Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SEÐLABANKINN Í SÓKN Seðlabankinn hefur legið undirþungri gagnrýni úr ýmsum átt-um m.a. frá stjórnmálamönn- um í umræðum á Alþingi vegna stýri- vaxtahækkunar í síðustu viku. Í gærmorgun hóf Seðlabankinn gagnsókn, þegar Davíð Oddsson, for- maður bankastjórnar Seðlabankans, flutti sterka og býsna sannfærandi ræðu á morgunfundi viðskiptaráðs Íslands, þar sem hann færði rök fyrir vaxtahækkuninni og kom víða við. Í ræðunni fjallaði Davíð Oddsson um óróann á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum, tap erlendra banka, brott- rekstur aðalforstjóra tveggja stór- banka og sagði síðan: „Hætt er við að ýmsir aðilar á markaði, hér sem erlendis, hafi viljað þreyja þriðja ársfjórðunginn í þeirri von, að sá fjórði mundi bæta úr því, sem aflaga hafði farið og því hafi menn forðast að færa allt til bókar á þeim þriðja, sem æskilegt væri að gera. Ekki er verið að halda því fram að á markaði um víða veröld séu menn í stórum stíl að brjóta lög eða góða viðskiptahætti, en það má vera, að víða séu reglurnar teygðar tölu- vert, þótt innan löglegra og jafnvel siðlegra marka sé. Þannig eru menn að meta eignir til fjár sem eru óselj- anlegar um þessar mundir. Það er auðvitað snúið að meta markaðsverð- mæti eigna sem eru óseljanlegar um lengri eða skemmri tíma.“ Formaður bankastjórnar Seðla- bankans vék að útrásinni og sagði: „Hin hliðin á útrásinni er þó sú og fram hjá henni verður ekki horft að Ísland er að verða óþægilega skuld- sett erlendis. Á sama tíma og íslenzka ríkið hefur greitt skuldir sínar hratt niður og innlendar og erlendar eignir Seðlabankans hafa aukizt verulega hafa aðrar erlendar skuldbindingar þjóðarbúsins aukizt svo mikið að þetta tvennt sem ég áðan nefndi er smáræði í samanburði við það. Allt getur þetta farið vel en við erum örugglega við ytri mörk þess sem fært er að búa við til lengri tíma.“ Hér er fast að orði kveðið og á þann veg að athygli vekur. En ef við erum við ytri mörk þess sem fært er að búa við til lengri tíma í erlendum skuld- bindingum þjóðarbúsins öðrum en þeim sem snúa að opinberum aðilum er eðlilegt að spyrja hvernig stjórn- völd geta haft áhrif á þá þróun. Geta þau það? Getur Seðlabankinn það? Er ekki fullt frelsi í fjármagnsflæði á milli landa? Og ekki getum við gengið gegn þeim alþjóðlegu samningum sem tryggja það frelsi. Hins vegar er ástæða til að fagna því að seðlabankastjóri hefur gert þessi málefni að umtalsefni. Hann hefur opnað umræður um mikilvæg mál með ræðu sinni á fundi viðskipta- ráðs. Nú er boltinn hjá stjórnmála- mönnunum. Þeir hljóta að tjá sig um ræðu Dav- íðs Oddssonar og þá á málefnalegan hátt en ekki með venjulegu pólitísku orðaskaki. Þeir verða að færa rök fyr- ir þeirri skoðun margra þeirra að Seðlabankinn sé á rangri leið. MANNFALL Í ÍRAK Bandaríkjamenn tilkynntu í gær aðsex bandarískir hermenn hefðu fallið í Írak á mánudag og hafa nú 852 bandarískir hermenn fallið á þessu ári. Þar með er orðið ljóst að árið 2007 verður það mannskæðasta fyrir Bandaríkjaher frá því að Íraksstríðið hófst. Mesta mannfallið var árið 2003 þegar innrásin í Írak var gerð. Þá létu 849 bandarískir hermenn lífið. Hægt er að nota tölur með ýmsum hætti. Fyrir nokkrum dögum birtust upplýsingar um að mannfall í Banda- ríkjaher í október hefði verið með minna móti. Þá hefðu 38 bandarískir hermenn dáið og það væri þriðja minnsta mannfallið á einum mánuði síðan 2003. Það þótt vísbending um að Bandaríkjamönnum vegnaði nú betur í Írak en áður. Hvernig ætli tölurnar, sem birtust í gær, verði túlkaðar? Vegnar Bandaríkjamönnum nú verr en áður? Mannfall í Bandaríkjaher segir vitaskuld ekki alla söguna um ástand- ið í Írak. Í gær var einnig tilkynnt að 22 lík hefðu fundist í fjöldagröf skammt frá borginni Falluja. Sá fund- ur ber vitni þeim hryllingi sem fylgt hefur innrásinni í Írak. Íraskt þjóð- félag er í upplausn, brostið hefur á fjöldaflótti frá landinu og Bandaríkja- mönnum hefur í flestum tilvikum ver- ið fyrirmunað að ávinna sér traust og yfirlýsingar þeirra um að árangur sé að nást vekja spurningar um það hvaða verði eigi að kaupa þann árang- ur. Mannslífið í Írak var ekki mikils virði þegar Saddam Hussein var við völd í Írak og það virðist lítið hafa breyst við að honum var steypt. Hefði Bandaríkjastjórn fengið stuðning við innrásina heima fyrir og annars stað- ar hefði hún sagt satt og rétt frá í að- draganda hennar. Það er ólíklegt og hún þorði ekki að láta á það reyna. Þess í stað var blekkingum beitt, staðreyndum hagrætt og þegar tjald- ið var dregið frá var sviðið autt. Nið- urstaðan er einn mesti skellur sem Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir á al- þjóðavettvangi um langan aldur. Þeg- ar við bætist hvernig Bandaríkja- menn hafa vísvitandi brotið mannréttindi með markvissum pynt- ingum er niðurlægingin orðin alger. Undirsátar voru sóttir til saka fyrir pyntingarnar í Abu Ghraib-fangels- inu í Bagdad, en aðferðir þeirra voru beint út úr handbókum, sem banda- ríska leyniþjónustan, CIA, lét gera á síðustu öld og kenndi meðal annars harðstjórum í rómönsku Ameríku að beita til að halda almenningi í greip- um ógnar. Á næsta ári verður gengið til kosn- inga í Bandaríkjunum en ef eitthvað er að marka hina pólitísku umræðu þar í landi hingað til eru litlar líkur á að þau grundvallaratriði, sem nefnd eru hér fyrir ofan, skipti miklu í þeirri kosningabaráttu, sem nú fer í hönd. Íraksstríðið hefur orðið Bandaríkja- mönnum dýrkeypt. Hversu dýrt verð- ur frelsið Írökum? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ragna er þakklát fyrir aðhafa fengið að ljúkaþessu verkefni meðBirgi, en kvíðir því að þurfa að taka verkin hans niður. Sum þeirra eru unnin beint á veggi Safns og munu því ekki sjást aftur. „Það verður náttúrlega sárt, ég er vön því að rífa mín verk niður þegar ég er búin, en það er rosalegt að missa þetta,“ segir Ragna. Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að framlengja sýninguna að minnsta kosti til 18. nóvember. Textaverk Birgis á sýningunni sækja efnivið sinn í gamlar lýsingar á eldgosum. Á meðan verkin voru ennþá á hugmyndastiginu datt hon- um í hug að þau gætu kallast á við verk Rögnu. Hún vinnur beint með vikur úr eldfjöllum sem hún kastar á límborinn vegg í anda athafna- málverksins. „Honum fannst hann heyra hljóð í þessum verkum,“ seg- ir Ragna. „Hugmyndin að sýning- unni kom frá Bigga og hann var bú- inn að tala um þetta mjög lengi. Hann var að vinna með þessar eld- fjallalýsingar og fannst að þetta myndi passa svo vel saman. Svo var þetta ákveðið fyrir um hálfu ári að hafa þetta núna.“ Birgir vann mikið með íslenskar sagnfræðiheimildir, t.d. í portrett- verkum sem hann gerði eftir göml- um mannlýsingum. Í þetta skiptið notaðist hann við lýsingar Mark- úsar Loftssonar, bónda á Hjörleifs- höfða, úr bókinni Rit um jarðelda á Íslandi þar sem hann segir frá Kötlugosinu 1860. Það gos stóð í sextán sólarhringa og í hlaupinu sem því fylgdi varð farvegur Múla- kvíslar til. „Við ákváðum að gera þessa sýningu og svo vann hann þessi verk á strigann og beint á veggina. Þá var hann fyrir löngu tilbúinn með þessar setningar,“ segir Ragna. Pétur Arason, eig- inmaður hennar og rekstrarstjóri Safns, bætir við: „Hann fór kannski ekki alveg bókstaflega eftir hverju orði í textanum, heldur hafði hann svona til hliðsjónar og kom með ýmislegt inn í þetta.“ „Íslensku litirnir hans Birgis“ Birgir valdi sér íslenska liti í verkin á sýningunni og merkti þá eftir stöðluðu alþjóðlegu litakerfi. Ís- lenskum uppruna þeirra var þó ekki haldið fram í fullri alvöru, eða eins og segir í sýningarskrá: „… sú fullyrðing að litirnir séu íslenskir er að sjálfsögðu ekkert annað en bragð til þess að minna á að það eru ekki til séríslenskir litir.“ Pétur tekur í sama streng. „Þetta eru ekki íslenskir litir, nema kannski ís- lensku litirnir hans Birgis.“ Ragna og Birgir höfðu tilsjón af verkum hvort annars á meðan þau unnu. „Við ákváðum í sameiningu hvað ætti að vera hvar og ég til dæmis byrjaði að vinna hérna innsta verkið sem á að tákna Kötlu og jökulinn. Þetta er efni úr Kötlu og það var það sem Biggi var svo mikið að hugsa um, að ég væri með efnið af staðnum og hann með lýs- ingarnar.“ Hún bendir á samræmið í stærð verkanna. „Svo lét hann textann passa við hvert verk og valdi litina. Litirnir í verkunum spila líka saman. Þannig að við unn- um þetta svona stig af stigi.“ Vinnan stóð fram til klukkan fjögur á opnunardaginn og tvísýnt var á köflum að það myndi takast Katla Ragna dreifði glerbrotum sem minna á íshröngl á rúðuna og vikri úr Kötlu á vegginn. Til hægri e Lokahönd Birgir og Ragn sýningarinnar og margt v Innblástur að „ Kraftur eldfjallanna Kötlu og Heklu, litir þeirra og áhrif voru efniviðurinn í sýninguna Eilíft gos, sem þau Birgir Andrésson og Ragna Róberts- dóttir unnu í sameiningu. Sýningin var opnuð í Safni hinn 13. október síðastliðinn og tólf dögum síðar var Birgir allur. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.