Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 311. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Lenti á öðrum hreyflinum  Fokker-flugvél Flugfélags Íslands sneri við til Egilsstaða á leið sinni til Reykjavíkur í gærkvöldi eftir að vél- in missti olíuþrýsting í öðrum hreyfli. Flugmaðurinn slökkti á hreyflinum og lenti vélinni heilu og höldnu. Engin slys urðu á þeim 38 farþegum sem um borð voru. » Forsíða Hörð viðbrögð  Tilkynning Kaupþings banka um breytt kjör við yfirtöku íbúðalána bankans vekja hörð viðbrögð, bæði forstjóra Neytendastofu og við- skiptaráðherra. Þeir telja vandséð að breytingin standist samningalög. » Forsíða Dregið úr öryggi  Slakað hefur verið á öryggis- kröfum á Keflavíkurflugvelli frá því að Flugmálastjórn á Keflavík- urflugvelli tók við vellinum af Varn- arliðinu, að því er er slökkviðliðs- menn fullyrða. Fulltrúaráðsfundur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur lýst yf- ir áhyggjum af neyðarviðbúnaði á vellinum. » 2 Rafrænar kannanir  Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra telur mjög góðar lík- ur á að samningar takist milli sam- keppnisyfirvalda og verslana um rafrænar verðkannanir. » 8 SKOÐANIR» Staksteinar: Undanhald forstjórans Forystugreinar: Seðlabankinn í sókn | Mannfall í Írak Viðhorf: Skilvísi og flumbrugangur Ljósvaki: Síbyljan um eigin dagskrá UMRÆÐAN» Sinnaskipti ritstjórans Félagsmiðstöð – hangs eða heilmikill lærdómur?  !3 3  3 3  3 3! 4 # 5' / %, % 6 %$ %%$%&( #/    3 !3 3  3 3  3  3! !3 . 7 *1 '  !3 3 3 3  3  89::;<= '>?<:=@6'AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@'77<D@; @9<'77<D@; 'E@'77<D@; '2=''@F<;@7= G;A;@'7>G?@ '8< ?2<; 6?@6='2,'=>;:; Heitast 5 °C | Kaldast 0 °C  Fremur hæg breyti- leg átt og skýjað með köflum, A og NA 5-10 m/s og rigning eða slydda f. sunnan síðdegis. » 10 Ungir myndlist- armenn sýna alls konar verk á sýn- ingum sem bera stórskemmtilega titla. » 38 UNGLIST» Í hringiðu grasrótar BÆKUR» Hundrað snillingar teknir fyrir. » 39 Balls of Fury fær aðeins tvær stjörn- ur. Þó má hafa gam- an af smávöxnum og kiðfættum barta- skegg með strý. » 40 KVIKMYNDIR» Misheppnuð grínmynd AF LISTUM» Eftirlætislöggurnar og -bófarnir. » 40 TÓNLIST» Páll Óskar gefur út dansplötu. » 36 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Ísl. hönnuður beðinn að stela … 2. Jólafötin tekin í tollinum 3. Launin þola ekki dagsljós 4. Lýst eftir bílaleigubíl frá Akureyri VEGAGERÐIN hefur auglýst eftir tilboðum í gerð mislægra gatnamóta á Reykjanesbraut við Arnarnesveg, á mörkum Kópavogs og Garða- bæjar. Gert er ráð fyrir hringtorgi á efri hæð gatnamótanna, á Arnar- nesveginum, og er það í fyrsta skipti sem hringtorg er byggt þannig hér á landi. Framkvæmdinni á að vera lokið um mitt ár 2009. Vegagerðin telur að umferðin um Reykjanesbrautina eigi að geta gengið vel fyrir sig á meðan á framkvæmdum stendur vegna þess að nýja hringtorgið verð- ur á brúm sem byggðar verða yfir Reykjanesbraut og á jarðvegsfyll- ingu sem tengir þær saman. Arnarnesvegur, sem tengja mun saman syðri og nyrðri byggðir höfuðborgarsvæðisins, mun verða lagður frá þessu hringtorgi og að Breiðholtsbraut á næstu þremur ár- um. | 16 Hringtorg á annarri hæð ÞETTA eru vondar verur eins og Nátttröll. Ekkert sér-staklega huggulegar verur. Nátttröllið fer með mig í hellinn sinn og lokar mig þar inni,“ segir Putti litli, söguhetjan í barnaleikritinu Skilaboðaskjóðunni. Ver- ur þessar er að finna í Ævintýraskóginum, þar sem Putti býr með mömmu sinni, Möddumömmu sauma- konu. Nátttröllið rænir honum þegar hann laumast eitt sinn út í skóginn og lendir Putti þá í miklum, og á köfl- um ógurlegum, ævintýrum. Á myndinni sést Putti með tveimur vondum verum í Ævintýraskóginum. | 15 Putti glímir við vondar verur Skilaboðaskjóðan frumsýnd í kvöld í Þjóðleikhúsinu Morgunblaðið/Eggert Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is SAMKVÆMT lögum þurfa lesbísk pör, sem eignast barn með tækni- frjóvgun, að skila undirritaðri yfir- lýsingu til Þjóðskrár þar sem komi fram að þær báðar samþykki að sú móðir sem ekki elur barnið sé kjör- móðir þess. Ekki má fyrr kenna barnið við báðar mæður sínar. Séu foreldrarnir sem fara í tæknifrjóvg- unina hins vegar gagnkynhneigðir er engrar yfirlýsingar þörf. Staða lesb- ískra para sem fara í tæknifrjóvgun er því sú sama og hjá konum sem eignast barn og eru ekki í hjúskap eða skráðri sambúð. Þau börn eru kennd við þær en mæðurnar geta kennt þau við föður við feðrun sam- kvæmt barnalögum. Gjaldtakan mistök „Á þetta virkilega að vera svona eða eiga allir að njóta sannmælis? Hver gefur börnum nafn, eru það foreldrarnir, eða Þjóðskrá?“ spyr Ásdís Þórhallsdóttir, en hún og maki hennar, Þóra Björk Smith, eignuð- ust son síðsumars. Létu þær skrá nafn hans, Sigþór Elías Smith, í Þjóðskrá, en drengurinn er þar engu að síður skráður Ásdísarson. Þær fengu síðar þær upplýsingar hjá Þjóðskrá, eftir að hafa leitað eftir því sjálfar, að þær þyrftu að skrifa undir yfirlýsingu um að Þóra Björk væri kjörmóðir Sigþórs áður en hægt væri að kenna hann við hana. Var þeim sagt að fyrir það þyrfti að greiða 4.400 kr. Ástæðan var sögð „líffræðilegur ómöguleiki“. Skúli Magnússon, skrifstofustjóri Þjóðskrár, segir að fyrir mistök hafi konur í þessari stöðu í tveimur til- vikum verið látnar greiða gjald. | 4 Líffræðilegur ómöguleiki? Lesbískir foreldrar sem fara í tæknifrjóvgun þurfa að skila yfirlýsingu til Þjóðskrár vilji þeir kenna barnið við kjörmóður Í HNOTSKURN »Réttarstaða samkynhneigðrabreyttist á margan hátt í lög- gjöf í fyrra. »Meðal annars urðu þærbreytingar á lögum um tæknifrjóvgun og barnalögum að lesbísk pör geta nú farið í tækni- frjóvgun hér á landi og að sú þeirra sem ekki elur barnið er kjörmóðir þess við fæðingu. Morgunblaðið/Kristinn Kraftaverk Sigþór Elías Smith kom í heiminn síðsumars. ♦♦♦ ♦♦♦ TÓNLISTARMAÐURINN Mugi- son hélt útgáfutónleika vegna nýj- ustu breiðskífu sinnar, Mugi- boogie, með hljómsveit í Edinborgar- húsinu á Ísafirði í gærkvöld. Tón- leikarnir voru hljóðritaðir og hófst sala á upp- tökunni í morg- un á vefsíðu Mugison, www.mugi- son.com. Með þessu brjóta Mugison og félagar blað í íslenskri tónlistarsögu, því enginn hefur komið tónleika- upptöku jafnhratt í sölu. Við þetta má bæta að þúsund eintök eru þeg- ar seld af plötunni Mugiboogie, þar af þriðjungur af vefsíðu Mugison. Blaðamaður Morgunblaðsins, Arnar Eggert Thoroddsen, fylgdist með tónleikunum í gær og sagði að þeim loknum að ótrúlegur kraftur hefði verið í Mugison og hljómsveit hans sem spilaði eins og einn mað- ur, slík var samstillingin. Tekið upp í gær, selt í dag Mugison á tónleik- unum í gærkvöld. KONUNGLEGA leikhúsið í Stokk- hólmi frumsýnir á föstudaginn nýtt verk eftir Gunnlaug Egilsson, dans- ara og danshöfund við Konunglega ballettinn þar í borg. Verkið ber heitið Degenerator. Gunnlaugur hannar einnig leikmynd fyrir verkið og bloggar á vef óperunnar. | 15 Dansverk fyrir Svía

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.