Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 39 Garrison Keillor þekkja eflaust margir, ekki síst eftir heimsókn hans hingað um ár- ið; þekkja bækurnar og framúrskarandi skemmtilega bíómynd. Flestar bækur hans gerast á svipuðum slóð- um, í ímynduðum bæ við Wobegon-vatn í Minne- sota. Þangað fluttu Norðmenn og Þjóð- verjar og þaðan er Keill- or, þ.e. frá Minnesota. Hann byrjaði að segja sögur frá Wobegon í út- varpi, „sögur af smábæ þar sem konurnar eru sterkar, mennirnir myndarlegir og börnin öll yfir meðallagi“, eins og hann lýsti því eitt sinn. Sögurnar urðu svo vinsælar að þær rötuðu á bók og svo fleiri bækur og loks á hvíta tjaldið. Pontoon segir frá hinni 82 ára gömlu Evely Peterson sem lést í svefni eina nótt- ina, en menn ættu svo sem að taka því með smáfyrirvara, því hún átti svo erfitt með svefn. Hvað sem því líður þá skildi hún eftir bréf með fyrirmælum um útför sína og til allrar ólukku las dóttir hennar bréfið í stað þess að brenna það óopnað; Evelyn vildi nefnilega láta brenna sig, setja öskuna inn í keilukúlu sem leynilegur ástmaður hennar gaf henni og varpa kúlunni í Wobegon-vatn. Fyrst bréfið var lesið var ekki um annað ræða en fara eftir því, því miður. Keillor er frábær penni og iðulega les maður aftur og aftur setningar eða síður eftir hann til þess að kjamsa á stílnum. Honum er líka einkar lagið að vekja samúð með sögupersónum sínum án þess þó að vera með einhverja viðkvæmni eða tilfinn- ingaklám. Sögurnar af fólkinu við Wobe- gon-vatn eru alla jafna sögur af venjulegu fólki en um leið óvenjulegu, því hann dreg- ur fram einstaklinginn og þá kemur í ljós að það eru fæstir eins og fólk er flest. Saga úr smábæ Pontoon, skáldsaga eftir Garrison Keillor. Faber gefur út 2007. 248 bls. innbundin. Árni Matthíasson BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. Book of the Dead - Patricia Cornwell 2. A Lick of Frost - Laurell K. Hamilton 3. Playing For Pizza - John Grisham 4. World Without End - Ken Follett 5. The Almost Moon - Alice Sebold 6. The Choice - Nicholas Sparks 7. A Thousand Splendid Suns - Khaled Hosseini 8. Now and Then - Robert B. Parker 9. Dark of the Moon - John Sand- ford 10. You’ve Been Warned - James Patterson & Howard Roughan New York Times 1. A Thousand Splendid Suns - Khaled Hosseini 2. Sepulchre - Kate Mosse 3. The Ghost - Robert Harris 4. World without End - Ken Follett 5. The Gathering - Anne Enright 6. The Kite Runner - Khaled Hosseini 7. A Spot of Bother - Mark Haddon 8. Atonement - Ian McEwan 9. Half of a Yellow Sun - Chima- manda Ngozi Adichie 10. On Chesil Beach - Ian McEwan Waterstone’s 1. Sword of God - Chris Kuzneski 2. Cross - James Patterson 3. Treasure of Khan - Clive Cussler 4. Wintersmith - Terry Pratchett 5. A Thousand Splendid Suns - Khaled Hosseini 6. Anybody Out There? - Marian Keyes 7. Capital Crimes - Faye Kell- erman & Jonathan Kellerman 8. Stardust - Neil Gaiman 9. Kite Runner - Khaled Hosseini 10. Making Money - Terry Pratchett Eymundsson Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Á TÍMUM pólitískrar rétthugs- unar og póstmódernískra hug- mynda (þar sem allt og allir liggja undir grun) hefur hugmyndum á borð við snilligáfu verið úthýst. Til- veran er línuleg. Á henni eru engir tindar sem gnæfa yfir aðra og á því flata yfirborði þar sem allir mann- legir þræðir verða að liggja, hvort sem er gæska, vonska, heimska eða snilli – er flækjan orðin slík að aðeins þeir allra fífldjörfustu hætta sér í að greiða úr henni. Í bókinni Genius: A Mosaic of 100 Exemplary Creative Minds, hefur Harold Bloom, prófessor í bókmenntum við Yale-háskóla, tekið það verkefni að sér að greiða úr flækjunni, og safna svo saman í eina bók eitt hundrað snillingum tungumálsins. Tiferet, Hod, Din ... Bókin er mikill doðrantur, rúm- ar 800 síður og svo sannarlega ekki aðgengileg. Er þar helst um að kenna aðferðarfræðinni sem Blo- om velur sér en snillingarnir 100 eru flokkaðir í tíu hópa eftir því hvaða eiginleiki Sefirots á við hvern og einn þeirra en Sefirot er einskonar samheiti yfir tíu stig guðlegrar sköpunar eins og frá henni er greint í kabbalah-fræðum. Dæmi: Í Tiferet er að finna eig- inleika (snilligáfu) fegurðar og samúðar og því skipar Bloom í þann hóp frönsku rómantíker- unum Hugo, Nerval, Baudelaire, Rimbaud og Valéry o.fl. Í Hod er að finna spádómsgáf- una og í þann flokk setur Bloom Walt Whitman, Pessoa, Crane, Lorca, Fitzgerald, Murdoch o.s.frv. Alls tíu flokkar 10 guðlegra eiginleika, sem Bloom heimfærir upp á snillinga tungumálsins og/ eða hins ritaða orðs. Hvers vegna? Styrkur bókarinnar er á hinn bóginn sá að Bloom er gríðarlega vel að sér í þeim höfundum sem hann hefur tekið saman og auk áhugaverðra punkta um persónu- lega hagi snillinganna er þar oft að finna frumlega úttekt á verkum þeirra. Bloom passar sig einnig á að tapa sér ekki í bókmenntafræði- legum hugtökum, né fellur hann í þá gryfju að dvelja of lengi við hvern og einn, svo að úr verður frekar auðveldur lestur – í skorp- um þó. Þau rök sem liggja til grundvallar valinu á þessum 100 snillingum eru áhugaverð, þó þau teljist seint sterk. Bloom telur til dæmis í tilviki Shakespeare að vöntun á sambærilegu skáldi í lok 16. aldar og í byrjun þeirrar 17. sé næg sönnun fyrir snilligáfu Sha- kespears. En þar fyrir utan spyr Bloom. „Er til það skáld sem náði jafn miklum árangri sem bæði gamanleikja- og harmleikjaskáld? Engir gamanleikir liggja eftir Só- fókles, né harmleikir eftir Ari- stófanes. Sömu sögu er að segja um Racine og Moliére, Ibsen og Bernard Shaw. Aðeins Shake- speare gat samið Þrettándakvöld og Lé konung. Hvers vegna?“ Forvitnilegar bækur: Genius: 100 Exemplary Minds Eitthundrað snillingar Snillingur Enginn annar en Shakespeare hefur sýnt fram á jafna hæfileika til að skrifa bæði harm- og gamanleiki. Eða hvað? AP Stærsta kvikmyndahús landsins Balls of Fury kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára Elizabeth kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 14 ára Eastern Promises kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára Syndir Feðranna kl. 6 - 10:20 B.i. 12 ára Veðramót kl. 5:40 - 8 B.i. 14 ára Miðasala á Sími 530 1919 www.haskolabio.is www.laugarasbio.is Kauptu bíómiða í Háskólabíó á HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR FRÁ LEIKSTJÓRANUM DAVID CRONEBERG Sýnd kl. 6 Með íslensku tali eeeee - S.U.S., RVKFM eeee - Á.J., DV eeee - T.S.K., 24 STUNDIR eeee - F.G.G., FRÉTTABLAÐIÐ eeee - L.I.B., TOPP5.IS Gríðarstór gamanmynd með litlum kúlum! „...prýðileg skemmtun sem ætti að gleðja gáskafull bíógesti...!“ Dóri DNA - DV Sýnd kl. 8 og 10:10 B.i. 12 ára Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 B.i. 16 áraSýnd kl. 5.50, 8 og 10:10 B.i. 16 ára -bara lúxus Sími 553 2075 HÖRKU HASARMYND MEÐ TVEIMUR HEITUSTU TÖFFURUNUM Í DAG SVAKALEG SPENNA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA BÚÐU ÞIG UNDIR STRÍÐ Verð aðeins600 kr. Með íslensku tali Kauptu bíómiða í Háskólabíó á eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ eeee - Á.J., DV eeee - T.S.K., 24 STUNDIR eeee - F.G.G., FRÉTTABLAÐIÐ eeee - L.I.B., TOPP5.IS FRÁ LEIKSTJÓRANUM DAVID CRONEBERG Tilnefnd sem besta heimildarmynd ársins eeee- R. H. – FBL Sagan sem mátti ekki segja. 11 tilnefningar til Edduverðlauna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.