Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Aðeins hærra, aðeins hærra, ég er búin að finna þær. VEÐUR Það kveður við nýjan tón hjáHjörleifi Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, í grein- argerð um verð- mat á Geysir Green Energy, sem hann lagði fram á stjórn- arfundi OR 31. október sl. og birt er í heild í Morgunblaðinu í gær. Hvers vegna skyldi það vera?     Er forstjórinn, sem áður var ein-dreginn talsmaður samruna, á hröðu undanhaldi frá fyrri mál- flutningi? Forstjórinn vísar til þess að í yf- irtökusamningi REI við GGE, sem var til afgreiðslu á eigenda- og stjórnarfundi OR 3. október sl. komi fram að verðmæti GGE sé 27,5 milljarðar króna og að sama verðmat sé að finna í „minnisblaði vegna mögulegs samruna REI við GGE, sem samið var af Bjarna Ár- mannssyni 22. september sl.“     Forstjórinn upplýsir jafnframt aðí engum gögnum komi fram hvernig verðmatið á GGE var feng- ið og hann hafi sjálfur komið að verki þann 25. september þegar samningsverðið lá fyrir. Ennfremur að bókfært virði GGE hafi í samrunaefnahagsreikningi frá 30. október verið 20,8 millj- arðar króna, eða 6,7 milljörðum króna undir samningsvirði GGE og færa megi „fyrir því gild rök að eignasafn GGE sé hátt metið og beri ekki það yfirmat sem samn- ingsverðið felur í sér.“     Hvernig varð samningsverð upp á27,5 milljarða króna til, sem fól í sér 6,7 milljarða yfirverð? Hver samdi um þetta samningsverð fyrir hönd REI? Ákvörðun sem hafði þegar verið tekin 22. september sl., samkvæmt greinargerð forstjóra OR? Hver ber ábyrgð á því að semja um margra milljarða yfirverð GGE, á kostnað Reykvíkinga? STAKSTEINAR Hjörleifur Kvaran Undanhald forstjórans SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                *(!  + ,- .  & / 0    + -                           12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (     !   "# $ %%     %&"#      :  *$;<                     !!! "  #!  $ %          $ *! $$ ; *! '(  ) # ( # &  *# +* =2 =! =2 =! =2 '&#) %$ , % -."$*%/  >! -         /    &      !!  !" =7       $'#      !!   "  " !           (     )  $ =   * " )+  #    , ! ,  ! " $  -     "&. !$ 0$$ *11  %$*#2 * "*, % 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B  3 3!      ! !   !     !!       !   !3 3 3 3 3 3 3 3 !3 3 3 3 3 3            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Sigurður Þór Guðjónsson | 6. nóvember Aðbúnaður heilabilaðra Er það virkilega nauð- synlegt að fólk með lengstgengna heilabil- un sem ekki þekkir aðra og er jafnvel óaf- vitandi um þá sé í eins- mannsherbergi? Og er nokkur ástæða til að kvarta um slæman aðbúnað þjóðfélagsins ef þetta fólk er með öðrum í herbergi? Samt eru aðstandendur að gera þetta og þeir eru bakkaðir upp af fjölmiðlum og stjórnmálamönnum... Meira: nimbus.blog.is Auðbergur Daníel Gíslason | 6. nóv. Hljómsveit með valkvíða Hljómsveit er að leita sér að nafni. Þeir stofn- uðu kosningu á síðu þar sem hægt er að hjálpa þeim að velja nafn. Ég myndi nú ekki vera að skrifa um þetta ef að ég þekkti ekkert til en Eiríkur Hafdal er söngvarinn í þess- ari hljómsveit, en hann keppti í Idol- inu og komst langt. Ég þekki hann persónulega enda bjó hann á Eski- firði. Hann kom... Meira: audbergur.blog.is Sigurjón Þórðarson | 5. nóvember Sænska leiðin... Einhverra hluta vegna fara rjúpnaveiðar okk- ar sem stundum skot- veiðar mjög fyrir brjóstið á sumu fólki. Í þessum hópi er meðal annars okkar ágæti umhverfisráðherra sem virðist hafa komist yfir skrá allra þeirra fjöl- mörgu Íslendinga sem hafa gild veiðikort og notaði hún þennan lista til að senda hverjum og einum veiði- manni orðsendingu um að stilla veiði í hóf. Ég hef vissar efasemdir um að þessi meðferð á opinberum skrám sé rétt meðferð á persónuupplýsingum. Það er nú annað mál. Það eru fleiri aðferðir sem hið op- inbera beitir til að minnka skotveið- ar og í því skyni fækkaði ráðherrann veiðidögum enn og aftur, úr 26 og í 18 daga, og framlengdi enn fremur sölubann á rjúpunni. Ég frétti af konu einni sem telur sig til stjórn- málaflokks á vinstri kanti... Meira: sigurjonth.blog.is Marinó G. Njálsson | 6. nóvember Samþykkir Persónuvernd þetta? Það er mótsögn í þessu frumvarpi ráðherra. Tryggingafélögum er óheimilt að nýta sér rannsóknargögn um erfðafræði umsækj- enda um persónutrygg- ingar, en mega nota óábyggileg munnleg gögn um hugsanlega erfða- fræði umsækjanda! Hvað eru upplýs- ingar um heilsufar systkina og for- eldra annað en aðferð til að finna út hugsanlega erfðasjúkdóma? Ég sé ekki muninn. Viðskiptaráðherra ætlar að leyfa tryggingarfélögum að afla við- kvæmra persónugreinanlegra heilsu- farsupplýsinga um aðila sem er hugs- anlega félaginu alveg óviðkomandi. Það skal gert með því að hlusta á munnmæli og slúður. Ég spyr: Hef ég leyfi, samkvæmt persónuverndarlögum og lögum um réttindi sjúklinga, að veita þriðja að- ila upplýsingar um heilsufar minna nánustu? Nei, ég hef það ekki og auk þess er alls ekki víst að ég hafi full- nægjandi upplýsingar um heilsufar minna nánustu. Til þess að megi veita upplýsingarnar, verð ég að afla upp- lýsts samþykkis viðkomandi. Raunar mega tryggingarfélögin ekki taka við slíkum upplýsingum nema tilkynna viðkomandi það og gefa honum/henni kost á að mótmæla tilvist þeirra, fá upplýsingunum eytt eða þær leið- réttar. Af hverju eiga vátrygging- arfélögin að fá slíkar persónugrein- anlegar upplýsingar hendur, þegar þjóðin hafnaði því að deCODE fengi þær ópersónugreinanlegar í gagna- grunni á heilbrigðissviði? Ég bý að því að hafa unnið hjá Íslenskri erfða- greiningu og vera auk þess sérfræð- ingur í stjórnun upplýsingaöryggis meðal annars á sviði persónuverndar. Ég tel mig því vita nokkuð hvað ég er að segja. Ég fullyrði að það standist ekki lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga að vá- tryggingarfélag geti safnað óbeinum erfðafræðiupplýsingum um hugs- anlega vátryggingataka með því að óska eftir því að umsækjandi um per- sónutryggingu láti félaginu í té óná- kvæmar, viðkvæmar, persónugrein- anlegar persónuupplýsingar um sína nánustu. Persónuverndarlögin voru sett m.a. með það í huga að vernda slíkar trúnaðarupplýsingar. Það get- ur vel verið að þetta hafi verið tíðkað í gegnum tíðina, en nú er tíðin önnur. Vátryggingafélög hafa ýmis önnur úrræði til að kanna heilsufar umsækj- anda og er ítarleg læknisskoðun mun heppilegri aðferð en það sem lagt er til í frumvarpi ráðherra. Niðurstaða læknisskoðunarinnar á að duga vá- tryggingarfélaginu til að taka sína ákvörðun. ... Meira: marinogn.blog.is BLOG.IS WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 Týpa: PV70 VERÐLAUNAÐ SJÓNVARP 219.900- Glæsilegt tæki af nýjustu kynslóðinni sem fékk nýlega hin eftirsóttu EISA verðlaun. HDTV Ready / Upplausn1024x768 / Skerpa: 10.000:1 42” plasma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.