Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 11 ALÞINGI Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is ALCOA Fjarðaál og Eimskip hafa staðfest samning um að Eimskip sjái um flutning á rúmlega 220.000 tonnum, þar af innflutning á 180.000 tonnum og útflutning á 40.000 tonnum á ári, fyrir Alcoa Fjarðaál. Um er að ræða alla flutninga á rafskautum fyrir álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Jafnframt hafa félögin náð samkomulagi um 40.000 tonna álflutninga til Bandaríkjanna og er því um að ræða flutn- inga upp á 260.000 tonn á ári. Samningurinn er til fimm ára. „Samningurinn við Eimskip og starfsemi fé- lagsins hér er gífurlega mikilvæg fyrir Fjarða- ál. Hér ræðir um tvo þriðju af öllum okkar um- svifum í flutningum á svæðinu,“ sagði Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, við undirritun samningsins í gær. Forstjóri Eim- skipa á Íslandi, Guðmundur Davíðsson, sagði við sama tækifæri að nú verði Reyðarfjörður önnur stærsta höfn á Íslandi og það skapi tölu- verða hagræðingu í flutningum á Íslandi. Eftir að strandsiglingar voru aflagðar hafi flutning- ar meira eða minna farið í gegnum Reykjavík og margir kvartað yfir álagi á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu og út á land. „Eftir að bú- ið er að ganga hér frá öllu hjá álverinu og flutn- ingar komnir á fullt verða þrjár skipakomur á Reyðarfjörð vikulega og þá skapast rými til að auka flutninga frá landinu af Norðausturlandi og Austurlandssvæðinu gegnum Reyðarfjörð, sem léttir vonandi álagi af vegakerfinu. Þetta er hugsanlega einn stærsti flutningasamning- ur sem gerður hefur verið á Norðurlöndunum í langan tíma,“ sagði Guðmundur. Flutningar á 1,3 milljónum tonna árlega Í ársbyrjun samdi Alcoa Fjarðaál við Eim- skip um að annast alla skipaafgreiðslu fyrir ál- verið. Í þeim samningi felst uppskipun á 690.000 tonnum af súráli og öllum aðföngum til álframleiðslu, svo og á allri lestun áls sem nem- ur 346.000 tonnum á ári. Í heild er því umfang samningsins 1.300.000 tonn á ári, sem fara munu í gegnum Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Til samanburðar má geta þess að um tvær milljónir tonna fara árlega um Reykjavíkur- höfn og 900 þúsund tonn um Grundartanga- höfn. Eimskip hefur bætt skipinu BBC Reydar- fjordur við siglingaflota sinn og tekið upp nýja siglingaáætlun til að annast flutningana. Skipið mun sigla vikulega á milli Reyðarfjarðar og Mosjoen í Noregi. Fyrirtækið hefur fest kaup á 850 nýjum sérhönnuðum gámum fyrir flutn- inga á rafskautunum fyrir Fjarðaál. Þá munu Eimskip flytja u.þ.b. 43 þúsund tonn af raf- skautaleifum út til endurvinnslu í Noregi ár- lega, sem og talsvert magn af rafskautaryki sem fellur til við rafgreiningu áls. Tómas Már segir alla meginsamninga vegna starfrækslu álversins nú tryggða. Hann fagnar samningnum við Eimskip og segir skipta höf- uðmáli að flutningur á hráefni til framleiðsl- unnar raskist ekki. Eimskip hafi mikla og far- sæla reynslu af öruggum flutningum á erfiðum siglingaleiðum. Heildarvelta Eimskipa hérlendis og erlendis er nú um 40 milljarðar á ári og er innanlands- starfsemi þar af um 20%. Einn stærsti flutningasamningur sem gerður hefur verið á Norðurlöndunum í langan tíma Flytja 1,3 milljónir tonna fyrir Alcoa Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Handsala Tómas Már Guðmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, og Guðmundur Davíðsson, for- stjóri Eimskipa, staðfesta samning um flutning á 1,3 milljónum tonna um Mjóeyrarhöfn árlega. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is KRISTINN H. Gunnarsson, þing- maður Frjálslyndra, telur að það geti verið þingmeirihluti fyrir stofn- un sjálfstæðs háskóla á Ísafirði en hann mælti fyrir lagafrumvarpi þess efnis á Alþingi í gær. Þingmenn fjög- urra flokka, Frjálslyndra, VG, Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks, tóku til máls í umræðunum og voru allir hlynntir stofnun háskóla á Ísafirði þó að misjafnar hugmyndir væru um hvernig skyldi staðið að því. Guðbjartur Hannesson, þingmað- ur Samfylkingar, benti á að skipuð hefði verið nefnd sem ætti að koma fram með framtíðarsýn varðandi há- skólastarf á Vestfjörðum. „Þar treysti ég á […] að menn skoði hvort um eigi að vera að ræða sjálfstæðan háskóla, eins og hér hefur verið gert ráð fyrir, eða háskóla undir einhverj- um regnhlífarsamtökum,“ sagði Guðbjartur og vildi gefa nefndinni meiri tíma. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, VG, lagði áherslu á að um sjálfstæða stofnun yrði að ræða en Illugi Gunn- arsson, Sjálfstæðisflokki, taldi að skoða ætti mjög vel hvort réttara væri að vinna að uppbyggingunni í nánu samstarfi við aðrar háskóla- stofnanir, m.a. vegna þess að um lítið samfélag væri að ræða og að það gæti verið erfitt að koma upp há- skóla sem stæði undir nafni. Þingmeirihluti fyrir háskóla? Morgunblaðið/Ómar Stjórnarlaus umræða Þingmenn ræddu hvort mögulegur háskóli á Ísa- firði eigi að vera sjálfstæð stofnun eða ekki en fáir stjórnarliðar tóku þátt. Frumvarp um Háskóla á Ísafirði Vátryggingafélög munu þurfa að endurskoða verk- lag sitt ef frum- varp sem Björg- vin G. Sigurðs- son, viðskipta- ráðherra, mælti fyrir á Alþingi í gær verður að lögum. Frum- varpinu er ætlað að eyða vafa um hvaða upplýsingar vátryggingarfélagi sé óheimilt að nota við áhættumat á persónu- tryggingum. Upplýsingaöflun á skv. frumvarpinu að varða sjúkdóma foreldra og systkina en ekki heilsu- far, eins og í núgildandi lögum, enda sé erfitt að ætlast til þess að fólk geti lagt almennt mat á heilsu- far sitt. Ætlað að eyða vafa Björgvin G. Sigurðsson Valgerður Sverrisdóttir 6. nóvember Klaufarnir klúðruðu Nú hefur komið skýrt fram hjá for- manni Sjálfstæð- isflokksins við um- ræður á Alþingi að hann sér ekkert at- hugavert við að fyr- irtæki í opinberri eigu og einkageirinn eigi með sér samstarf í útrásarverk- efnum. […] Hinsvegar vekur það upp spurningar um klaufana sem klúðruðu borgarstjórnarmeirihlutanum og höfðu sér helst til skjóls að verið væri að verja prinsipp Sjálfstæðisflokksins. Meira: valgerdur.is Jón Magnússon 6. nóvember Leyndarmál Ekki má segja frá því hvað lykil- stjórnendur Orku- veitu Reykjavíkur hafa í laun. Beiðni 24 stunda um þær upp- lýsingar var synjað. Sagt er frá því í svari Orkuveitunnar að upplýsingalög gildi ekki um starfsemi fyrirtækisins. Orkuveitan er sameignarfyrirtæki í eign þriggja sveitarfélaga en lang- stærsti eigandinn er Reykjavík- urborg. Orkuveitan er þannig fyr- irtæki í opinberri eigu. Borgararnir eiga rétt á að fá allar upplýsingar um starfsemi slíks fyrirtækis […]. Meira: jonmagnusson.blog.is Enginn gróði Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til almennra hegningarlaga sem felur m.a. í sér að hægt verði að gera upptækan ávinning af broti eða fjárhæð sem svarar til hans. Í fram- kvæmd gæti þetta t.d. þýtt að steli maður flatskjá og selji hann geti hann átt von á að andvirði flatskjás verði gert upptækt með dómi. Vegur yfir Kjöl Deilt var um heilsársveg yfir Kjöl á Alþingi í gær þegar Kjartan Ólafs- son, Sjálfstæðisflokki, mælti fyrir þingsályktunartillögu um að ríkis- stjórnin kannaði þjóðhagslega hag- kvæmni þess að leggja slíkan veg. Talsverð andstaða var við hugmynd- ina um heilsársveg yfir Kjöl meðal þeirra sem tóku til máls, einkum vegna náttúruverndarsjónarmiða. Kjartan benti hins vegar á að aðeins væri um hagskvæmniathugun að ræða. Bráðabirgðalög í gegn Bráðabirgðalög um notkun raflagna og raffanga á íbúðar- og skólasvæði Keilis í Keflavík voru staðfest á Al- þingi í gær en deilt hefur verið um hvort setning bráðabirgðalaganna standist stjórnarskrá. 35 þingmenn úr Framsóknarflokki, Sjálfstæð- isflokki og Samfylkingu greiddu at- kvæði með en allir þingmenn Vinstri grænna auk Kristins H. Gunn- arssonar greiddu atkvæði á móti. Jón Magnússon sat hjá. Meiri strætó Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingu, mælti í gær fyrir frumvarpi um breytingu á um- ferðarlögum þess efnis að öku- menn sem virða ekki forgangs- akreinar fyrir strætisvagna og leigubifreiðir geti átt von á að vera sektaðir. Vonast er til að með þessu verði meira um forgangsakreinar og að almenningssamgöngur verði raunhæfur kostur í framtíðinni Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 12.30 í dag og tuttugu fyrirspurnir eru á dagskrá, m.a. um Íslensku friðargæsluna, tvöföldun Múlaganga og stjórn- unarkostnað RÚV. Steinunn Valdís Óskarsdóttir FRÉTTIR FRÉTTIR ÞETTA HELST ... „ÞAÐ HEFUR fjölgað í heildar- stofninum síðustu ár vegna hag- stæðs tíðarfars, þrátt fyrir aukinn veiðikvóta,“ segir Skarphéðinn G. Þórisson hreindýrasérfræðingur um ástand stofnsins í ár. Fjölmörg hreindýr hafa sést nærri byggðum á Suðausturlandi og hafa margir velt fyrir sér hver skýringin sé. „Dýrin hafa það mjög fínt. Það hefur dregið úr náttúrulegum dauðsföllum. Ef það kæmi harður vetur mætti búast við að það félli meira en ella því það er mikið af gömlum dýrum sem myndu ekki þola það. Vetur undanfarin ár hafa verið svo góðir að náttúruleg dauðsföll hafa verið í algjöru lágmarki. Dýr- unum hefur frekar fjölgað en hitt, þrátt fyrir aukinn veiðikvóta. Til marks um það má nefna að núna í haust fór veiðikvótinn í fyrsta sinn í langan tíma yfir þúsund dýr. Megn- ið af því náðist – vantaði örfá dýr. Mörg dýr sést við þjóðveginn Undanfarin ár hefur borið mikið á þeim við þjóðvegi á Suðaustur- landi. Tarfarnir koma niður á lág- lendi eftir fengitímann, sem er frá miðjum september þegar veiðitím- anum lýkur og fram í miðjan októ- ber. Upp úr honum leita þeir niður til byggða, mismikið eftir tíðar- farinu.“ Að sögn Skarphéðins hafa dýr sést á svæðinu frá Hamarsfirði og suður á Mýrar. Hann vill nota tæki- færið og brýna fyrir ökumönnum að aka varlega og forðast árekstra við dýrin. Vegir séu nú betri og um- ferðin og hraði meiri. Mildir vetrar Hreindýrum fjölgar. Góð tíð fyrir hreindýrin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.