Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Page 20

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Page 20
ákvæði um persónufrelsi virðist rétt að taka upp í íslenzku stjórnar- skrána og yrði þá að túlka önnur landslög í samræmi við það. Hér má og minna á ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu um rétt til dómsmeðferðar og hver lágmarksskilyrði hún skuli uppfylla. Ségir þar m.a. að hver sá, sem borinn er sökum fyrir glæpsamlegt atferli, hafi rétt til þess að verja sig sjálfur eða kjósa sér verjanda. Og í 6. gr. segir: „Hvern þann mann, sem borinn er sökum fyrir glæpsamlegt athæfi, skal telja saklausan, unz sök hans er sönnuð lögfullri sönnun.“ Almennt er eftir þessari meginreglu farið í íslenzkum rétti, en þó eru til ákvæði andstæð henni, sbr. 19. gr. áfengislaga nr. 82/1969, sem fjallar m.a. um leit að áfengi í bifreiðum. Kæmi því til greina að víkja að slíku grundvallaratriði hins opinbera réttarfars í stjórnarskránni, auk gleggri ákvæða um skipan dómstól- anna, sem þegar hefur verið drepið á. 1 66. gr. stjórnarskrárinnar er fjallað um friðhelgi heimilisins, hús- leit og bréfleynd. Eru þar lagðar hömlur á húsleit, leit í bifreiðum, flug- vélum og útihúsum. Tímabært sýnist orðið að setja ítarlégri ákvæði en hér er að finna í stjórnarskrá um persónuvernd og vernd einkalífs. Er það ekki sízt með tilliti til nýrrar tækni á sviði upplýsingaöflunar um einkahagi borgaranna, svo sem hinn margvíslegu not tölvu og raf- eindatækni á æ fleiri sviðum þjóðlífsins. Skal þá næst vikið að eignarréttarákvæðinu, 67. grein stjórnarskrár- innar: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almenningsþörf krefji; þarf til þess lagafyrir- mæli, og komi fullt verð fyrir“. Hér setur stjórnarskráin þrj ú skilyrði, sem uppfylla verður við eign- arnám: að það sé gert á grundvelli lagafyrirmæla, en ekki með ákvörð- un ráðherra eða annarra framkvæmdarvaldshafa, að það sé greinileg þörf almennings, að maður sé sviptur eigninni, og loks, að hann fái fullt verð eða bætur fyrir þá eign, sem af honum er tekin. Dómstólar hafa ekki talið sér heimilt hér á landi að dæma um það, hvort raun- veruleg almenningsþörf liggur að baki eignarnámi, heldur hafa þeir látið löggjafann einráðan um þá ákvörðun. (Hrd. VIII. bls. 332). Með slíkri túlkun er þó nokkuð skert sú vernd, sem stjórnarskrárgreinin veitir eignarrétti einstaklinga, og í sjálfu sér er ekkert, sem bannar dómstólum að meta það atriði, hvort um almenningsþörf er að ræða eða ekki við eignarnám tiltekinnar eignar. Fram hjá því verður hinsvegar ekki gengið að óbreyttum ákvæðum þessarar greinar, að fullt verð skal koma fyrir þá eign, sem eigandinn er sviptur. Um það atriði eiga dóm- stólar óskorað mat, og hefur hér yfirleitt verið miðað við gangverð 82

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.