Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Page 35

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Page 35
Raktir hafa verið ýmsir kostir og gallar, sem þau einkenna, og geta menn síðan sjálfir gert upp hug sinn í þessu efni. En það skal þó und- irstrikað, að úrbætur eru hér auðveldari en margir hafa gert sér ljóst, þar sem ekki þarf óhjákvæmilega stjórnarskrárbreytingu til, heldur aðeins lagabreytingu. Hún leysir að vísu ekki allan vandann, en í henni felst þó veruleg úrbót frá því sem nú er. Eina breytingu á þessu sviði sýnist mér sjálfsagt að gera næst, þegar hróflað verður við stjórnarskránni. Það er að geta þess ekki lengur í stjórnarskrá, hve kjósa skuli marga þingmenn í hverju kjör- dæmi landsins. Heildartala þingmanna nægir þar. Skipting þeirra milli kjördæma ætti hinsvegar að vera ákveðin í löggjöf. Þá væri hægur vandi að jafna metin, t.d. á 10 ára fresti, eftir því sem búseta breytist í landinu, fjölga eða fækka eftir atvikum. Þetta er sá háttur, sem víðast hvar tíðkast, og kemur hann í veg fyrir, að réttlátar breytingar dragist úr hömlu, þar sem ekki er lengur þörf stjórnarskrárbreytingar til jöfn- unar milli kjördæma. Yrði þá fjöldi þingmanna í hverju kjördæmi ákveðinnn á grundvelli mannfjöldaupplýsinga Hagstofunnar. 14. Persónukjör. Kem ég þá að síðasta þætti þessarar greinar, en hann fjallar um, hvernig á verði komið persónubundnara kjöri þingmanna en nú tíðkast. Það má einnig orða á þennan hátt: Hvernig er unnt að haga svo mál- um, að kjósandinn hafi miklu meiri áhrif á það með atkvæði sínu hverjir taka sæti á þingi en nú er? Margir telja, að stærsti ljóðurinn á núgildandi kosningakerfi sé sá, að kjósandinn hafi í raun hvorki völina né kvölina. Kjördæmaráðin raða á listana og þar eru því efstu sætin örugg, nema hið eina bar- áttusæti, alls átta sæti af þeim 49, sem til er kosið. Sé þetta óheilla þróun til flokksræðis frá lýðræði. Æskilegt sé því að gera breytingu á núverandi kosningakerfi, sem geri kjósandanum kleift á kjördegi að velja þá menn af listunum, sem hann vill að skipi efstu sætin, í stað þess að nú verður hann í reynd að una við uppstillinguna óbreytta. Er það vegna þess, að núgildandi kosningalög, 110. gr., taka aðeins að þriðjungi atkvæðis tillit til útstrikana eða breytinga á nafnaröð listanna. Er þá næst að líta á, hvaða leiðir koma helzt til greina í því efni að gera kosninguna persónubundnari og efla með því vald hins einstaka kjósanda. 97

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.