Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 19
hollráð um heilsuna| lýðheilsustöð MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 19 Mataræði er mikilvægur áhrifaþáttur á heilsuokkar og líðan og rétt að huga vel að því.Hluti þeirra matvæla sem við kaupum er sam- settur úr mörgum hráefnum og því getur verið erfitt að átta sig nægilega vel á innihaldi þeirra. Framleiðendur matvæla fylgja reglum um merkingar til þess að neyt- andinn geti valið út frá því. Það reynir síðan á neyt- endur að nýta sér merkingarnar í erli dagsins við inn- kaup og matreiðslu. Lítum á nokkur atriði varðandi merkingar. Innihaldslýsing Í innihaldslýsingu sést hvaða hráefni og aukefni eru notuð í vöruna. Það sem mest er notað af er talið upp fyrst og síðan raðast hin eftir minnkandi magni. Þannig er æskilegt útfrá hollustusjónarmiði að velja vörur með hollari hráefnum fremst í upptalningu, en síður sykur- og fiturík hráefni. Innihaldslýsingin er mikilvæg fyrir þá sem þurfa að varast ákveðin hráefni vegna ofnæmis eða óþols. Er varan peninganna virði? Á innihaldslýsingu er hægt að átta sig að einhverju leyti á því hve mikið er af mikilvægum hráefnum s.s. fiski, kjöti, hnetum. En það er einnig skylt að merkja sérstaklega (magnmerkja) hve mikið er af einkennandi hráefnum í vöru. Þannig þarf að koma fram hve mikið er af kjöti í kjötbollum og jarðarberjum í jarðarberja- jógúrt. Næringargildi Næringargildismerking sýnir okkur hve mikil orka (hitaeiningar) og hve mörg grömm eru af fitu, prótein- um og kolvetnum í 100 grömmum. Stundum er næring- argildismerkingin á ítarlegra formi með upplýsingum um magn af trefjum og natríum. Til þess að reikna út hve mikið er af salti er natríummagnið margfaldað með 2,5. Þetta eru mikilvægar upplýsingar og gagnlegar til að bera saman mismunandi matvörur. Það er þó ekki skylda að merkja allar vörur með næringargildi. Nú eru að ryðja sér til rúms í nágrannalöndum okk- ar svokallaðar hollustumerkingar sem er ætlað að gefa neytandanum skýrari upplýsingar til að velja matvörur á grundvelli næringarinnihalds. Ekki er skylt að nota slíkar merkingar, en sé það gert þarf að fara eftir ákveðnum reglum. Fullyrðingar „Sykurlaus“ þýðir að það er nánast enginn sykur í vörunni, hvorki náttúrulegur né viðbættur. Hins vegar geta verið í henni sætuefni. „Enginn viðbættur sykur“ þýðir að sykri hefur ekki verið bætt í vöruna, en hún getur samt innihaldið náttúrulegan sykur sem er í hrá- efnum s.s. ávöxtum og mjólk. Hugtök eins og „skert“ og „létt“ þýðir að vara hafi að minnsta kosti 25% lægra innihald af t.d. fitu eða sykri en hefðbundnar sambærilegar vörur. Orkuinni- hald á þá líka að vera 25% lægra í þessum tilvikum. Þegar svona fullyrðingar eru notaðar er skylt að hafa næringargildismerkingu á vörunni. Best fyrir eða síðasti neysludagur Til þess að átta sig á geymsluþoli er merkt á umbúð- ir „best fyrir“ dagsetning. Kælivörur sem ekki geymast meira en 5 daga eru merktar með síðasta neysludegi. Ekki má dreifa vörunni eftir þá dagsetningu. Viltu kvarta, hrósa eða spyrja um innihald? Á pakkningu kemur fram nafn og heimilisfang fram- leiðanda eða dreifingaraðila, sem þú getur haft sam- band við ef á þarf að halda. Það færist líka í vöxt að ábyrgðaraðilar vörunnar hafi nánari upplýsingar um vörur sínar á vefsíðu fyrirtækisins. Morgunblaðið/Ásdís Innihald Það borgar sig fyrir neytendur að kynna sér merkingar á matvælaumbúðum. Merkingar matvæla Jónína Þ. Stefánsdóttir matvælafræðingur hjá Umhverfisstofnun. kvæmdagleðinni. Þar er Rimahverfi, Hagahverfi og nú bætist við Hóla- hverfi. Þar rísa nú blokkir, einbýlishús og allt þar á milli. Nýja byggðin er hins vegar ekki sérlega áberandi í flatlendinu í Flóanum. Bærinn stækkar til suð- urs og þess vegna er þenslan ekki svo áber- andi þegar ekið er í gegn um hann. x x x Ánæstu grösum viðSelfoss kemur gróskan fram með öðrum hætti. Á Stokkseyri hefur aukin áhersla verið lögð á þjónustu við ferðamenn og af- þreyingu. Draugasetrið á Stokkseyri er orðið þekkt stærð og nú hefur bæst við safn um huldufólk og norð- urljós. Það segir kannski sína sögu að bæði þessi söfn voru opin fyrstu helgina í nóvember og bendir til þess að það sumarvertíðin í þjónustu við ferðamenn sé farin að teygja úr sér. Umsjónarmenn Draugasetursins mættu hins vegar huga að því að á skilti stendur að aðeins sé opið út ágúst. Það er kannski ekki hentugt til viðskipta að láta að því liggja við ferðalanga að það sé lokað þegar þá ber að. Margir hafa velt fyr-ir sér ört vaxandi byggð á höfuðborg- arsvæðinu, vexti, sem á stundum virðist vera af lífrænum toga, fremur en einföld spurning um framboð og eftirspurn. Þar sem áður voru mó- ar, urð og grjót spretta nú upp einbýlishús, tví- býlishús, fjölbýlishús og fábýlishús. Þessi spurn- ing vaknar ekki síst vegna þess að fólk á erf- itt með að gera sér í hugarlund að íbúum hér á landi fjölgi nægilega hratt til að standa undir öllu þessu framboði á húsnæði. Þessi þensla á ekki aðeins við á höf- uðborgarsvæðinu. Á Austfjörðum hefur vitaskuld víða hlaupið vöxtur í framkvæmdir og í Reykjanesbæ er einnig verið að reisa húsnæði fyrir hundruð manna eins og sést á skilti þegar ekið er þar í gegn. x x x Víkverji átti um helgina leið umSelfoss. Yfirleitt liggur leiðin beint í gegnum bæinn eftir Aust- urvegi. Sú gata ber vitni breytingum á Selfossi, en alls ekki hinu mikla um- fangi þeirra. Selfoss hefur nefnilega ekki farið varhluta af fram-      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.