Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný bók um Emblu Þorvarðardóttur er komin í búðir. Ekki láta þessa fram hjá ykkur fara! Kíkið inn á www.dramadrottning.com til að lesa sýnishorn úr bókinni. Dramadrottningar athugið! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SKIPULAGSSTOFNUN höfðu í gær borist á fimmta hundrað at- hugasemdir vegna framkvæmda við Bitru- og Hverahlíðarvirkjun, sem ætlunin er að reisa við Hengilssvæð- ið. Fresturinn til að skila inn athuga- semdum rennur út á miðnætti á föstudag og var annar kynningar- fundur um framkvæmdirnar haldinn í húsakynnum Orkuveitunnar í gær. Að sögn Þórodds Friðriks Þór- oddssonar, sviðsstjóra umhverfis- sviðs hjá Skipulagsstofnun, hafa stofnuninni aldrei borist jafnmargar athugasemdir vegna auglýstra fram- kvæmda, þar með talið við Kára- hnjúka. „Þetta er sennilega mesti fjöldinn sem okkur hefur nokkurn tímann borist,“ sagði hann. Þóroddur sagði athugasemdirnar hafa borist með tölvupósti og að ekki væri tímabært að tjá sig um efni þeirra. Langflestar tengdust þó Bitruvirkjun. VSÓ Ráðgjöf myndi vinna úr þeim fyrir Orkuveituna, sem væri fram- kvæmdaaðili, og niðurstöðurnar kynntar í endanlegri matsskýrslu sem óvíst væri hvenær Skipulags- stofnun fengi í hendur. Metfjöldi athugasemda vegna Bitruvirkjunar Morgunblaðið/Ómar Góð mæting Um 50 mættu á kynningarfundinn í Orkuveituhúsinu í gær, mun fleiri en á þann fyrri 3. október sl. þegar aðeins einn mætti. STÖÐUGT hefur verið dregið úr öryggiskröfum á Keflavíkurflugvelli frá því að Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli tók við vellinum af Varnarlið- inu að mati slökkviliðsmanna. Hefur fulltrúa- ráðsfundur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSOS) lýst yfir áhyggj- um af neyðarviðbúnaði á vellinum. Segja þeir að öryggisviðbúnaður Slökkviliðsins á Keflavíkur- flugvelli hafi aldrei verið jafn lítill og nú. Öryggi flugfarþega í neyð hafi farið úr því besta sem í boði er í eitt það lélegasta. Þegar Varnarliðið sá um völlinn var notaður svokallaður NFPA-staðall að sögn Borgars Val- geirssonar, formanns Félags slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli. Staðallinn gerði m.a. ráð fyrir tveimur slökkvistöðvum og þeirri starfs- skyldu slökkviliðsmanna að fara inn í flugvélar til bjargar farþegum. „Nú eiga farþegar að koma sér út sjálfir með hjálp flugfreyja,“ bendir Borgar á. Hann segir að nú sé stuðst við lágmarskröfur Alþjóða- flugmálastjórnar ICAO. Þar séu fáar skyldur lagðar á herðar þeim sem reka flugvelli þótt á hinn bóginn sé mælt með ýmsum öryggisþáttum. Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli segir ásakanir LSOS rangar og að ekki hafi verið dregið úr öryggiskröfum. Þvert á móti hafi við- búnaður við hreinsun og hálkuvarnir á flug- brautum verið aukinn. Þá hafi heldur engar kvartanir borist frá flugrekendum né flugmönn- um sem gefa tilefni til slíkra ásakana. Sem fyrr sé völlurinn skilgreindur samkvæmt staðli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar þar sem kveðið sé á um viðbrögð við slysi með ákveðnu lágmarksmagni slökkviefna og þremur slökkvi- bifreiðum. Ekki sé kveðið á um fjölda slökkvi- liðsmanna. Fjórar þrettán manna vaktir Bent er á að í slökkviliðinu séu fjórar þrettán manna vaktir sem þýðir að ávallt eru að lág- marki tíu slökkviliðsmenn við störf á hverri vakt auk símamanns. Einnig er bent á að rekstur slökkviliðsins hafi breyst frá því að það tilheyrði Varnarliðinu. Brunavarnir í fyrrum 5.000 manna byggðarlagi Varnarliðsins hafi færst frá flug- vallarslökkviliðinu til Brunavarna Suðurnesja og allmargar herflugvélar, þ.m.t. orrustuþotur sem þurftu mjög hátt þjónustustig, séu horfnar brott. Bent er á að flugvellir af samsvarandi stærð og með svipaða eða meiri flugvélaumferð í ná- grannalöndunum hafa færri slökkviliðsmenn á vakt en gerist á Keflavíkurflugvelli. Hafa áhyggjur af öryggi farþega á Keflavíkurvelli Í HNOTSKURN »Árlegur farþegafjöldi á Keflavíkur-flugvelli er um 2,2 milljónir farþega. »Keflavíkurflugvöllur er starfrækturmeð starfsleyfi Flugmálastjórnar Ís- lands sem setur flugöryggisstaðla, sam- kvæmt lögum og alþjóðlegum skuldbind- ingum og hefur eftirlit með að þeim sé framfylgt. »Að mati slökkviliðsmanna hefur öryggiflugfarþega í neyð farið úr því besta sem í boði er í eitt það lélegasta. Aldrei verið jafnlítill neyðarviðbúnaður og nú að mati uggandi slökkviliðsmanna GLATT var á hjalla á aldarafmæli Bergs G. Gíslasonar, eins af for- ystumönnum Árvakurs á síðustu öld, á heimili hans í gær. Af þessu tilefni var útbúin bók með hundrað krónupeningum fyrir afmælis- barnið. Með honum á myndinni eru Gerða Jónsson (t.v.), mágkona Ingi- bjargar J. Gíslason, eiginkonu Bergs, sem stendur við hlið hennar, og Ása Gíslason, dóttir þeirra hjóna. Hátt í hundrað manns fögn- uðu afmælinu með Bergi á Lauf- ásveginum og var margs að minn- ast af viðburðaríkri ævi. Faðir hans, Garðar Gíslason, var einn af stofnendum Árvakurs 1919 og störfuðu feðgarnir samanlagt með félaginu í tæp áttatíu ár, allt þar til Bergur hætti í stjórn 1998, en tók þar fyrst sæti árið 1942. Bergur er einn af frumkvöðlum flugs á Íslandi og fór 97 ára gamall í útsýnisflug á svifflugu. Morgunblaðið/Kristinn Litið yfir farinn veg á aldarafmæli „ÞAÐ er verið að snúa út úr okkar samtali,“ segir Geir H. Haarde for- sætisráðherra, um bloggfærslu Björns Inga Hrafnssonar borgarfull- trúa, þess efnis að borgarstjóri hafi á frægum kynningarfundi um samruna REI og GGE í Stöðvarstjórahúsi OR 2. október sl. tilkynnt að samruninn hefði þegar verið kynntur forsætis- ráðherra og honum litist vel á. „Ég tjái mig ekki um svona slúður,“ segir Geir. „Vilhjálmur greindi mér lauslega frá því 28. september að í tal hefði borist samstarf eða samruni þessara fyrirtækja. Hann var ekki að bera það undir mig eða ætlast til þess að ég setti mig í dómarasæti yfir því og var ekki með neina pappíra eða neitt slíkt til kynningar. Þannig að þetta var bara nefnt og ekki ætlast til þess að ég gæfi nein sérstök viðbrögð við því, enda hafði ég heldur engar forsendur til þess,“ segir Geir. Í samtali við Morgunblaðið stað- festir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, frásögn for- sætisráðherra af fundi þeirra tveggja. „Ég sagði honum bara frá þessum viðræðum og ekkert annað.“ Geir Haarde samþykkti ekki samruna „ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem manni er klappað lof í lófa,“ sagði Ax- el Ingi Eiríksson flugmaður sem lenti Fokker 50 flugvél Flugfélags Íslands heilu og höldnu á Egilsstaðaflugvelli í gærkvöldi á öðrum hreyfli vélarinnar. Farþegar vélarinnar klöppuðu inni- lega eftir að vélin var lent enda heppnaðist lendingin sérlega vel. Flugvélin fór í loftið frá Egilsstöð- um um klukkan 20.30 með 38 farþega en skömmu eftir flugtak missti vélin olíuþrýsting á öðrum hreyfli. Axel drap því á hreyflinum og sneri við. „Þetta er það sem við erum þjálfaðir í að gera og við áttum það langt eftir til Reykjavíkur,“ segir Axel. Um eiginlega bilun var að ræða og greinilegan leka en lítil hætta var þó á ferðum þar sem flugvélar af þessari tegund eru byggðar til að geta flogið á öðrum hreyflinum. Ljósmynd/Aðalsteinn Sigurðsson Lent Flugvélinni var lent á Egilsstöðum upp úr klukkan 21 í gærkvöldi. Klöppuðu við lendingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.