Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áhrifamikil og einlæg verðlaunabók „Þessi bók er meðal þess fegursta sem skrifað hefur verið á norsku.“ Dagbladet Kæri Gabríel er bréf föður til einhverfs sonar síns þar sem hann reynir að skilja hvað það er sem greinir soninn frá öðrum börnum, hvernig hann skynjar heiminn og hvernig heimurinn lítur á hann. BÚIST er við miklum árangi af samstarfi BioPol ehf á Skaga- strönd, Háskólans á Akureyri og the Scottish Association for Marine Science en viljayfirlýsing milli þess- ara aðila um margþætt samstarf var undirrituð á dögunum. Samkvæmt yfirlýsingunni er meðal annars ætlunin að stunda sameiginlegar rannsóknir, skiptast á starfsfólki, rannsóknagögnum og öðrum upplýsingum. Þá verður staðið fyrir styttri akademískum námsleiðum, ýmiskonar nám- skeiðum og fundum. Síðast en ekki síst munu námsmenn eiga þess kost að stunda nám og rannsóknir hjá báðum fyrirtækjum. BioPol á Skagaströnd hóf starf- semi í september á þessu ári og er markmiðið að stunda rannsóknir á lífríki sjávar, líftækni, nýsköpun og markaðssetningu á líftækni- afurðum úr sjávarlífverum og fræðslu á háskólastigi í tengslum við þessar rannsóknir. Strax í upphafi var ákveðið að leita út fyrir landsteinanna að sam- starfsaðilum og fljótlega varð The Scottish Association for Marine science (SAMS) fyrir valinu, en fyr- irtækið er staðsett í Oban, litlum bæ á vesturströnd Skotlands. Fyr- irtækið er eitt af þeim sem hafa hvað lengst lagt fyrir sig rann- sóknir í sjávarlíffræði, sérstaklega í landgrunni Skotlands og Norður- Íshafs og auk þess boðið upp á há- skólanám í haffræði og þjálfað stúdenta í rannsóknaraferðum. Viljayfirlýsingin var undirrituð í höfuðstöðvum Scottish Association for Marine Science í Oban í Skot- landi. Undirritun F.v. Alp Mehmet, sendiherra Breta, Þorsteinn Gunnarsson, rekt- or HA, Graham Shimmield, framkvæmdastjóri SAMS, Halldór G. Ólafsson, frkvstj. BioPol ehf., og Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Skagstrendingar í erlent samstarf um sjávarlíftækni FUGLAVERND heldur fund á fimmtudaginn kl. 20.30 í salnum Bratta í KHÍ. Guðmundur A. Guð- mundsson, Náttúrufræðistofnun Ís- lands, fjallar um „Heimskautalönd- in unaðslegu“. Hann hefur tekið þátt í fjórum sænskum leiðöngrum um norðurhjara. Fyrsti leiðangurinn var farinn sumarið 1994 með ströndum Síb- eríu. Sumarið 1996 var farið vítt og breitt um Norður-Íshafið með við- komu á norðurpólnum. Sumarið 1999 lá leiðin eftir norðvesturleið um heimskautahéruð Kanada allt til Alaska. Sumarið 2005 var hringnum lokað með ferð til Ber- ingssunds. Í öllum þessum ferðum unnu Guðmundur og samstarfs- menn að kortlagningu ferða far- fugla. Í fyrirlestrinum sýnir Guð- mundur myndir frá þessum ferðum og fjallar um náttúrufar norður- slóða. Aðgangur er öllum opinn og er ókeypis fyrir félaga í Fugla- vernd en kostar annars 200 kr. Náttúrufar Guðmundur A. Guð- mundsson og spakur fjallkjói. Náttúrufar norðurslóða MINNISVARÐI um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur verður af- hjúpaður á horni Þingholtsstrætis og Amtmannsstígs síðdegis í dag, miðvikudaginn 7. nóvember. Bríet átti heima í Þingholtsstræti 18 og þar var KRFÍ stofnað fyrir 100 árum. Athöfnin hefst klukkan 16. Ávörp flytja: Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Ólöf Nordal, listamaður og höfundur minnisvarðans, Þorbjörg I. Jónsdóttir, formaður KRFÍ, Kristín Þóra Harðardóttir, formaður Menningar- og minningarsjóðs kvenna og fulltrúi frá Bríeti – félagi ungra femínista. Kynnir er Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns. Að lokinni afhjúpun býður KRFÍ til móttöku á Hallveigarstöðum við Túngötu sem hefst kl. 16.45. Auður Styrkársdóttir flytur erindi um ævi og störf Bríetar, Silja Bára Ómarsdóttir, flytur erindið: Hvaða erindi á Bríet Bjarnhéðinsdóttir í dag? Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir flytja þrjú lög. Allir eru velkomnir. Minnisvarði um Bríeti Bríet Bjarnhéðinsdóttir ÍBÚASAMTÖK Laugardals (ÍL) boða til aðalfundar í Laugalækj- arskóla í kvöld kl. 20. Auk aðal- fundarstarfa flytja Þráinn Hauks- son landslagsarkitekt, og Svandís Svavarsdóttir, formaður Skipulags- ráðs Reykjavíkur, erindi. Þorgeir Ástvaldsson stýrir umræðum. Nokkur stór mál brenna á íbúum og má nefna Sundabraut, verndun grænna svæða í Laugardalnum, umferðarþunga og svifryksmeng- un. Fundurinn er öllum opinn. Laugardalurinn AF öryggisástæðum hefur verið ákveðið að innkalla Crawford’s súkkulaði kremkex, 500 g, með merkingunni Best fyrir dagsetning 22 09 08. Hugsanlegt er að í kex- kökum í einstaka pakka leynist örsmáir bútar af grönnum vír. Einu pakkarnir sem þetta á við um, eru pakkar með ofangreindri dagsetn- ingu. Viðskiptavinir eru beðnir að hafa samband við dreifingaraðila vörunnar, Nathan & Olsen hf. Súkkulaðikex NÆSTA Hrafnaþing Náttúru- fræðistofnunar Íslands verður haldið í dag og hefst að venju kl 12:15 í Mögu- leikhúsinu. Þá mun Sigurður H. Magnússon plöntuvistfræð- ingur halda fyrirlestur um vöktun þungamálma, einkum í nágrenni iðjuvera, og niðurstöður inn- lendra rannsókna. Þungmálmar SAMDRÁTTUR í þorskkvóta er tal- inn munu hafa neikvæð áhrif á fjár- hag sveitarfélaga sem byggja af- komu sína á þorskveiðum og vinnslu, að mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands (HHÍ). Hlutfall starfa í sjáv- arútvegi er hæst í litlum hafnarbæj- um þar sem landbúnaður er tak- markaður í nágrenninu. Dæmi eru um staði þar sem um helmingur íbúa starfar við sjávarútveg. Þetta kemur m.a. fram í nýrri skýrslu um áhrif samdráttar í þorskveiðum á sveitar- félögin sem Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri HHÍ, kynnti á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2007. Kvótaskerðingin hefur aðallega áhrif á fjárhag sveitarfélaganna í gegnum skertar launatekjur og þar með útsvarsgreiðslur. HHÍ telur að laun verði 3,5 milljörðum minni á fyrsta ári aflaskerðingar yfir landið allt og 1,86 milljörðum minni annað árið. Þegar litið er til áhrifa á ein- staka landshluta mun minnkun þorskkvótans t.d. valda því að laun á Suðurnesjum verða 670 milljónum lægri en ella á fyrsta ári, heildar- lækkun launagreiðslna verður um 650 milljónir á Vesturlandi og um 600 milljónir á Norðurlandi eystra. Einnig telur HHÍ að kvótaskerðing- in geti haft áhrif á verð húsnæðis í sjávarbyggðum. Fasteignagjöld minnka ef verð húsnæðis lækkar. HHÍ bendir á að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga muni jafna að hluta þau fjárhagslegu áföll sem sveitar- félögin verða fyrir vegna aflasam- dráttarins. Sjóðurinn bæti þó varla þann skaða sem fólkið í þessum sveitarfélögum verður fyrir. Fiskveiðar og fiskvinnsla vega mjög misþungt í atvinnulífi ein- stakra landshluta. Þannig vegur sjávarútvegur hlutfallslega lítið í at- vinnulífi höfuðborgarsvæðisins en mest á Vestfjörðum. Miklar breyt- ingar hafa orðið í sjávarútvegi, stöð- um þar sem þorskur var frystur fækkaði úr 50 árið 1992 í 34 árið 2004 og stöðum þar sem þorskur var salt- aður fækkaði úr 41 í 34 á sama tíma- bili. Þessi þróun er talin til marks um mikla framleiðniaukningu sem hefur orðið í íslenskum sjávarútvegi og þarf færri hendur til að vinna aflann nú en áður. Margvísleg áhrif Morgunblaðið/Alfons Skerðing Samdráttur í þorskafla mun hafa veruleg áhrif á afkomu margra sveitarfélaga á landsbyggðinni, að mati Hagfræðistofnunar HÍ. VIÐ sjáum ekki í fljótu bragði að við getum skorið niður neins staðar til að mæta þessu. Þetta hefur mikil áhrif hjá okkur,“ sagði Brynjólfur Árna- son sveitarstjóri um þá tekjuskerð- ingu sem Grímseyjarhreppur verður fyrir vegna skerðingar þorskkvót- ans. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Há- skóla Íslands (HHÍ) um áhrif afla- samdráttar í þorski á fjárhag sveitar- félaga kemur fram að aflaskerðingin komi hvergi harðar niður hlutfalls- lega en í Grímsey þar sem búa um 100 manns. Gert er ráð fyrir því að launatekjur Grímseyinga minnki á fyrsta ári skerðingar um 50 milljónir og um 20 milljónir á öðru ári. Tekjur sveitarfélagsins skerðist um 13% fyrsta árið eftir kvótaskerð- inguna, eða 6 milljónir. Auk þess skerðast hafnargjöld um eina milljón. Vinna er hafin við gerð fjárhags- áætlunar næsta árs og taldi Brynjólfur að erf- itt yrði að púsla henni saman. „Við erum bara að sinna nauðsynlegasta rekstri og þjónustu.“ Brynjólfur sagði að ekkert úr mót- vægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kvótaniðurskurðarins hefði beinlínis fallið í skaut Grímseyingum. „Það var úthlutað 1.400 milljóna aukaframlagi úr Jöfnunarsjóði til að mæta niðurskurði á þorskkvóta og við fáum ekki krónu af því,“ sagði Brynjólfur. Hann sagði að athygli m.a. þingmanna hefði verið vakin á því að Grímseyingar hefðu orðið út- undan við úthlutun mótvægisaðgerð- anna. Brynjólfur sagði að svolítið borð væri fyrir báru hjá sveitarsjóðnum svo væntanlega þyrfti hann ekki að steypa sér í skuldir. Hann benti á að þótt hlutfallstalan væri há væri ekki um háar fjárhæðir að ræða, en það munaði um minna í litlu sveitarfélagi. „Það þarf ekki stórt átak hjá ríkinu til að mæta þessu hjá okkur, ef það er vilji fyrir hendi,“ sagði Brynjólfur. Mikil áhrif í Grímsey Brynjólfur Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.