Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Side 22

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Side 22
felast, að unnt sé að afla náttúrugæða til sameiginlegra nota, svo sem jarðhita eða landrýmis, á sanngjörnu verði. Hér er raunverulega um það að ræða, hvort þær verðhækkanir, sem skapast eingöngu af þétt- býlisþróun eða végna framkvæmda ríkisins, eiga að renna í vasa eig- enda að fullu og öllu eða skiptast milli þeirra og hinna mörgu borgara þessa lands, sem á gæðum þessum þurfa að halda. Við þetta skal bætt, að hér kemur einnig sú leið til greina að hrófla ekki við ákvæði eign- arréttargreinarinnar um fullar bætur, en koma á hinn bóginn til móts við framangreind sjónarmið með því að skattleggja mjög verulega þann ágóða, sem hefur skapazt vegna samfélagslegra aðgerða. Gæti sú leið leitt til svipaðrar niðurstöðu og sýnist mun auðfarnari en sú fyrri. Við óskoruðum eignarrétti einstaklingsins, svo sem hann er í dag tryggður með 67. gr. stjórnarskrárinnar, yrði þá ekki hróflað. f 72. grein stjórnarskrárinnar er fjallað um prentfrelsi, og segir þar, að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti. Ritskoð- un og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða. Þetta ákvæði dregur dám af því, að það var samið á þeirri öld, þegar prentað mál var helzti fjölmiðillinn, en hvorki útvarp, sjónvarp né nýrri fjöl- miðlar komnir til sögunnar. Tjáningarfrelsið er því enn aðeins bundið við prentað mál, samkvæmt þessu stjórnarskrárákvæði, en tímabært orðið að tryggja mönnum miklum mun víðtækara tjáningarfrelsi en þar er að finna. Væri því æskilegt að þessi grein yrði orðuð á þá lund, að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti, í máli og myndum. Ritskoðun og aðrar tálmanir á tjáningarfrelsi megi aldrei í lög leiða. Myndi þá þetta mannréttindaákvæði ekki vera lengur ein- skorðað við heimild manna til að tjá sig á prenti, heldur einnig taka til hvers konar annarrar tjáningar, fyrirlestra og annarra ræðuhalda, kvikmynda og leiksýninga, málverka og höggmyndasýninga, svo að nokkuð sé talið. Gjörbreytt aldarfar hefur úrelt þau tvö stjórnarskrárákvæði, sem fjalla um framfærslu þeirra, sem ekki geta séð fyrir sér og sínum, og um uppfræðingu barna af almannafé. Þarfnast þau bæði gagngeri'ar endurskoðunar, ef þau eiga að endurspégla þau viðhorf velferðarþj óð- félagsins, sem íslenzka þjóðin hefur búið við frá stríðslokum. Hvað fyrra ákvæðið snertir þyrfti að skrá þar kjarna þeirrar víðtæku félags- málalöggjafar og samhjálpar, sem nú er í heiðri höfð hér á landi: að allir menn skuli eiga rétt á framlagi úr opinberum sjóðum, þegar þeim er það nauðsyn vegna sjúkleika, örorku, elli eða af öðrum orsökum. Og jafnframt að allir landsmenn skuli eiga rétt á læknishjálp og sjúkra- húsvist, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum á hverjum tíma. 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.