Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g hef verið að hugleiða með sjálfri mér síð- ustu daga, að það get- ur ekki verið ýkja skemmtilegt um þess- ar mundir að vera starfsmaður lág- vöruverðsverslana. Umræðan hefur verið mikil og aðallega neikvæð og kemur auðvitað við óbreytta starfs- menn, fólkið á gólfinu, þótt stóru spjótin beinist í flestum tilvikum að forsvarmönnum, yfirmönnum og eig- endum keðjanna. Það er nú einu sinni svo, að nei- kvæð umræða smitar mjög út frá sér og tekur oft til þeirra sem ekkert hafa með upphafið að neikvæðninni að gera. Dómstóll götunnar er harð- ur og fljótur að komast að niðurstöðu eins og skoðanakönnun sem eyjan.is framkvæmdi í vikunni, ber með sér. Þar kom fram, að þrír af hverjum fjórum aðspurðra telja að verð- samráð sé í gangi á milli stærstu lág- vöruverðsverslananna í landinu, en enn hefur engin rannsókn þar að lút- andi farið fram og því síður að nokkrar niðurstöður liggi fyrir. En dómstóll götunnar er nú ekki að láta slík smáatriði þvælast fyrir sér. Auðvitað eigum við að rannsaka þau álitamál sem upp kunna að koma í sambandi við framkvæmdir á verð- könnunum og meint verðsamráð á samkeppnismarkaðnum og þær rannsóknir þurfa að ganga hratt og vel fyrir sig. Það er auðvitað óþolandi, bæði fyrir þá sem eru í verslunarrekstri og fyrir neytendur, að allar slíkar rannsóknir skuli ýmist lognast út af eða dragast svo úr hömlu, að enginn man hvað var verið að rannsaka, þegar Samkeppniseftirlitið skilar einhverjum niðurstöðum eftir dúk og disk. En þurfum við ekki jafnframt að sýna aðgát í nærveru sálar og forð- ast að taka heilu fyrirtækin, eig- endur, forsvarsmenn og almennt starfsfólk af lífi, án dóms og laga, áð- ur en niðurstöður rannsókna liggja fyrir? Einhvern tíma fyrr á þessu ári rit- aði ég viðhorfspistil, þar sem ég lýsti skoðunum mínum á dónaframkomu eins viðskiptavinar Bónuss í garð al- saklauss starfsmanns, sem var að fylla í hillur í mjólkurkæli verslunar- innar við Hraunbæ í Árbænum, og hafði það eitt til sakar unnið að húka á smákolli, þar sem hann raðaði í neðstu hillur kælisins og uppskar frá dónanum ógurlegan fúkyrðaflaum, sem var slíkur, að mamma hans hefði þvegið munn hans með sápu, ef hún hefði heyrt til hans. Mér finnst ég ekki geta orða bundist, vegna ánægjulegrar reynslu sem ég varð fyrir í síðustu viku í verslun Krónunnar við Bílds- höfða (í Húsgagnahöllinni). Í kulda og trekki kom ég þar við undir kvöld, á heimleið, hrifsaði með mér seðlaveskið úr töskunni og hljóp í norðangarranum inn í búð. Náði mér í innkaupakerru, fyllti hana af helstu nauðsynjum, brunaði að kassa og greiddi fyrir innkaupin. Renndi kerrunni í snarhasti út að bíl, fyllti skottið af plastpokum, renndi kerr- unni í kerrustæði rétt við hlið bílsins og keyrði svo rakleiðis heim á leið. Tveimur dögum síðar var ég stödd á bensínstöð og ætlaði að finna seðlaveskið gamla og góða, til þess að kaupa bensín. En viti menn, það var ekkert seðlaveski í töskunni minni. Ég þurfti að bregða mér í hlutverk Erlendar Sveinssonar úr bókum Arnaldar Indriðasonar og rekja og kortleggja ferðir mínar aft- ur í tímann og það tókst, því ég komst að þeirri niðurstöðu að veskið hefði ég ekki brúkað frá því ég var að kaupa inn í Krónunni tveimur dögum áður. Brunaði því sem leið lá upp á Bíldshöfða til fundar við þá Krónu- menn. Að vísu var það svo, að ég var búin að taka fjóra starfsmenn tali, sem skildu hvorki íslensku né ensku, áður en sá fimmti kvaðst tala ensku. „Lost and Found,“ sagði ég, án þess að hafa um það fleiri orð og hann sagði snarlega: „Follow me!“ Ég elti hann inn á lager og þar hátt uppi á stæðu var Íslendingur að vinna. Ég hafði varla lokið erindi mínu, þegar hann spurði: „Heitir þú Auður?“ „Nei, ég heiti Agnes,“ svar- aði ég. „Já, Agnes, einmitt. Ég reyndi tvisvar að hringja heim til þín í gær. Var ekki fullt af evrum í vesk- inu þínu?“ „Jú, einmitt,“ sagði ég. Ungi maðurinn snaraðist niður af stæðunni háu, fór eitthvert á bak við og birtist svo með seðlaveskið mitt, með öllum greiðslukortunum, öku- skírteininu, blaðamannaskírteininu, nokkur hundruð evrum, fallegu myndunum af börnunum mínum – öllu, bókstaflega öllu! Hann sagði mér að viðskiptavinur hefði komið inn með veskið tveimur dögum áður, og sagt að það hefði legið í innkaupakerru sem var í kerrurekkanum úti á stæði og beðið sig um að reyna að hafa upp á eig- andanum og koma veskinu til skila. Ungi maðurinn afhenti mér vesk- ið með föðurlegum ábendingum um að ég þyrfti nú að vera aðeins passa- samari. Það var nú minnsta málið fyrir mig að taka á móti föðurlegum umvöndunum frá ungum manni, sem hæglega gæti verið sonur minn, enda átti ég þær fyllilega skilið. En svona getur flumbrugangurinn ver- ið, að minnsta kosti hjá mér, þegar ég er á hröðum flótta undan Kára kuldabola, í upphafi vetrar. Mér finnst það vera alveg frá- bært, í samfélagi, þar sem alltaf er verið að tala um svindl og svínarí, verið sé að hlunnfara þennan eða hinn og þessi sé að okra á hinum eða þessum, eða okkur öllum, að upplifa sjálf svona heiðarleg og falleg vinnu- brögð, bæði frá viðskiptavininum sem fann veskið mitt og skilaði því inn í verslunina og ekki síður vinnu- brögð starfsfólks Krónunnar, sem reyndi að hafa upp á mér en beið svo rólegt, þar til ég hafði vit á því að rekja ferðir mínar aftur á bak og enda þannig inni á lagergólfi Krón- unnar. Þar sem starfsfólk Krónunnar hafði engar upplýsingar um við- skiptavininn skilvísa, nota ég tæki- færið hér og þakka honum fyrir heiðarleikann og ekki síður starfs- fólki Krónunnar. Skilvísi og flumbru- gangur »Mér finnst það vera alveg frábært, í samfélagi,þar sem alltaf er verið að tala um svindl og svínarí, að þessi sé að hlunnfara þennan eða hinn og verið sé að okra á hinum eða þessum, að upplifa sjálf svona heiðarleg og falleg vinnubrögð […]. agnes@mbl.is VIÐHORF Agnes Bragadóttir Í GREIN eftir Styrmi Gunn- arsson, ritstjóra Morgunblaðsins, sem hann birti undir nafni í Morg- unblaðinu 25. september 2005, sagði: ,,Fyrir nokkrum árum fékk ég munn- legar upplýsingar, sem bentu til að um skipulagt verðsamráð væri að ræða á milli ol- íufélaganna. Ég benti viðmælendum mínum á að við gætum ekki borið fram slíkar ásak- anir á grundvelli nafn- lausra heimilda. Við yrðum að fá að sjá gögn. Mér voru sýnd (en fékk ekki að snerta!) tölvupósts- samskipti á milli starfsmanna olíu- félaganna. Þegar ég spurði hvort við gætum fengið gögnin í hendur var svarið neitandi. Nokkrum mán- uðum síðar sá ég af málatilbúnaði Samkeppnisstofnunar í hvaða far- veg málið hafði farið.“ Nú brá svo við að sl. laugardag birtist í Morgunblaðinu nafnlaust bréf. Bréfið átti að varpa ljósi á meint samráð á matvörumark- aðnum hér á landi. Fyrirsögn frétt- arinnar var: ,,Allsherjarsamráð“ Í tilefni þessarar birtingar sagði Morgunblaðið: ,,Meg- inregla Morgunblaðs- ins hefur verið að birta ekki nafnlaus bréf nema eftir að hafa fengið vitneskju um hver bréfritari er. Í þessu tilfelli þykir hins vegar ástæða til að gera undantekningu – í ljósi almannahagsmuna enda fer vart milli mála að bréfritari hefur víð- tæka reynslu og þekk- ingu á hvernig hagar til að á matvörumark- aðinum. Bréfið sem barst í tölvu- pósti frá einhverjum sem kýs að kalla sig Jón Jónsson:“. Af þessu er augljóst að ritstjóri Morgunblaðsins hefur tvöfalt sið- ferði. Samráð olíufélaganna varðaði greinilega ekki almannahagsmuni að hans mati. Athyglisvert er að þegar um matvörumarkaðinn er að ræða virðist duga til birtingar á alvar- legum ásökunum að senda nafn- lausan tölvupóst til Styrmis Gunn- arssonar. Hví skyldi það vera? Skyldi þetta vera enn ein ofsóknin af hálfu ritstjórans í garð fyrirtækja fjölskyldu minnar? Hver svo sem skýringin er verður ekki fram hjá því horft að fréttamat Morgun- blaðsins ræðst greinilega af per- sónulegri óvild ritstjórans. Skyldi það vera skýring á hnignun Morg- unblaðsins í samfélaginu? Merkileg sinnaskipti þar. Jóhannes Jónsson skrifar um nafnlaust bréf sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag » ...verður ekki framhjá því horft að fréttamat Morgunblaðs- ins ræðst greinilega af persónulegri óvild rit- stjórans. Jóhannes Jónsson Höfundur er stofnandi Bónuss. Sinnaskipti ritstjórans AÐ eiga góðar stundir með jafn- öldrum án sýnilegs markmiðs er mik- ilvægur hluti af lífinu og nauðsynlegt að skapa unglingum tíma og aðstöðu til afþreyingar undir þessum for- merkjum. Það er einnig mikilvægt að í frítímanum fáist ung- lingar við fjölbreytt og skapandi verkefni þar sem lögð er áhersla á virkni, frumkvæði og sköpun. Þátttaka í slík- um verkefnum færir unglingum reynslu og þekkingu sem þeir búa að og geta yfirfært á samfélagið. Í félags- miðstöðvastarfi er lögð áhersla á fyrrnefnd at- riði, ekki síst í gegnum reynslunám og óform- legt nám. Í félagsmiðstöðva- starfi skapast góður vettvangur til að fræða unglinga og má segja að hug- myndafræðin sem svokallað reynslu- nám byggir á eigi þar sérstaklega vel við. Einfaldasta skilgreiningin á reynslunámi er sú að einstaklingur lærir af því sem hann tekur sér fyrir hendur. Reynslunám á sér stað þeg- ar einstaklingur er þátttakandi í ferli þar sem reynsla eða upplifun verður til og hún rædd og skoðuð á gagnrýn- in hátt. Markmiðið er að reynslunám leiði til nýrra uppgötvana sem gefur svigrúm til nýs skilnings í tengslum þátttakenda við viðfangsefnið. Styrk- leiki þessarar aðferðar felst einna helst í því að þátttakandinn dregur lærdóm af eigin reynslu, hann er virkur í ferlinu og er ábyrgur fyrir því að yfirfæra það sem hann lærir yfir á hið daglega líf. Í félagsmiðstöðvastarfi fer fram svokallað óformlegt nám (non formal education) en þá er átt við nám sem ekki á sér stað á vegum skilgreindra menntastofnana og endar með prófi. Í óformlegu námi er þrátt fyrir það unnið að fyrirfram settum mark- miðum og leiðbeinendur veita þann stuðning sem þarf til að þau náist inn- an ákveðins tímaramma. Í óformlegu námi er bæði hægt að beita beinni fræðslu og óbeinni fræðslu. Með beinni fræðslu er átt við að unglingarnir vita fyr- irfram að þeir eru að fara í fræðslu og hvers konar fræðslu er um að ræða. Í slíkri fræðslu er oft fenginn utanaðkom- andi aðili ef fræðslan er ekki inni á sérsviði leið- beinenda. Sem dæmi má nefna þá hefð að fá félagasamtök eða fulltrúa áhugaverðra verkefna til að kynna starfsemi sína, s.s. skiptinemasamtök og Rauða krossinn. Í óbeinni fræðslu gegna leiðbeinendurnir sjálfir veiga- miklu hlutverki og reynir slík fræðsla fyrst og fremst á þá aðila sem sjá um hópinn. Óbein fræðsla er eitthvað sem stöðugt er verið að vinna með og fer fram samhliða öðrum verkefnum í gegnum spjall eða umræður. Unnt er að vinna með slíka fræðslu á margvíslegan hátt án þess að ung- lingarnir verði í raun meðvitaðir um að fræðsla eigi sér stað. Það er hins vegar mjög mikilvægt að leiðbein- endur hafi markmiðin með fræðslunni á hreinu, þ.e. hverju fræðslan á að skila. Í félagsmiðstöðvastarfi á sér einn- ig stað svokallað tilviljanakennt nám (informal education) en það er nám sem er afrakstur viðfangsefna í dag- legu lífi í tengslum við vinnu, fjöl- skyldu eða frítíma. Ekki er um að ræða skipulagða fræðslu hvað varðar markmið, námstíma eða stuðning og er alla jafna ómeðvitað. Afþreying hefur oft neikvætt gildi í hugum fólks og telst vera eitthvað sem ekki hefur merkilegt innihald. Fyrir unglinga er afþreying mik- ilvægur hluti af daglega lífinu og ekki er verra að afþreyingunni fylgi inni- hald, hvað þá nám. En línan þarna á milli er hárfín og það er mikilvægt að félagsmiðstöðvarnar haldi fyrst og fremst velli sem samkomustaður unglinganna sjálfra þar sem þeir fá í kaupbæti mikilvæga reynslu og möguleika á að þroska færni í sam- skiptum og krefjandi viðfangsefnum. Í dag, 7. nóvember, verður fé- lagsmiðstöðvadagurinn haldinn há- tíðlegur í þriðja sinn í Reykjavík og eru allir áhugasamir hvattir til að nota tækifærið, kíkja við í fé- lagsmiðstöðvunum og kynna sér það starf sem þar fer fram. Nánari upp- lýsingar er að finna á www.itr.is Félagsmiðstöð – hangs eða heilmikill lærdómur? Hulda Valdís Valdimarsdóttir skrifar í tilefni af félagsmið- stöðvadeginum, sem er í dag » Í félagsmiðstöðva-starfi skapast góður vettvangur til að fræða unglinga... Hulda Valdís Valdimarsdóttir Höfundur starfar sem deildarstjóri unglingastarfs hjá Frístundamiðstöð- inni Gufunesbæ. BRÉF TIL BLAÐSINS ÁÐUR en Jóhanna Sigurðardóttir komst í embætti félagsmálaráðherra hafði hún alltaf stór orð uppi á þingi, og bara alls staðar sem hún komst í fjölmiðla, um að hækka þyrfti laun aldraðra, ekki seinna en strax í dag. Nú er hún komin í embætti og spurn- ingin er hvar eru efndirnar sem höfð voru stór orð um, sérstaklega á þingi fyrir kosningar? Er ekki hægt að segja um Jóhönnu eins og fleiri, það er alveg sama hvar menn eru í flokki. Það er ekkert að marka stóru orðin, það verður að efna þau. Fólk lifir ekki á loforðum. Enginn skuldareigandi lætur sér nægja að lof- að sé að borga ef ekkert er annað gert. Nú vill svo til að aldraðir eru ekki kröfuharður hópur, þetta kannski vita þingmenn og láta því nægja að tala. Allt jafnréttistal Jóhönnu og fleiri gengur út á að koma með ný og ný frumvörp. Þeir vita að það er ekki nóg að koma með lög sem ekki er svo farið eftir. Við hjónin erum bæði með lífs- hættulega sjúkdóma, það er ekki Jó- hönnu að kenna, en við höfum von um að lifa næstu kosningar. Kaldhæðn- islegt er að fá launaumslagið sitt inn um lúguna og sjá svo að launin eru tíu þúsund krónum lægri en við síðustu mánaðamót. Þátturinn Silfur Egils kemur í sjónvarpið þar sem rætt er um frumvarp Jóhönnu um jafnrétti. Um leið er kastað inn um póstlúguna Fréttablaðinu (óbeðið) þar trónar á forsíðu stórfrétt, Offita aldraðra áhyggjuefni. KARL JÓHANN ORMSSON, Starengi 26, Reykjavík. Jóhanna, hvar eru efndirnar? Frá Karli Jóhanni Ormssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.