Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 36
Reconstruction: what the hell happened, ?m jafna gengur upp … 38 » reykjavíkreykjavík MÖRG járn eru í eldinum hjá Zik Zak kvikmyndum um þessar mundir og margar myndir í undirbúningi. Þetta kemur fram í viðtali við Skúla Malmquist hjá Zik Zak sem birtist á vef Norræna kvikmyndasjóðsins fyrir skömmu. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að framundan séu tökur á nýrri mynd Dags Kára, The Good Heart, sem tekin verður í New York, og myndinni Brim í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar í samvinnu við Vesturport. Þá segir Skúli að fyrirtækið muni leggja aukna áherslu á heimild- armyndir á næstunni. „Við erum að vinna að hinum ýmsu heimildarmyndum. Ein þeirra er um Kötju, unga stúlku frá Úkra- ínu, en ótrúleg saga hennar af götum Kænugarðs er bæði átakanleg og mannúðleg. Svo erum við með Electronica Reykjavik í bígerð, en það er mynd um sögu elektrónískrar tónlistar á Íslandi. Loks má nefna að við erum meðframleiðendur að Draumalandinu sem fjallar um iðn- væðinguna sem ógnar íslensku landslagi.“ Meðal annarra verkefna sem Skúli nefnir eru Back Soon, kvik- mynd í fullri lengd eftir Sólveigu Anspach og stuttmyndirnar Two Birds eftir Rúnar Rúnarsson og Un- holy Night eftir Árna Þór Jónsson. Að lokum má nefna að á heima- síðu Zik Zak kemur fram að verið sé að skrifa handrit upp úr tveimur vin- sælum íslenskum barna- og ung- lingabókum, annars vegar upp úr Öðruvísi dögum eftir Guðrúnu Helgadóttur sem þær Margrét Örn- ólfsdóttir og Inga Lísa Middleton skrifa, og svo upp úr Gauragangi eft- ir Ólaf Hauk Símonarson sem þeir Ottó Geir Borg og Gunnar B. Guð- mundsson skrifa handritið að. Fjölmargar myndir í bígerð Morgunblaðið/ÞÖK Dagur Kári Á meðal þeirra mynda sem Zik Zak framleiðir er The Good He- art, sem verður tekin á jafn ólíkum stöðum og New York og Miðnesheiði. Zik Zak framleiðir myndir af öllum stærðum og gerðum  Tónlistar- og útvarpsmaðurinn Brynjar Már Valdimarsson hefur verið á feiknaferð um vinsældalista heimsins með lag sitt „Forget About Me“. Þegar hefur verið sagt frá sigrum hans í Grikklandi en nú hefur útvarpsstöð í Indónesíu hafið spilun á laginu og er það kom- ið í 10. sæti eftir aðeins fjórar vikur á lista. Indónesía er stærsta músl- ímaríki heims og fjórða fjölmenn- asta landið en í höfuðborginni Jak- arta er útvarpsstöðin staðsett. Fróðlegt verður að fylgjast með ár- angri lagsins á næstu vikum en það fer að verða það víðförlasta sem ís- lenskur lagasmiður hefur samið. BMV klífur vinsælda- lista um allan heim  Hljómsveitin Ampop vinnur um þessar mundir að upptökum á sinni nýjustu breiðskífu sem búist er við að komi út í mars. Um síðustu helgi var sveitin stödd á Seyðisfirði, nán- ar tiltekið í frystihúsi Arnarklóar ehf, þar sem finna má stóra og vel einangraða frystiklefa sem þykja henta vel til upptöku. „Frystikistu- lagið“ og „Ísbjarnarblús“ voru rædd sem möguleg tökulög á fyrsta degi. Svo tók alvaran víst við. Ampop í frystihúsi  Hver er besta íslenska plata allra tíma? Gas með Bara flokkn- um? Hold með Ham? Æ með Unun? Deluxe með Ný dönsk? Eða jafnvel XXX Rottweilerhundar með XXX Rottweilerhundum? Farðu inn á mbl.is og veldu fimm uppáhalds plöturnar þínar – „best af öllu“. Úrslit verða svo kynnt í Morg- unblaðinu og á mbl.is á Degi ís- lenskrar tónlistar á föstudaginn. Veldu bestu íslensku plöturnar á mbl.is! Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÉG byrjaði að vinna þessa plötu fyrir fjórum ár- um, dúllaði mér í henni samhliða öðrum verk- efnum en vildi ekki skila henni af mér fyrr en hún væri orðin góð og nú er hún orðin góð,“ seg- ir Páll Óskar Hjálmtýsson um fyrstu sólóplötu sína í átta ár, Allt fyrir ástina, sem kemur út á föstudaginn. „Þetta er hreinræktuð dansplata en það sem aðgreinir hana frá venjulegum dans- plötum eru hvað lagasmíðarnar eru flottar og safaríkar. Þar stend ég í þakkarskuld við þá sem sömdu lögin með mér eins og Örlyg Smára, sem útsetur líka flest lögin, Niclas Kings, Trausta Haraldsson, Jón Andra, Togga og Svölu Björg- vins. Þrátt fyrir að margir hafi komið að verkinu hljómar platan mjög heilsteypt. Lögin taka við hvert af öðru og platan rennur í gegn nánast án þagnar,“ segir Páll Óskar og kveðst vera að rifna úr stolti yfir þessari plötu. „Ef það eru ein- hverjar þrjár plötur sem ég elska framar öðrum sem ég hef gefið út er það Seif (1996), fyrsta plat- an með mér og Moniku, Ef ég sofna ekki í nótt (2001) og svo núna þessi. Það er einhver orka á þessum þremur plötum sem við náðum að kló- festa sem ég fíla í botn.“ Danssjúkir Íslendingar Páll Óskar gefur plötuna út sjálfur auk þess að sjá um dreifingu í gegnum fyrirtæki sitt, POP ehf., en það stendur fyrir Paul Oscar Production. „Ég hef gefið út allar mínar plötur sjálfur síð- an 1995 og þær hafa staðið undir sér, fyrir utan eina sem kom út í mínus. Að eiga listaverkin mín sjálfur er mér mjög mikilvægt,“ segir Páll Óskar sem telur plötufyrirtæki að verða óþörf. „Ef maður er duglegur, týpískur Íslendingur og tilbúinn að spýta í lófana þá er ekkert mál að gera þetta allt sjálfur, internetið er líka dreifing- armáti framtíðarinnar, maður þarf bara að passa að hugverkunum sé ekki dreift á ólöglegan hátt.“ Spurður hvort danstónlist eigi alltaf upp á pallborðið hjá Íslendingum segist Páll Óskar nú halda það. „Ég hef unnið sem plötusnúður í mörg ár og er einmitt að gera þessa plötu því Íslendingar eru svo danssjúkir. Reyndar hef ég tekið eftir því að Íslendingar eiga mjög erfitt með að dansa eftir takti, en þeir elska að syngja með lögum sem þeir kunna. Íslendingar dansa eftir textum en t.d. Ameríkanar eftir takti. Bæði er jafn gott og platan mín sameinar þetta tvennt, fullt af textum og takti,“ segir hann og hlær. „Þessi plata er í raun minn eigin þakklætisvottur fyrir allar þær góðu stundir sem ég hef átt sjálfur á diskógólf- inu.“ Formlega útgáfutónleika fyrir Allt fyrir ástina heldur Páll Óskar á Akureyri næstkomandi laug- ardag og á Nasa 17. nóvember. Sú nýbreytni verður höfð á að sérstakt barnaball verður á báð- um stöðum fyrr um daginn, eða milli kl. 16 og 18. „Mér finnst frábært að halda sérstakt barnaball en börn og fullorðnir elska mig jafn mikið. Við lækkum aðeins niður í hljóðkerfinu á barnaball- inu en á fullorðinsballinu verður kerfið hækkað í botn.“ Taktur og textar Hreinræktuð dansplata kemur frá Páli Óskari Hjálmtýssyni á föstudaginn Morgunblaðið/Frikki Páll Óskar „Þetta er hreinræktuð dansplata en það sem aðgreinir hana frá venjulegum dansplötum eru hvað lagasmíðarnar eru flottar og safaríkar,“ segir Palli um Allt fyrir ástina. www.myspace.com/palloskar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.