Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Page 26

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Page 26
hefur kjörið sér þingmenn til að framkvæma lagasetningu, og með rúmri heimild til þjóðaratkvæðagreiðslu eru þeir sviptir þessum starfs- rétti sínum í hinum mikilvægustu málum. Þjóðaratkvæðagreiðsla er kostnaðarsamt og fyrirhafnarmikið fyrirtæki, benda aðrir á, sem æski- legast sé því að eigi sér sem sjaldnast stað. Vilji menn taka upp ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnar- skrá, er um tvær leiðir að velja. Hægt er að veita t.d. þriðjungi alþing- ismanna heimild til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekið mál, sem Alþingi hefur þegar samþykkt en þeir eru ósammála. Með því væri minnihlutanum á þingi opnuð leið til þess að fá málið enn einu sinni skoðað og nú hjá þjóðinni. Slíkt ákvæði um að þriðjungur þing- manna geti krafizt þj óðaratkvæðágreiðslu er í dönsku stj órnarskránni og hefur þar nokkrum sinnum verið notað (42. gr.). Hin leiðin er sú að heimila tilteknum fjölda kjósenda, t.d. 40%, að krefjast þjóðar- atkvæðagreiðslu með undirskrift sinni. Er það vitanlega mun fyrir- hafnarmeiri leið, en þessi valkostur tryggir það jafnframt, að varla yrðu þjóðaratkvæðagreiðslur haldnar í tíma og ótíma, þar sem slík undirskriftasöfnun er ekkert áhlaupaverk. Skal hér loks getið frekar efnis 42. gr. dönsku stjórnarskrárinnar. Meginatriði þess ákvæðis er það að þegar þingið hefur samþykkt lágafrumvarp getur þriðjungur þingmanna innan þriggja daga borið fram kröfu um þjóðaratkvæði um frumvarpið. Verða lagafrumvörp almennt ekki staðfest fyrr en þessi þriggja daga frestur er liðinn, eða eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan hefur farið fram, sé hennar óskað. Ef þj óðaratkvæðagreiðslu hefur verið krafizt um lagafrumvarp, getur þingið ákveðið, innan fimm daga frá samþykkt frumvarpsins, að það skuli fellt niður. Ella fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það á 12. til 18. degi eftir að hún hefur verið auglýst af forsætisráðherra. Til þess að frumvarpið teljist fellt í þjóðaratkvæðagreiðslunni þarf einfaldur meirihluti kjósenda, sem í henni taka þáttt, að greiða at- kvæði gegn frumvarpinu. Jafnframt að 30% allra atkvæðisbærra manna hafi greitt atkvæði gegn því. öllum lagafrumvörpum, sem þingið hefur samþykkt, er unnt að skjóta til þjóðaratkvæðagreiðslu, með nokkrum mikilvægum undan- tekningum þó, þ.e. undanþegin eru fjárlög og fjáraukalög, lög um laun og eftirlaun, ríkisborgararétt, eignarnám, skattamál, lög um fram- kvæmd samninga við erlend ríki og lög um konung og kjör hans. Úrslit þjóðaratkvæðágreiðslunnar eru bindandi fyrir þingið og er lagafrumvarp úr sögunni, sé það fellt við atkvæðagreiðsluna. 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.