Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Síða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Síða 37
frá þeirri kjördæmaskipan og kosningafyrirkomulagi, sem við nú bú- um við. Skal nú nokkurra helztu úrræða getið, sem til greina koma í því efni. Hið fyrsta þeirra má nefna persónukjör með valkostum. Er það fyrirkomulag í lögum á Irlandi. Framboð er einstaklingsbundið, og eru nöfn allra frambjóðenda skráð á kjörseðilinn í stafrófsröð. Hver flokkur býður ekki fram sérstakan lista, eins og hér á landi tíðkast, en flokksaðildar hinna einstöku frambjóðanda er þó getið. Merkir síð- an kjósandinn við nafn þess, sem hann helzt vill kjósa, með tölustafn- um 1, síðan við nafn þess, sem hann vill næst ljá atkvæði sitt með tölu- stafnum 2, o.s.frv. Á þennan hátt getur kjósandinn kosið frambjóð- endur fleiri en eins flokks, ef honum sýnist svo. Hafi sá frambjóðandi, sem hann kaus í fyrsta sæti, fengið þann tilskilda fjölda atkvæða, sem dugar honum til að ná kjöri, færist atkvæði hans yfir á frambjóð- anda þann, sem hann hefur tölusett nr. 2 og vfir á nr. 3, ef sá hefur þegar náð kjöri. Þannig er atkvæðið hreyfanlegt, ef svo má að orði komast, og kemur þessi aðferð í veg fyrir, að atkvæði, sem greidd eru frambjóðanda, sem þegar hefur fengið nægilegt atkvæðamagn til kosn- ingar, falli dauð niður, verði áhrifalaus, en slíkt á sér stað í kosninga- kerfinu sem gildir hér á landi. Hér eru því mikil ráð lögð í hendur kjósandans. Hann velur ekki flokka, heldur menn, er því ekki bundinn við flokksröðun á listann og getur þar að auki kosið frambjóðendur úr fleiri en einum flokki. Auk þess auðveldar þetta kerfi einstaklingum mjög að bjóða sig fram, þar sem nöfn allra frambjóðenda eru skráð á sama listann í stafrófsröð og flokkarnir hafa þar því enga forgangsaðstöðu. Þetta írska kerfi er það fyrirkomulag, sem samtök ungra manna úr þremur stjórnmálaflokkum hafa lagt til, að tekið verði upp hér á landi. Má því ætla, að það komi sterklega til greina, ef menn óska eftir breyttri kjördæmaskipan og kosningafyrirkomulagi.10) I fljótu bragði sýnist mega gagnrýna þetta kerfi á þeim forsendum, að það geti riðl- að mjög stjórnmálaflokkum í kjördæmunum, þar sem kjósandinn getur kosið menn úr mörgum flokkum, en sumir munu raunar telja það fremur kost en galla. Þá virðast talningarréglurnar einnig vei'a hér nokkuð flóknar í framkvæmd, en ekki hafa þær þó reynzt Irum nein ofraun. Einnig er þetta kosningakerfi í lögum á Möltu og við kosningar til öldungadeildar þjóðþinga Ástralíu og Suður-Afríku. Kem ég þá næst að því kosningakerfi, sem ýmsum hefur einnig sýnzt vænlegt, en það er í meginatriðum hið sama og nú gildir í Vestur- Þýzkalandi. Yrði þar um að ræða, að helmingur alþingismanna, eða 30, 99

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.