Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 18
ÞEIM fjölgar stöðugt sem hugsa um gælu- dýr eins og börnin sín og ein afleiðing þess er að sífellt flóknari aðgerðir eru nú gerðar á sjúkum og slösuðum dýrum, sem á árum áður hefði verið lógað. Breskir dýralæknar hafa nú, að því er greint var frá á vefmiðli BBC nýlega, óskað eftir því að sérstakur blóðbanki verði stofn- aður fyrir hunda og ketti svo unnt verði að bjarga lífum gæludýra. Blóðið yrði notað við meðhöndlun slasaðra dýra og eins í flóknum aðgerðum eins og hjartaaðgerðum, en fjöldi dýralækna framkvæmir nú aðgerð- ir á borð við hjarta- og mjaðmaliðaaðgerðir, auk þess að bjóða upp á geislameðferð. Kostnaðurinn er þó oftast gífurlegur og segir það e.t.v. sitt að sumir gæludýraeig- endur eru reiðubúnir að greiða hundruð þúsunda króna til að bjarga þessum fjöl- skylduvini. Slíkar aðgerðir er þó oft erfitt að fram- kvæma án gjafablóðs og í dag er það oftast fyrir tilstilli gjafmildi eigenda stórra hunda sem eru tilbúnir að gefa blóð úr dýrum sín- um að hægt er að framkvæma þær. „Það er ekki hægt að hafa vel starfandi slysadeild án þess að þar sé hægt að gefa blóð, rétt eins og í slysalækningum hjá mönnum,“ segir Dan Brockman sem kennir skurðlækn- ingar hjá Royal Veterinary College í Lond- on. „Ég held að þetta sé bara spurning um tíma, ég vona að slíkum blóðbanka verði komið á fót.“ Dýralæknirinn Jerry Davies, sem rekur eina stærstu dýralæknastofu í Evrópu, er á sama máli og segir dýrin meira virði en kostnaðurinn við kaup þeirra segir til um. „Dýr eru til mikillar blessunar fyrir mann- kynið, þannig að við ættum að gera það sem við getum til að hjálpa dýri dýrsins vegna ekki síður en vegna heilsu ein- staklinganna sem tengjast því,“ hefur BBC eftir Davies. Þegar hafa um 150 hundaeigendur og um 100 dýralæknar komið upp eins konar blóð- gjafakerfi á netinu sem mætt hefur bæði lagalegri og siðfræðilegri gagnrýni. Blóðbanka fyrir gæludýrin Morgunblaðið/Jim Smart Fjölskylduvinur Það er margir tilbúnir að leggja töluvert á sig til að bjarga gæludýrum sínum. Graffarar Anton Örn og Arinbjörn að graffa skilti fyrir búðina. Nafnið Borgarpakk var eittaf þeim fjölmörgu semkomu upp þegar við fór-um á flug með að finna nafn á búðina. Við vildum vera svolít- ið ögrandi og svo er þetta smáhúmor hjá okkur af því við erum úti á landi pakk, en núna erum við sjálf orðin borgarpakk, flutt á mölina og komin í viðskipti,“ segja þau Arnbjörg Jó- hannsdóttir og Ólafur Óskar Egilsson sem ætla að opna verslun á morgun með vistvæn föt. Þau hafa þekkst frá því þau voru krakkar í skóla í sveit- inni. „Við erum fædd og uppalin í Biskupstungum og erum búin að vera í sama vinahóp síðan í grunnskóla. Það er þó nokkuð síðan við fórum að tala um að stofna fyrirtæki saman og fyrsta hugmyndin var að opna kaffi- hús og hárgreiðslustofu í sama húsi af því ég er að læra hárgreiðslu og við ætluðum að láta það heita Hár í kaffinu,“ segir Arnbjörg en Óli Óskar bætir við að nýja fyrirtækið þeirra heiti þessu góða nafni Hár í kaffinu, þó svo að búðin heiti Borgarpakk. „Við göngum út frá svokölluðum „fair trade“-viðskiptum, ætlum að selja vistvænan fatnað hér í búðinni og svo ætlum við að vera með kósí setustofu hérna sem verður líka gallerí þar sem við sýnum íslenska myndlist og fyrst- ur til að sýna verður Toggi sem teikn- ar bara með vinstri. Við ætlum líka að vera með ljóðakvöld og aðrar uppá- komur og við ætlum að fá fólk til að flytja erindi um lífræna ræktun og fa- ir trade. Hér verður hægt að kaupa jaðartónlist sem ekki fæst í Skífunni. Það er nefnilega svolítill hippi í okk- ur.“ Táfýlulausir sokkar Þau segjast finna mikið fyrir vax- andi umhverfismeðvitund og einn angi af því er áhugi fyrir vistvænum fatnaði. „Okkur fannst því kominn tími til að opna verslun með vistvæn föt en framleiðsla þeirra tekur mið af því að vera væn fyrir móður jörð. Fötin sem við seljum koma frá Hol- landi og Svíþjóð og þau eru unnin úr náttúrulegum efnum eins og hampi, bambus, soja og bómull sem ræktað er við vistvænar aðstæður. Við ætlum líka að vera með föt frá ungum ís- lenskum hönnuðum og sú fyrsta sem verður með föt hjá okkur er Sandra María sem hannar föt undir nafninu SAMT.“ Þau nefna það í framhjá- hlaupi að þau muni líka selja alveg magnaða sokka úr bambus sem engin táfýla kemur af, sama hvað á gengur. Vistvæn föt fyrir borgarpakk Flott föt Arnbjörg og Óli í vistvænni hettupeysu og úlpu frá versluninni. Þau ólust upp í sveit en tilheyra núna borgar- pakkinu sem þau ætla að selja vistvæn föt. Kristín Heiða Krist- insdóttir leit inn á Frakkastígnum þar sem eigendur Borgar- pakks voru að gera klárt fyrir opnun á morgun. Morgunblaðið/Sverrir Borgarpakk, Frakkastíg 7, verður opin frá kl. 12-18 á virkum dögum og laugardögum. khk@mbl.is |miðvikudagur|7. 11. 2007| mbl.is daglegtlíf Sverrir Norland yrkir stuttaáminningu: Einhvers staðar einsog stóð og ætti að vera á hreinu eru tilgangslaus þau ljóð sem lýsa ekki neinu. Davíð Hjálmar Haraldsson svarar að bragði: Lífið yrði löngum trist og leiðigjarnt og sjaldan hlegið ef ekki mætti yrkja af list um eitthvað nema mælt og vegið. Heiðrún Jónsdóttir orti vegna frétta í Mogganum af þremur tilfellum týndra rjúpnaskyttna á fyrsta sólarhring yfirstandandi veiðitímabils: Virðist duga voða skammt veiðitími styttur, talsvert margar teljast samt týndar rjúpnaskyttur. Villast bæði um hóla og höll helst með lund ókátri, ráfa líka á reginfjöll en rjúpan deyr úr hlátri. Áttaskertan aula ver oftast verndarkraftur tekst honum að tapa sér til að finnast aftur. pebl@mbl.is VÍSNAHORN Af innihaldi og Mogganum Námskeið við ofþyngd fullorðinna • Hefurð þú ítrekað reynt að grenna þig án árangurs? • Getur verið að þú hafir ekki náð að tileinka þér þá tækni sem þarf til að ná varanlegum árangri? • Er hugsanlegt hugarfar þitt og líðan eigi þátt í að viðhalda vandanum? Umsóknarfrestur rennur út 13. nóvember næstkomandi. Frekari upplýsingar má finna á www.kms.is en skráning fer fram á kms@kms.is eða í síma 822 0043. Minnum einnig á að farið er að taka á móti umsóknum á námskeið við þráhyggju og áráttu, ofsakvíða og félagskvíða. Umsóknarfrestur fyrir næsta ofsakvíðahóp rennur út 12. nóvember. Tólf vikna námskeið er að hefjast á vegum Kvíðameðferðar- stöðvarinnar (KMS). Stuðst verður við aðferðir hugrænnar atferlis- meðferðar þar sem áhersla er lögð á að aðstoða fólk við að breyta hugarfari og atferli sem stuðlar að vanlíðan og viðheldur ofþyngd. Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingur Sigurbjörg J. Ludvigsd. sálfræðingur M b l 9 33 27 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.