Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Tilkynningar Raðauglýsingar 569 1100 Kennsla BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að breytingum á deiliskipulags- áætlunum í Reykjavík. Gvendargeisli 13 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Grafarholt austur vegna stækkunar á lóð fyrir leikskóla að Gvendargeisla 13. Tillagan gerir ráð fyrir að lóð stækki um 700 m² og verði því um 0,44 ha. Gert er ráð fyrir tuttugu og einu bílastæði á lóð og er aðkoma bíla að sunnan frá Gvendargeisla. Að öðru leyti gilda eldri skilmálar óbreyttir. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Grensásvegur 1 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Skeifunnar – Fenin vegna breytinga á lóðinni Grensásvegur 1. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að byggingareit á aust- urhluta lóðarinnar er breytt og verður fjórar hæðir, nýr byggingareitur verður við Grensásveg og verður hús þar fimm hæðir og á milli þessara byggingareita verður tengibygging upp á tvær hæðir. Undir húsum verður bílakjallari á allt að þremur hæðum, 390 bíla- stæði ofan jarðar og neðan. Nýtingarhlutfall lóðar verður 1,5 og með bílakjallara 2,99. Allar núgildandi kvaðir eru óbreyttar og að öðru leyti gilda eldri skil- málar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 7. nóvember 2007 til og með 19. desember 2007. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 19. des- ember 2007. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 1. nóvember 2007 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Viðskiptavinir athugið! Þjónustumiðstöðin á Laugavegi 114 og hjálpar- tækjamiðstöðin í Kópavogi loka kl. 14.30 miðvikudaginn 7. nóv. vegna starfsmannafundar. I.O.O.F. 9  18811781/2 I.O.O.F. 7.  1881177½  II.* I.O.O.F. 18  1881178  Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. GLITNIR 6007110719 III EDDA 6007110720 I Frlf. Kl. 20 Skipulagsmál í Rangárvallasýslu Ásahreppur, Rangárþing eystra og Rangárþing ytra. Í samræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar. Pula í (Holtum) Rangárþingi ytra. Aðalskipulagsbreytingin felur í sér að ca. 33 ha lands sem hafa verið í landbúnaðarnotkun, á að breyta í íbúðarsvæði. Aðkoma að svæðinu er um þjóðveg nr. 286, Hagabraut. Samkvæmt 1. mgr. 25.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur. Pula í (Holtum) Rangárþingi ytra. Aðkoma að svæðinu er um þjóðveg nr. 286, Hagabraut. Heildarstærð svæðis er u.þ.b. 33 ha. Um er að ræða 21 lóð undir íbúðarhús, og eru lóðirnar frá 9300 m2 að stærð og allt upp í 3,2 ha að stærð. Byggingarmagn húsa er eftirfarandi: íbúðarhús að hámarki 300 m2, bílskúr allt að 60 m2, gripahús allt að 150 m2 og gestahús allt að 80 m2. Deiliskipulagstillaga fyrir Kirkjuhvolsreit, á Hvolsvelli, Rangárþingi eystra. Deiliskipulagstillagan nær yfir svokallaðan Kirkjuhvolsreit, sem er u.þ.b 3 ha að stærð. Svæðið afmarkast af Hlíðarvegi til suðurs, Öldubakka til vesturs, Dalsbakka til norðurs og Hvolströð til austurs. Svæðið er á Aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003-2015, sem svæði fyrir þjónustustofnanir og íbúðarsvæði. Tillagan gerir ráð fyrir stækkunarmöguleika á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoll upp á tvær hæðir samtals 2200 m2. Þá er gert ráð fyrir byggingarreitum fyrir tuttugu og eina íbúð, einnar hæðar hverja, í sérbýli ætluðu öldruðum, og eru þar af 5 svokallaðar öryggisíbúðir í raðhúsi. Hinar 16 íbúðirnar eru í 8 parhúsum, sérhönnuðum fyrir aldraða. Deiliskipulagstillaga byggðarkjarna í Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð, Rangárþingi eystra. Deiliskipulagstillaga í Kirkjulækjarkoti er af þegar byggðu svæði og er blanda af íbúðarhúsum, kirkju, safnaðarheimili, atvinnustarfsemi, þjónustustarfsemi og iðnaði. Svæðið sem um ræðir er byggðarkjarni sem er á tæplega 9 ha svæði og er efst í landi Kirkjulækjarkots í Fljótshlíð. Gaddstaðir, frístundabyggð, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 29 nýjum frístundahúsalóðum í landi Gaddstaða merkt f6 á Aðalskipulagsuppdrætti. Um er að ræða um 40 ha svæði úr landi Gaddstaða sunnan Suðurlandsvegar og austan Hellu. Lóðirnar eru frá 0,7 til 107 ha að stærð. Aðkoma að svæðinu er um Suðurlandsveg, um 200 m austan við núverandi vegtengingu frístundabyggðar við Hróarslæk. Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar. Íbúðabyggð að Baugöldu á Hellu, Rangárþingi ytra. Breyting á lóðamörkum í deiliskipulagðri íbúðabyggð á Öldum II á Hellu. Um er að ræða að lóðamörkum á milli Baugöldu 27 og 29 er breytt lítillega, þannig að rýmra verði að innkeyrslu lóðarinnar Baugöldu 27. Uppdrættir og önnur meðfylgjandi gögn liggja frammi á skrifstofu byggingar- og skipulags- fulltrúa, Ormsvelli 1, Hvolsvelli, frá 7. nóvember til og með 5. desember n.k. Athugasemdafrestur er til kl 16.00 miðvikudaginn 19. desember 2007. Athugasemdum ef ein- hverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu byggingar- og skipulagsfulltrúa fyrir lok ofangreinds frests. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna innan ofangreinds frests teljast samþykkir henni. F.h. hreppsnefndar Ásahrepps, sveitarstjórnar Rangárþings eystra og hreppsnefndar Rangárþings ytra. Hvolsvelli, 2. nóvember 2007, Rúnar Guðmundsson, byggingar- og skipulagsfulltrúi Rangárþings bs. Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um mats- skyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á um- hverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. nr. 106/2000 m.s.br. Breyting á efnistökusvæðum í 1. áfanga Norðausturvegar til Vopnafjarðar. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstof- nun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er ein- nig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 6. desem- ber 2007. Skipulagsstofnun Félagslíf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.