifa- miklir í landinu. Bandarísk stjórnvöld hafa veitt Pakistan fjárhagsaðstoð að andvirði nær ellefu milljarða dollara, sem svarar um 660 milljörðum króna, frá hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Stjórn Bush get- ur dregið úr þessari aðstoð komi Musharraf ekki á lýðræði en hugs- anlegt er að það grafi undan barátt- unni gegn hryðjuverkastarfsemi. Haldi stjórnin áfram að veita pakist- önskum stjórnvöldum fjárhagsaðstoð verða loforð hennar um að breiða út lýðræði höfð að háði og spotti. Nokkrir fréttaskýrendur telja að stjórn Bush þurfi e.t.v. að viðurkenna að hún hafi lítil áhrif á stefnu Musharrafs. Það geti orðið til þess að hún haldi að sér höndum í von um að deilan leysist og láti nægja að gagn- rýna neyðarlögin sem hafa orðið til þess að hundruð andstæðinga forset- ans hafa verið handtekin. Hvetur til kosninga „Við viljum berjast fyrir lýðræði. En við þurfum líka að viðurkenna að óstöðugleiki eða hrun ríkisvaldsins í Pakistan væri martröð fyrir alla,“ hafði fréttastofan AP eftir Michele Flournoy, fyrrverandi embættis- manni í varnarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna. Bush gagnrýndi ákvörðun Mush- arrafs, sagði hana grafa undan lýð- ræðinu. Hann kvaðst vænta þess að kosningar færu fram í Pakistan eins fljótt og auðið væri og að forsetinn segði af sér sem yfirhershöfðingi. Bush lagði þó einnig áherslu á að Musharraf hefði verið „öflugur bandamaður í baráttunni gegn öfga- mönnum og róttæklingum“. Ákvörðun Musharrafs hefur orðið til þess að þingmenn úr röðum repúblikana og demókrata hafa hvatt Bush til að endurskoða aðstoðina við stjórn Musharrafs. Öldungadeildar- þingmaðurinn Patrick J. Leahy, demókrati og formaður nefndar sem fjallar um aðstoðina, sagði að Mush- arraf hefði gert „hrikalegt glappa- skot“ og hætta þyrfti aðstoðinni þar til neyðarlögin yrðu afnumin. Condoleezza Rice utanríkisráð- herra og Robert Gates varnarmála- ráðherra sögðu að aðstoðin yrði „skoðuð gaumgæfilega“. Los Angel- es Times hafði þó eftir embættis- mönnum í Washington að of áhættu- samt væri að draga úr aðstoðinni við Pakistan vegna þess að Bandaríkja- menn væru háðir þarlendum stjórn- völdum í baráttunni gegn hryðju- verkastarfsemi. Þess vegna væri líklegt að stjórn Bush héldi áfram að skamma Musharraf án þess að refsa honum. Fast lagt að Bush að hætta aðstoðinni við Musharraf Bush lætur líklega nægja að skamma bandamann sinn AP Harka Pakistanskir lögreglumenn berja á lögfræðingum sem efndu til mótmæla gegn Pervez Musharraf forseta í borginni Multan í gær. Í HNOTSKURN » Þótt hundruð pakistanskrahermanna hafi fallið í átök- um við liðsmenn al-Qaeda og talibana telja margir banda- rískir embættismenn að Musharraf hafi ekki gert nóg í baráttunni gegn íslömskum öfgamönnum. » Rúmir sjö milljarðar doll-ara af aðstoð Bandaríkja- stjórnar við Pakistan hafa runnið til hersins. Bandarískir embættismenn segja að megnið af fénu hafi verið notað til að kaupa þungavopn, orrustuþotur og aðrar vígvélar sem myndu henta miklu betur til hefðbund- ins hernaðar gegn Indlandi. NICOLAS Sarkozy, forseti Frakklands, hét því í gær að fara aftur til Afríku- ríkisins Tsjad til að fá þarlend yf- irvöld til að framselja tíu Evrópumenn sem eiga yfir höfði sér ákæru fyrir tilraun til að flytja 103 börn til Frakklands. Sarkozy fór til Tsjad á sunnudag til að sækja þrjá franska blaðamenn og fjórar spænskar flugfreyjur sem voru handtekin vegna málsins. Sex franskir starfsmenn hjálp- arstofnunar, þrír Spánverjar og belgískur flugmaður eru enn í fang- elsi og hafa verið sakaðir um mann- rán. Beitir sér fyrir framsali Nicolas Sarkozy ABDULLAH konungur Sádi- Arabíu ræddi í gær við Benedikt XVI páfa í fyrstu opinberri heim- sókn sádi-arabísks konungs til Páfagarðs. Þeir ræddust við í hálfa klukkustund. Páfagarður er ekki í stjórnmálasambandi við Sádi- Arabíu. AP Áheyrn Benedikt XVI páfi tekur á móti konungi Sádi-Arabíu. Söguleg ferð Pul-i-Khumri. AFP, AP. | Að minnsta kosti 28 manns, þar af fimm þing- menn, týndu lífi þegar sjálfsmorðs- árásarmaður sprengdi sig í loft upp í bænum Pul-i-Khumri, um 150 km norður af Kabúl, í gær. Tala látinna er á reiki og fullyrða aðrir miðlar að allt frá 40 til 90 hafi legið í valnum. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en árásin er ein sú mann- skæðasta í landinu undanfarin ár. „Á fjórum sjúkrahúsum hafa 120 verið skráðir særðir, 40 látnir,“ sagði Yousuf Faiz, yfirmaður sjúkrahúsa á svæðinu, í viðtali við AFP-fréttastof- una í gær. Meðal þeirra sem biðu bana var Mustafa Kazimi, fyrrverandi við- skiptaráðherra sem fór fyrir efna- hagsnefnd þingsins, ásamt því að vera lykilmaður í stjórnarandstöð- unni. Þá var Ghulam Mustafa Jawad, aðstoðar- landbúnaðarráð- herra, í hópi særðra. Fjöldi fólks var samankominn hjá hópi hátt settra embættismanna sem var í skoðunar- ferð um sykurverksmiðju. Var til- gangur ferðarinnar að afla upplýs- inga um viðskipti og stöðu efnahagsmála á svæðinu. Gekk inn í þvöguna Að sögn vitna gekk árásarmaður- inn inn í miðja þvöguna, með sprengju í annarri hendi og sprengjubelti um brjóstið. Aðkoman var hræðileg þegar ætt- ingja fórnarlambanna bar að, margir fluttu látna ástvini sína á brott. Sveitir Atlantshafsbandalagsins, NATO, lögðu sitt af mörkum og komu særðum undir læknishendur. Hamid Karzai, forseti landsins, fordæmdi árásina, líkt og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna og fleiri leiðtogar. Á vefsíðu breska ríkisútvarpsins, BBC, í gærkvöldi var haft eftir tals- manni talibana að þeir hefðu ekki verið að verki. Hins vegar minnir fréttaritari BBC á að talibanar og liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkanets- ins hafi borið ábyrgð á flestum árás- um í landinu á síðustu árum. Tugir taldir af eftir árás í Afganistan  Fimm þingmenn í hópi hinna látnu  Yfir hundrað særðir Hamid Karzai LÆKNAR á Indlandi skáru í gær upp tveggja ára stúlku, Lakshmi Tatma, sem fæddist með fjóra fæt- ur og fjórar hendur. Aukalimirnir tilheyra í raun höfuð- og búklaus- um tvíbura stúlkunnar. Læknarnir bjuggust við því að skurðaðgerðin tæki allt að 40 klukkustundir. Þeir sögðu að þótt mörg vandamál hefðu komið upp hefði aðgerðin gengið vel fyrstu klukkustundirnar. Þeir töldu um það bil 80% líkur á því að stúlkan lifði aðgerðina af, að því er fram kom á fréttavef breska ríkisút- varpsins, BBC. Aukalimir fjarlægðir AP Hver á Norðurpólinn? Málstofa um réttarstöðu Norður-Íshafsins Þjóðmenningarhúsinu föstudaginn 9. nóvember kl. 11-14. Dagskrá: 11.00 Ávarp Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra. 11.15 Ron Macnab, meðlimur Norðurskautsnefndar Kanada: The Central Arctic Ocean - Shrinking Ice and Expanding Jurisdiction. 11.45 Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar: Fiskveiðar á norðurslóð við breyttar aðstæður. 12.15 Veitingar í boði Hafréttarstofnunar Íslands. 13.00 Douglas Brubaker, Fridtjof Nansen-stofnuninni: The Northern Sea Routes - Legal Considerations. 13.30 Pallborðsumræður og fyrirspurnir. Þátttakandi ásamt frummælendum: Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði við Háskóla Íslands. 14.00 Slit. Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. m b l 9 30 68 1 Dalvegi 10-14 • Sími 577 1170 Innrettingar Þi´n vero¨ld X E IN N IX 0 7 06 0 08

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.