Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● VERÐ hlutabréfa lækkaði í Kaup- höllinni í gær. Úrvalsvísitala lækkaði um 2,05% og stóð í 7.547 stigum við lokun. Þar með hefur hún lækkað um 4,6% á tveimur dögum og hefur ekki verið lægri síðan í byrjun apríl. Mest lækkaði verð hlutabréfa í 365, um 3,6% og Exista, um 3,1%. Verð hlutabréfa í Atlantic Petrolium hækkaði hins vegar um 8,6% og verð Össurar hækkaði um 1,5%. Mestu viðskipti gærdagsins voru með hluta- bréf í Glitni banka fyrir 5,1 milljarð króna. Þar af voru tæplega 4 millj- arðar króna í einum viðskiptum. Hlutabréf lækka mikið ● VERÐBÓLGAN eykst um 0,4% milli október og nóvember, sem þýðir að ársverðbólga hækkar úr 4,5% í 4,9%, ef marka má nýja verðbólgu- spá greiningardeildar Glitnis. Gert er ráð fyrir að verðbólgan fari upp fyrir 5% í desember og haldist nokkuð mikil fram eftir næsta ári. Glitnir spáir jafnframt að stýrivextir Seðlabankans haldast óbreyttir í 13,75% fram á mitt næsta ár en í júlí hefjist vaxtalækkunarferli með 0,25 prósentustiga lækkun og verði stýri- vextir komnir í 12,5% í lok ársins 2008 og 9,5% í lok árs 2009. Þetta er mun hægara vaxtalækkunarferli en Seðlabankinn spáir. Þá telur Glitnir að gengisvísitala ís- lensku krónunnar muni standa í 111 um næstu áramót, evran í 83 krón- um og bandaríkjadollar í 58 krónum. Krónan fari svo að veikjast undir miðbik 2008 og í lok árs verði geng- isvísitalan um 122, evran í 91 og dollarinn 64 krónur. Loks verði hæg- fara styrking krónu árið 2009. Spá 5% verðbólgu HAGNAÐUR Commerzbank eftir skatta á þriðja ársfjórðungi nam 339 milljónum evra eða 29 milljörðum króna og jókst um hátt í 60% frá sama tímabili í fyrra, fyrst og fremst vegna jákvæðrar skattfærslu. Bank- inn afskrifaði 291 milljónir evra vegna áhættusamra fasteignalána í Bandaríkjunum en heildarverðmæti slíkra lána hans nemur um 1,2 millj- örðum evra. Viss léttir Afkoman var heldur undir vænt- ingum sérfræðinga en viss léttis gætti þó engu að síður á markaði, ekki síst vegna margra vondra frétta vestanhafs, og hækkaði gengi bréfa Commerzbank verulega eftir að töl- urnar höfðu verið birtar en hækkun dagsins nam síðan 2,2%. „Hagnaður Commerzbank var minni en gert var ráð fyrir en það sem mestu máli skiptir er að bankinn var engu að síður rekinn með hagn- aði,“ sagði Konrad Becker hjá Merck Fink í samtali við Das Hand- elsblatt. Samhliða uppgjörinu tilkynnti Commerzbank að Martin Blessing, yfirmaður fyrirtækjaviðskipta, myndi leysa Klaus-Peter Müller, að- albankastjóra Commerzbank, af hólmi á aðalfundi bankans í vor. Bréf Commerz- bank hækka óvart, en tveimur þeirra, Ingólfi Bender hjá Glitni og Ásgeiri Jóns- syni hjá Kaupþingi, bar saman um að hún hefði þó verið réttmæt. Benti Ás- geir á að stjórnvöld sýndu ekki skiln- ing á áhrifum eigin aðgerða, þau ynnu ekki með peningamálastefnu Seðlabankans. Björn Rúnar Guðmundsson hjá Landsbankanum sagði að hækkunin hefði ekki verið rétt við núverandi að- stæður. Stýrivextirnir virkuðu ekki þegar Seðlabankinn næði ekki fram mikilvægri bindingu eða kjölfestu á verðbólguvæntingar. Arnór sagðist skilja það að ákvörð- un bankans hefði komið á óvart en ekki hefði verið hægt að gefa út ótví- ræðari merki um óvissu varðandi verðbólguna. Nýjar upplýsingar hefðu borist um þróun hagkerfisins sem hlutu að setja mark sitt á ákvörðun Seðlabankans, m.a. vax- andi hagvöxtur og verðbólga. „Innrás í opinber fyr- irtæki kölluð útrás“ Seðlabankastjóri gagnrýndi útrásaráform orkufyrirtækja Morgunblaðið/Golli Greinendur Þátttakendur í pallborðsumræðum voru f.v. Arnór Sig- hvatsson, Ásgeir Jónsson, Ingólfur Bender og Björn Rúnar Guðmundsson. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ÞÓ að Davíð Oddsson seðlabanka- stjóri hafi ekki nefnt orkufyrirtækin eða REI-málið svonefnda beint á nafn, í ræðu sinni á morgunfundi Við- skiptaráðs í gær, mátti lesa út úr orð- um hans harða gagnrýni á útrásar- áform orkufyrirtækjanna. Honum var tíðrætt um útrásina og sagði það orð hafa fengið á sig „goð- sagnakennda helgimynd“. Útrás væri ekki annað en venjuleg fjárfest- ing erlendis. Hún hefði að vissu leyti skilað töluverðu í aðra hönd og menn nýtt sér greiðan aðgang að ódýru lánsfé. Hin hliðin á útrásinni væri þó sú að Ísland væri að verða „óþægi- lega“ skuldsett erlendis. „Útrásarorðið er slíkt töframerki að jafnvel þegar menn virðast gera innrás í opinber fyrirtæki almenn- ings, þá er innrásin kölluð útrás. Og fyrirtæki sem hafa þá frumskyldu, að lögum og samkvæmt efni máls, fyrst og fremst að veita almenningi þjón- ustu við hinu lægsta verði, eru í nafni útrásar skyndilega farin að taka þátt í áhættu erlendis, án þess að skyn- samleg umræða um þau atriði hafi farið fram í landinu áður. Í öllum þessum efnum þurfa menn að fara að með gát,“ sagði Davíð. Lítið gat til að loftið leki út Hann sagði að útrásaráformum þyrfti að setja skynsamleg mörk. „Sá óhófsandi sem að nokkru hefur heltekið okkur má ekki ráða ferðinni til framtíðar. Við vitum að víða er uppgangur okkar lofti blandaður. Við því er ekkert að segja og það er eðli- legt að þættir eins og óefnislegar eignir séu fyrirferðarmiklar á upp- gangstímum þegar vel gengur, en þegar á móti blæs og harðnar á dal, þarf aðeins lítið gat til að loftið leki úr slíkum eignum. Þar er því einnig að- gæslu þörf,“ sagði Davíð. Seðlabankastjóri vék í upphafi ræðu sinnar að nýlegri stýrivaxta- hækkun bankans. Hún virtist hafa komið mörgum á óvart en banka- stjórnin hefði gefið fjölmörg viðvör- unarmerki síðustu mánuði um að svo kynni einmitt að fara. Rækilega hefði verið undirstrikað að verðlagshorfur til skemmri tíma væru lakari en áður. Ef bankinn hefði ekki aðhafst neitt nú hefði með réttu mátt saka hann um sinnuleysi eða jafnvel kjarkleysi. Davíð sagði að við hefðum ekki efni á að tapa baráttunni við verðbólguna. Hún mætti ekki festast í sessi á ný og við yrðum að taka slaginn, hversu óþægilegur og jafnvel kostnaðarsam- ur sem hann kynni að reynast til skemmri tíma. Honum varð einnig tíðrætt um óróann á fjármálamörkuðum, sem margir hefðu eflaust vonað að gengi hratt yfir. Svo væri ekki og allar líkur væru á að næstu mánuðir gætu orðið erfiðir, öll kurl væru fjarri því komin til grafar. Nú væri um það rætt að aðeins hefði verið gerð grein fyrir ríf- lega 20 milljarða dollara afskriftum af undirmálslánunum í Bandaríkjun- um en að afskriftarþörfin yrði á end- anum 250-300 milljarðar dollara. Hækkunin kom á óvart Að erindi Davíðs loknu fóru fram pallborðsumræður með þátttöku for- stöðumanna greiningardeilda bank- anna og Arnórs Sighvatssonar, aðal- hagfræðings Seðlabankans. Banka- mönnunum bar saman um að vaxtahækkunin hefði komið þeim á Í HNOTSKURN »Yfirskrift morgunfundarViðskiptaráðs í gær var „Hvenær lækka vextir?“. »Davíð Oddsson sagði aðef allir legðust á eitt gætu vextir lækkað fyrr og hraðar en ella. Seðlabank- anum þætti vænt um að fá stuðning við að halda verð- bólgu í skefjum. »Forstöðumenn greining-ardeilda sögðu vaxta- hækkun Seðlabanka hafa komið á óvart en tveir þeirra, Ásgeir og Ingólfur, sögðu hana þó hafa verið réttmæta og löngu tíma- bæra. Vextir Davíð Oddsson sagði Seðla- bankann hafa orðið að bregðast við. KAUPÞING banki heldur í dag ráð- stefnuna Breaking the Ice – Think- ing beyond Iceland í fjármálahöf- uðborg heimsins, London. Þar verður fjallað um íslenska hluta- bréfamarkaðinn og fjárfestum auð- veldað að skilja eðli hans og hitta helstu stjórnendur íslenskra stór- fyrirtækja. Meðal þeirra er flytja erindi á ráðstefnunni verða þeir Þórður Friðjónsson, forstjóri OMX á Íslandi, Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, og Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar. Meðal annarra fyr- irtækja sem eiga fulltrúa á ráð- stefnunni má nefna Glitni, FL Group, Existu, Alfesca og Össur. Ísland kynnt í London DAVÍÐ Oddsson sagði á fundi Við- skiptaráðs í gær að ýmsir aðilar á markaði, bæði hér og erlendis, hefðu viljað þreyja þriðja ársfjórðunginn í þeirri von að sá fjórði myndi bæta úr því sem aflaga hefði farið. Því hefðu menn forðast að færa allt til bókar á þeim þriðja sem æskilegt hefði verið að gera. „Ekki er verið að halda því fram að á markaði um víða veröld séu menn í stórum stíl að brjóta lög eða góða viðskiptahætti, en það má vera að víða séu reglurnar teygðar tölu- vert, þótt innan löglegra og jafnvel siðlegra marka sé,“ sagði Davíð og bætti við að þannig væru menn að meta eignir til fjár sem væru óselj- anlegar um þessar mundir. Það væri vandmeðfarið að ákveða markaðs- virði á meðan markaðurinn væri tregur og fast að því lokaður. „Allar þessar aðstæður auka tortryggni og grafa undan trausti, en í rauninni virðist vandamálið sem nú ríkir ekki síst vera vaxandi vantraust fremur en vaxandi skortur á fé.“ Reglurnar teygðar töluvert          !  " #$% &''( #$' ( "$ !$ $!!   $ $! !$!!  $ !!$!!   !$!! $  $!!  $!!  $    $!!  $!!       !"!!# !"$!# %"&'# &"$(# )")*# )"((# )"&$# )"*)# !"(!# )"(+# !"&*# !"($# %"$&# !")*# '"$$# &"!*# !"$'# )"&$# &"*&# )"$'# !")&# 7  .  8(  ! 9 2&,&  ! : " 8                    -  -  - -   -                       - -  - -                        -     0 .  8(                   -  -  - -   - ; ! ( .  .                             )* + ",+  (& <&83# = .0<&83# 5> ( 3# +<&83# < ( 2 3# 7#5 8 #4 !   ?@   <&83# " 81 !2 3# +  2    3# (  -= /  /#23# 9 A 3# B 3# . * % /$  3# # @ 3# ( ( @C (&  C  5 =  ! <&83# D&A = ?@   @<&83# *  3# EF3  3# CGHE 9A!! !  (0 3# I  (0 3# ) 0! % 1  J (A   J& 7=<  3# 7 8  3# H*K H*K !!  %$ %!$ L L H*K 5=K    %$ %$ L L ;&MN& E  O    %!$ %$ L L ; K   %!$ %!$ L L H*K6 H*K0   &$ %$ L L ♦♦♦ ♦♦♦ KAUPÞING í Svíþjóð hefur tekið slaginn í vaxtastríði sænsku bank- anna á innlánamarkaði. Kaupþing býður nú 4,5% vexti á innlánum sem eru hærri en 10 þúsund sænskar krónur, jafnvirði 92 þúsunda ís- lenskra króna, og eru það hæstu innlánsvextir á sænska mark- aðnum. Með 6 mánaða bindingu hækka vextirnir í 4,55% og með 12 mánaða bindingu eru 4,6% vextir. Kaupþing í vaxtastríð BLUE Mountain, dótturfélag Nevada Geothermal Power, hefur samið við Glitni um 20 milljóna doll- ara fjármögnun, jafnvirði 1,2 millj- arða króna, vegna byggingar 35 MW jarðorkuvirkjunnar í Nevada. Um er að ræða brúarlán sem verður greitt að fullu á öðrum ársfjórðungi næsta árs, þegar byggingarleyfi hafa feng- ist fyrir framkvæmdinni. Þá hefur Glitnir skuldbundið sig til að fjár- magna helming 100 milljóna dollara byggingarláns. Árni Magnússon, framkvæmdastjóri orkusviðs Glitnis, segist í tilkynningu fagna því að bankinn geti átt þátt í að styðja Blue Mountain í uppbyggingunni, og hlakkar til að vinna með Morgan Stanley að byggingarláninu. Fjármagna virkjun ♦♦♦ ● SKULDATRYGGINGARÁLAG bank- anna hefur hækkað talsvert frá júníbyrjun, segir í Vegvísi Lands- bankans. Álagið var þá 24 punktar hjá Glitni, 25 punkt- ar hjá Kaupþingi og 18 punktar hjá Landsbank- anum. Við upp- haf lausa- fjárvandans í ágúst kom mikil hreyfing á álagið og hækkaði það hjá öllum bönkum. „Það kemur á óvart að uppgjör ís- lensku bankanna hafi ekki leitt til lækkunar á álaginu. Þvert á móti hefur álagið hækkað síðustu daga, um 10 punkta hjá Glitni og Lands- bankanum en nærri 30 punkta hjá Kaupþingi. Þetta er mun meiri hækkun en meðalhækkun erlendra banka,“ segir í Vegvísi en á mánu- dag var álag Kaupþings í sögulegu hámarki, í 207,5 punktum. Skuldatryggingarálag enn að hækka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.